Annar skemmdarvargurinn handtekinn en hinn á bak og burt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. ágúst 2024 14:54 Töluverðar skemmdir hafa verið unnar á klæðningu byggingarinnar við Guðrúnartún 1. Vísir/Vilhelm Tvo daga í röð voru framin eignaspjöll í og við bygginguna sem stendur við Guðrúnartún 1 í Reykjavík. Í gærmorgun braust þangað inn maður sem braut rúðu og olli öðrum eignaspjöllum innandyra og á mánudagsmorgun gekk annar maður berserksgang fyrir utan húsið, braut þar flísar af klæðningu hússins og framdi önnur skemmdarverk á bílastæðinu við húsið. Hinn síðarnefndi var handtekinn skammt frá vettvangi en hinn var á bak og burt þegar lögreglu bar að garði. Enginn er í varðhaldi vegna málanna sem rannsökuð erum sem aðskilin. Þetta staðfestir Ásmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi, en Rúv greindi fyrst frá. Húsið sem um ræðir hýsir meðal annars starfsemi ASÍ, Geðhjálpar, Eflingar og Gildis lífeyrissjóðs svo fátt eitt sé nefnt. Þótt bæði mál varði eignaspjöll á sömu byggingu er um tvö aðskilin mál að ræða.Vísir/Vilhelm „Þarna er einhver aðili sem kemur þarna inn og fer að hamast á einhverri hurð með þeim afleiðingum að læsingin á hurðinni var skemmd á eftir. Svo gekk hann upp á aðra hæð og skemmdi þar líka læsingu á annarri hurð með því að reyna að komast eitthvað þar inn og í kjölfarið brotnaði þarna rúða,“ segir Ásmundur um atvikið í gærmorgun. Þetta var um hálf níu leytið og var starfsfólk í húsinu sem varð vart við manninn en hann var horfinn af vettvangi þegar lögregla kom á vettvang. Ekki er búið að hafa uppi á manninum og ekki vitað hver var að verki og er málið til rannsóknar. Í hinu málinu er um að ræða aðila sem lögregla handtók þar sem hann var á leið í burtu frá vettvangi eftir að hafa valdið töluverðum eignaspjöllum utandyra, bæði á bílastæði og byggingunni sjálfri. „Hann var vistaður hér og tekin af honum skýrsla en hann er laus,“ segir Ásmundur. Maðurinn, sem lögregla hefur áður þurft að hafa afskipti af, var handtekinn rétt fyrir hádegi á mánudaginn og látinn laus um níu á mánudagskvöldið. Ekki þykir líklegt að sami maður hafi verið að verki. Starfsfólki brugðið Tjörfi Berndsen, formaður stjórnar húsfélagsins í Guðrúnartúni 1, segir að starfsfólki hafi vissulega verið brugðið vegna þessa. Starfsfólki hafi sem betur fer ekki orðið meint af en atvikin kalli á að farið verði betur yfir öryggisferla í húsinu. „Það var ekki ráðist á fólk,“ segir Tjörfi í samtali við Vísi. „Auðvitað er fólki brugðið. Tveir svona atburðir, tvo daga í röð, eru óþægilegir fyrir alla. Ég geri ráð fyrir að við kærum og tilkynnum til tryggingafélags og svo þarf auðvitað bara að gera við þetta. En aðalatriðið er það að við endurskoðum aðeins okkar öryggisferla og aðgengi að húsinu svona eins og við getum, en samt veita þjónustu við félagsfólk og annað slíkt,“ segir Tjörfi. Númer eitt, tvö og þrjú sé að gæta öryggis starfsfólks. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum eru skemmdirnar á húsinu töluverðar. Ummerki um berserksgang í Guðrúnartúni.Vísir/Vilhelm Skemmdarverkin voru unnin á mánduagsmorgun.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira
Hinn síðarnefndi var handtekinn skammt frá vettvangi en hinn var á bak og burt þegar lögreglu bar að garði. Enginn er í varðhaldi vegna málanna sem rannsökuð erum sem aðskilin. Þetta staðfestir Ásmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi, en Rúv greindi fyrst frá. Húsið sem um ræðir hýsir meðal annars starfsemi ASÍ, Geðhjálpar, Eflingar og Gildis lífeyrissjóðs svo fátt eitt sé nefnt. Þótt bæði mál varði eignaspjöll á sömu byggingu er um tvö aðskilin mál að ræða.Vísir/Vilhelm „Þarna er einhver aðili sem kemur þarna inn og fer að hamast á einhverri hurð með þeim afleiðingum að læsingin á hurðinni var skemmd á eftir. Svo gekk hann upp á aðra hæð og skemmdi þar líka læsingu á annarri hurð með því að reyna að komast eitthvað þar inn og í kjölfarið brotnaði þarna rúða,“ segir Ásmundur um atvikið í gærmorgun. Þetta var um hálf níu leytið og var starfsfólk í húsinu sem varð vart við manninn en hann var horfinn af vettvangi þegar lögregla kom á vettvang. Ekki er búið að hafa uppi á manninum og ekki vitað hver var að verki og er málið til rannsóknar. Í hinu málinu er um að ræða aðila sem lögregla handtók þar sem hann var á leið í burtu frá vettvangi eftir að hafa valdið töluverðum eignaspjöllum utandyra, bæði á bílastæði og byggingunni sjálfri. „Hann var vistaður hér og tekin af honum skýrsla en hann er laus,“ segir Ásmundur. Maðurinn, sem lögregla hefur áður þurft að hafa afskipti af, var handtekinn rétt fyrir hádegi á mánudaginn og látinn laus um níu á mánudagskvöldið. Ekki þykir líklegt að sami maður hafi verið að verki. Starfsfólki brugðið Tjörfi Berndsen, formaður stjórnar húsfélagsins í Guðrúnartúni 1, segir að starfsfólki hafi vissulega verið brugðið vegna þessa. Starfsfólki hafi sem betur fer ekki orðið meint af en atvikin kalli á að farið verði betur yfir öryggisferla í húsinu. „Það var ekki ráðist á fólk,“ segir Tjörfi í samtali við Vísi. „Auðvitað er fólki brugðið. Tveir svona atburðir, tvo daga í röð, eru óþægilegir fyrir alla. Ég geri ráð fyrir að við kærum og tilkynnum til tryggingafélags og svo þarf auðvitað bara að gera við þetta. En aðalatriðið er það að við endurskoðum aðeins okkar öryggisferla og aðgengi að húsinu svona eins og við getum, en samt veita þjónustu við félagsfólk og annað slíkt,“ segir Tjörfi. Númer eitt, tvö og þrjú sé að gæta öryggis starfsfólks. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum eru skemmdirnar á húsinu töluverðar. Ummerki um berserksgang í Guðrúnartúni.Vísir/Vilhelm Skemmdarverkin voru unnin á mánduagsmorgun.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira