Gripu í taumana og vísa mun fleiri frá landamærunum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. ágúst 2024 12:01 Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Einar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir þann árangur sem náðst hefur í frávísun brotamanna frá landinu fyrst og fremst frumkvæðisathugunum lögreglu og tollvarða á Keflavíkurflugvelli að þakka. Eftirlit ýmissa þjóða á innri landamærum Schengen sé ekki merkilegt. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu en í frétt á vef þess kemur fram að frá því að Úlfar Lúðvíksson tók við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum árið 2020 hefur þeim sem vísað er frá landinu á landamærum fjölgað um 822 prósent. Úlfar segir um stefnubreytingu í landamæraeftirliti að ræða en hann segist hafa áttað sig á því að eftirlit lögreglu á innri landamærum á Keflavíkurflugvelli var ekki sem skyldi. Þeir sem lögreglan snýr við á landamærum séu flestir með tengsl við glæpahópa. Oftast sé um farþega að ræða sem koma utan Schengen svæðisins. „Sá vandræðagangur sem við höfum upplifað inni í landinu yfir mjög langt árabil stafar meðal annars af litlu eftirliti á innri landamærum á flugvellinum.“ Vaxandi vandi Hann segir tölurnar sýna að þrátt fyrir að hér sé ekki reglubundið eftirlit á innri landamærum Schengen svæðisins þá sé vel hægt að halda óæskilegum mönnum frá landinu með eftirliti á flugvellinum. „Okkur ber til að mynda engin skylda til að taka við glæpamönnum frá Danmörku eða Svíþjóð og við sjáum það á umræðu síðustu daga að innri landamæri á milli þessara tveggja ríkja eru mjög í fréttum og Danir og Svíar velta fyrir sér úrræðum á innri landamærum.“ Eftirlit þjóða á innri landamærum Schengen ómerkilegt Árangurinn hér náist að mestu vegna frumkvæðisvinnu lögreglu og tollvarða á flugvellinum en einnig sé rýnt í gögn úr íslenska lögreglukerfinu. Þar segir Úlfar góðar upplýsingar um brotamenn. „Þessi mál verða fæst til með leit í eftirlitskerfi Schengen. Það er nú einu sinni þannig að eftirlit þjóða á innri landamærum Schengen er ekki merkilegt, þar liggur hundurinn grafinn. Þannig að þessir einstaklingar sem koma til Íslands og við erum að frávísa á innri landamærum Schengen hafa komið inn á ytri landamæri annars staðar en á Íslandi og svo valsa þeir innan girðinga.“ Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu en í frétt á vef þess kemur fram að frá því að Úlfar Lúðvíksson tók við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum árið 2020 hefur þeim sem vísað er frá landinu á landamærum fjölgað um 822 prósent. Úlfar segir um stefnubreytingu í landamæraeftirliti að ræða en hann segist hafa áttað sig á því að eftirlit lögreglu á innri landamærum á Keflavíkurflugvelli var ekki sem skyldi. Þeir sem lögreglan snýr við á landamærum séu flestir með tengsl við glæpahópa. Oftast sé um farþega að ræða sem koma utan Schengen svæðisins. „Sá vandræðagangur sem við höfum upplifað inni í landinu yfir mjög langt árabil stafar meðal annars af litlu eftirliti á innri landamærum á flugvellinum.“ Vaxandi vandi Hann segir tölurnar sýna að þrátt fyrir að hér sé ekki reglubundið eftirlit á innri landamærum Schengen svæðisins þá sé vel hægt að halda óæskilegum mönnum frá landinu með eftirliti á flugvellinum. „Okkur ber til að mynda engin skylda til að taka við glæpamönnum frá Danmörku eða Svíþjóð og við sjáum það á umræðu síðustu daga að innri landamæri á milli þessara tveggja ríkja eru mjög í fréttum og Danir og Svíar velta fyrir sér úrræðum á innri landamærum.“ Eftirlit þjóða á innri landamærum Schengen ómerkilegt Árangurinn hér náist að mestu vegna frumkvæðisvinnu lögreglu og tollvarða á flugvellinum en einnig sé rýnt í gögn úr íslenska lögreglukerfinu. Þar segir Úlfar góðar upplýsingar um brotamenn. „Þessi mál verða fæst til með leit í eftirlitskerfi Schengen. Það er nú einu sinni þannig að eftirlit þjóða á innri landamærum Schengen er ekki merkilegt, þar liggur hundurinn grafinn. Þannig að þessir einstaklingar sem koma til Íslands og við erum að frávísa á innri landamærum Schengen hafa komið inn á ytri landamæri annars staðar en á Íslandi og svo valsa þeir innan girðinga.“
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira