Veit ekki hvaða félagi hann er samningsbundinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. ágúst 2024 23:00 Townsend hefur spilað alls 291 leik í ensku úrvalsdeildinni en er í dag staddur í Tyrklandi. EPA-EFE/VINCE MIGNOTT Knattspyrnumaðurinn Andros Townend er í áhugaverðri stöðu þessa dagana. Hann hreinlega veit ekki hvaða félagi hann er samningsbundinn eftir að félaginu sem hann samdi nýverið við var bannað að skrá leikmenn í leikmannahóp sinn. Hinn 33 ára gamli Townsend lék með Luton Town í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Lengi vel virtist sem Townsend ætlaði að taka slaginn með Luton í B-deildinni en á endanum ákvað hann að semja við Antalyaspor í Tyrklandi. Félagið var hins vegar dæmd í félagaskiptabann af Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, og má ekki skrá nýja leikmenn í leikmannahóp sinn. Townsend má því æfa með sínu nýja félagi en hann getur ekki spilað leiki og þá má félagið ekki tilkynna hann sem nýjan leikmann þess. Í viðtali við breska ríkisútvarpið sagði starfsmaður Antalyaspor að félagið skuldaði tveimur fyrrverandi leikmönnum sínum pening. Þegar sú skuld væri greidd vonaðist félagið til að geta skráð Townsend í leikmannahópinn. „Ég er fastur í Antalyaspor, fæ bara að æfa. Ég veit ekki hver á mig, ég veit ekki hvar samningurinn minn er,“ sagði Townsend sjálfur í viðtali við BBC. Sem stendur er Antalyaspor í félagaskiptabanni til janúar árið 2026. Townsend segir farir sínar ekki sléttar og mörg rauð flögg hafi verið dregin að húni en hann ákvað samt að semja í Tyrklandi. "They can't officially register me, they have a transfer ban" ❌📋🇹🇷 Andros Townsend is stuck in Turkey ahead of his stalled move to Antalyaspor📲 https://t.co/bwOLfi4Imu#BBCFootball pic.twitter.com/tmi45uW28u— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) August 26, 2024 „Síðustu vikur hafa verið létt bilaðar. Ég fékk símtal þremur dögum áður en tímabilið hófst með Luton fékk ég símtal frá Antalyaspor þar sem mér var sagt að ég hefði 24 klukkustundir til að semja þar sem félagið væri á leið í félagaskiptabann.“ „Ég náði að semja um að vera með Luton í fyrsta leik tímabilsins en það var allt klappað og klárt. Við náðum ekki eindaga, ég er búinn að skrifa undir samninginn en félagið má ekki skrá mig í leikmannahópinn né tilkynna mig sem leikmann félagsins þar sem félagið má ekki fá til sín nýja leikmenn.“ „Í hvert skipti sem ég spyr þá er svarið í þá átt að það sé búið að skrifa undir samning og ég sé þeirra leikmaður en það hefur ekkert verið tilkynnt,“ bætti Townsend við. Things have got a little confusing for Andros Townsend in this transfer window. #BBCFootball #PL pic.twitter.com/DgHdKqMSnB— Match of the Day (@BBCMOTD) August 27, 2024 „Það voru svo mörg rauð flögg að það var ótrúlegt. Samt var eitthvað sem sagði mér að þetta væri rétta skrefið fyrir mig. Búa í Antalya, þessari fallegu borg við sjávarsíðuna. Ég tók þessa ákvörðun, ég vildi koma hingað en í hreinskilni sagt veit ég ekkert hvað er í gangi né hvað mun gerast.“ „Á morgun, á morgun, er það eina sem mér er sagt. Í hvert skipti sem ég spyr hvað er í gangi þá segja mér að hafa ekki áhyggjur. Að ég sé þeirra leikmaður samkvæmt samningi og geti ekki farið neitt. Ég er bara hér,“ sagði ósáttur Townsend að endingu í viðtali við BBC. Fótbolti Tyrkneski boltinn Mest lesið Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Feðgarnir slógust eftir leik Sport „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjá meira
Hinn 33 ára gamli Townsend lék með Luton Town í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Lengi vel virtist sem Townsend ætlaði að taka slaginn með Luton í B-deildinni en á endanum ákvað hann að semja við Antalyaspor í Tyrklandi. Félagið var hins vegar dæmd í félagaskiptabann af Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, og má ekki skrá nýja leikmenn í leikmannahóp sinn. Townsend má því æfa með sínu nýja félagi en hann getur ekki spilað leiki og þá má félagið ekki tilkynna hann sem nýjan leikmann þess. Í viðtali við breska ríkisútvarpið sagði starfsmaður Antalyaspor að félagið skuldaði tveimur fyrrverandi leikmönnum sínum pening. Þegar sú skuld væri greidd vonaðist félagið til að geta skráð Townsend í leikmannahópinn. „Ég er fastur í Antalyaspor, fæ bara að æfa. Ég veit ekki hver á mig, ég veit ekki hvar samningurinn minn er,“ sagði Townsend sjálfur í viðtali við BBC. Sem stendur er Antalyaspor í félagaskiptabanni til janúar árið 2026. Townsend segir farir sínar ekki sléttar og mörg rauð flögg hafi verið dregin að húni en hann ákvað samt að semja í Tyrklandi. "They can't officially register me, they have a transfer ban" ❌📋🇹🇷 Andros Townsend is stuck in Turkey ahead of his stalled move to Antalyaspor📲 https://t.co/bwOLfi4Imu#BBCFootball pic.twitter.com/tmi45uW28u— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) August 26, 2024 „Síðustu vikur hafa verið létt bilaðar. Ég fékk símtal þremur dögum áður en tímabilið hófst með Luton fékk ég símtal frá Antalyaspor þar sem mér var sagt að ég hefði 24 klukkustundir til að semja þar sem félagið væri á leið í félagaskiptabann.“ „Ég náði að semja um að vera með Luton í fyrsta leik tímabilsins en það var allt klappað og klárt. Við náðum ekki eindaga, ég er búinn að skrifa undir samninginn en félagið má ekki skrá mig í leikmannahópinn né tilkynna mig sem leikmann félagsins þar sem félagið má ekki fá til sín nýja leikmenn.“ „Í hvert skipti sem ég spyr þá er svarið í þá átt að það sé búið að skrifa undir samning og ég sé þeirra leikmaður en það hefur ekkert verið tilkynnt,“ bætti Townsend við. Things have got a little confusing for Andros Townsend in this transfer window. #BBCFootball #PL pic.twitter.com/DgHdKqMSnB— Match of the Day (@BBCMOTD) August 27, 2024 „Það voru svo mörg rauð flögg að það var ótrúlegt. Samt var eitthvað sem sagði mér að þetta væri rétta skrefið fyrir mig. Búa í Antalya, þessari fallegu borg við sjávarsíðuna. Ég tók þessa ákvörðun, ég vildi koma hingað en í hreinskilni sagt veit ég ekkert hvað er í gangi né hvað mun gerast.“ „Á morgun, á morgun, er það eina sem mér er sagt. Í hvert skipti sem ég spyr hvað er í gangi þá segja mér að hafa ekki áhyggjur. Að ég sé þeirra leikmaður samkvæmt samningi og geti ekki farið neitt. Ég er bara hér,“ sagði ósáttur Townsend að endingu í viðtali við BBC.
Fótbolti Tyrkneski boltinn Mest lesið Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Feðgarnir slógust eftir leik Sport „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki