Barátta hafnarverkamanna á Íslandi: Átök við Eimskip Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar 27. ágúst 2024 11:02 Undanfarin þrjú ár hafa hafnarverkamenn á Íslandi staðið í harðri baráttu við Eimskip, eitt af stærstu flutningafyrirtækjum landsins, og Eflingu. Baráttan hefur snúist um réttindi og kjör verkamanna, þar sem Eimskip hefur enn ekki samið við Félag hafnarverkamanna á Íslandi. Þessi átök hafa verið flókin og margþætt, þar sem ýmsir aðilar hafa komið að málum. Deilurnar hófust þegar félagar í Eflingu ákváðu að slíta sig frá félaginu og stofna sitt eigið félag, Félag hafnarverkamanna á Íslandi, í samvinnu með Sjómannafélag Íslands. Hafnarverkamenn töldu að Efling væri ekki að standa með þeim í baráttu þeirra fyrir bættum kjörum og réttindum. Þetta skapaði mikla óánægju meðal hafnarverkamanna sem vildu tryggja að þeirra réttindi væru virt. Þvert á vonir hafnarverkamanna um að hægt væri að segja sig úr stéttarfélagi á landi sem boðar félagafrelsi, þá urðu þeir að fara fyrir félagsdóm til að fá sig lausa frá Eflingu. Þetta var rúmlega tveggja ára barátta sem var staðfest í mars 2023, þegar þessir félagsmenn fengu leyfi til að yfirgefa Eflingu. Þá kom sú von að Eimskip myndi koma að borðinu og semja við sitt fólk, en það hefur ekki enn gerst. Því er haldið fram að ekki sé hægt að semja við Félag hafnarverkamanna þar sem Efling stéttarfélag sé með forgangsréttarákvæði sem þýðir að starfsmenn í Eflingu eru þeir síðustu sem er sagt upp eða þeir ráðnir frekar en starfsmenn sem eru í öðru verkalýðsfélagi. En með þessu ákvæði er í raun réttur fólks til að velja stéttarfélag takmarkaður. En merkilegt er að á svæði Eimskips eru nú þegar tvö félög, VR í vöruhúsinu og Efling á hafnarsvæðinu. Það vekur furðu að hægt sé að tryggja sér nánast einkarétt á svæðinu í skjóli forgangsréttarákvæðisins. Annað merkilegt er að Dagsbrún, félag sem vissi að höfnin væri mikilvæg, hefur eftir sameiningu undir merkjum Eflingar algjörlega gleymt uppruna sínum. Verkalýðsbarátta á Íslandi hefur dalað verulega í gegnum árin, og þegar maður heyrir í alþingismönnum og formönnum flokka tala um að leggja niður skylduaðild að verkalýðsfélagi, þá er það að mínu mati fásinna. Ég vona að verkalýðsfélög á Íslandi muni nú berjast með kjafti og klóm gegn þessum hugmyndum, þar sem við vitum að eigendur peninganna vilja endilega hafa það þannig að ekki séu verkalýðsfélög til staðar. Það myndi henta þeim betur svo þeir geti haldið áfram að borga léleg laun og misnota starfsfólkið sitt. Oft hefur maður hugsað um til hvers Alþingi er. Kannski er það bara fyrir ríka fólkið, vegna þess að í hvert skipti sem farið er í verkfall, t.d. sjómanna, þá er hoppað til og sett á lög til að knýja aðila til vinnu og láta gerðardóm ákveða restina. Þá segi ég: Hvar er umboðsmaður Alþingis? Hvers vegna gerir hann ekki neitt? Hversu oft er hægt að setja verkfall á sömu stéttina aftur og aftur og brjóta þennan rétt til að krefjast betri launa og betri réttinda? Staðan í dag er sú að enn neitar Eimskip að ræða við Félag hafnarverkamanna og telur sig geta ákveðið í hvaða stéttarfélagi starfsfólk þeirra er í. Núna er málið enn eina ferðina hjá félagsdómi og er ekki enn komið á dagskrá. *(Fyrsti partur af greinaröð um baráttu félagsins við skipafélögin)* Höfundur er varaformaður Félags hafnarverkamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Eimskip