Frá þessu er greint á vef Íþróttasambands Íslands. Þar segir að í fyrsta sinn verið setningarhátíð Paralympics haldin fyrir utan leikvang líkt og var gert á Ólympíuleikunum í síðasta mánuði
Setningarhátíðin að þessu sinni verður haldin inn í miðri París. Íþróttafólkið sem tekur þátt á Paralympics mun fara í skrúðgöngu um Avenue des Champs-Elysses og fara að Place de la Concorde. Búist er við allt að 65 þúsund áhorfendum.
Sonja keppir í 50 metra baksundi og 100 metra skriðsundi. Þetta eru hennar þriðju leikar en hún keppti einnig í Peking árið 2008 og Ríó árið 2016.
Már keppir í 100 metra baksundi og er þetta í annað sinn sem hann keppir á leikunum. Hann keppti á leikunum í Tókýó árið 2021.
Setningarhátíðin hefst klukkan 18.20 að íslenskum tíma en þá verður klukkan 20.20 í París.