Hafnarmál Sverrir Fannberg Júlíusson Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin þrjú ár hafa hafnarverkamenn á Íslandi staðið í harðri baráttu við Eimskip, eitt af stærstu flutningafyrirtækjum landsins, og Eflingu. Baráttan hefur snúist um réttindi og kjör verkamanna, þar sem Eimskip hefur enn ekki samið við Félag hafnarverkamanna á Íslandi. Þessi átök hafa verið flókin og margþætt, þar sem ýmsir aðilar hafa komið að málum. Deilurnar hófust þegar félagar í Eflingu ákváðu að slíta sig frá félaginu og stofna sitt eigið félag, Félag hafnarverkamanna á Íslandi, í samvinnu með Sjómannafélag Íslands. Hafnarverkamenn töldu að Efling væri ekki að standa með þeim í baráttu þeirra fyrir bættum kjörum og réttindum. Þetta skapaði mikla óánægju meðal hafnarverkamanna sem vildu tryggja að þeirra réttindi væru virt. Þvert á vonir hafnarverkamanna um að hægt væri að segja sig úr stéttarfélagi á landi sem boðar félagafrelsi, þá urðu þeir að fara fyrir félagsdóm til að fá sig lausa frá Eflingu. Þetta var rúmlega tveggja ára barátta sem var staðfest í mars 2023, þegar þessir félagsmenn fengu leyfi til að yfirgefa Eflingu. Þá kom sú von að Eimskip myndi koma að borðinu og semja við sitt fólk, en það hefur ekki enn gerst. Því er haldið fram að ekki sé hægt að semja við Félag hafnarverkamanna þar sem Efling stéttarfélag sé með forgangsréttarákvæði sem þýðir að starfsmenn í Eflingu eru þeir síðustu sem er sagt upp eða þeir ráðnir frekar en starfsmenn sem eru í öðru verkalýðsfélagi. En með þessu ákvæði er í raun réttur fólks til að velja stéttarfélag takmarkaður. En merkilegt er að á svæði Eimskips eru nú þegar tvö félög, VR í vöruhúsinu og Efling á hafnarsvæðinu. Það vekur furðu að hægt sé að tryggja sér nánast einkarétt á svæðinu í skjóli forgangsréttarákvæðisins. Annað merkilegt er að Dagsbrún, félag sem vissi að höfnin væri mikilvæg, hefur eftir sameiningu undir merkjum Eflingar algjörlega gleymt uppruna sínum. Verkalýðsbarátta á Íslandi hefur dalað verulega í gegnum árin, og þegar maður heyrir í alþingismönnum og formönnum flokka tala um að leggja niður skylduaðild að verkalýðsfélagi, þá er það að mínu mati fásinna. Ég vona að verkalýðsfélög á Íslandi muni nú berjast með kjafti og klóm gegn þessum hugmyndum, þar sem við vitum að eigendur peninganna vilja endilega hafa það þannig að ekki séu verkalýðsfélög til staðar. Það myndi henta þeim betur svo þeir geti haldið áfram að borga léleg laun og misnota starfsfólkið sitt. Oft hefur maður hugsað um til hvers Alþingi er. Kannski er það bara fyrir ríka fólkið, vegna þess að í hvert skipti sem farið er í verkfall, t.d. sjómanna, þá er hoppað til og sett á lög til að knýja aðila til vinnu og láta gerðardóm ákveða restina. Þá segi ég: Hvar er umboðsmaður Alþingis? Hvers vegna gerir hann ekki neitt? Hversu oft er hægt að setja verkfall á sömu stéttina aftur og aftur og brjóta þennan rétt til að krefjast betri launa og betri réttinda? Staðan í dag er sú að enn neitar Eimskip að ræða við Félag hafnarverkamanna og telur sig geta ákveðið í hvaða stéttarfélagi starfsfólk þeirra er í. Núna er málið enn eina ferðina hjá félagsdómi og er ekki enn komið á dagskrá. *(Fyrsti partur af greinaröð um baráttu félagsins við skipafélögin)* Höfundur er varaformaður Félags hafnarverkamanna.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun