Flýgur þyrlunni á myndbandinu og braut engar reglur Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. ágúst 2024 11:09 Fjöldi ferðamanna hefur lagt leið sína á gosstöðvarnar undanfarna daga. Sumir taka myndir úr lofti með dróna. Vísir/vilhelm Þyrluflugmaður segir að drónaflugmenn hafi verið að fljúga drónum sínum alltof hátt við gosstöðvarnar síðustu daga, og það skapi hættu fyrir þyrlur. Drónaflugmaður segir að það séu pottþétt einhverjir drónaflugmenn sem fljúgi of hátt, en það sé aðallega almenningur með dróna. Umræðan um háloftin við gosstöðvarnar kemur í kjölfar fréttar sem birtist í gær, þar sem þyrla sást í lágflugi við eldgosið. Drónaflugmaður tók myndband af þessu og sagði áberandi hve nálægt gígnum þyrluflugmennirnir fóru. Einn þyrluflugmaðurinn hafi farið niður í um sjötíu metra hæð. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu er mönnuðum loftförum ekki heimilt að fara neðar en 500 fet (um 150 metrum) frá jörðu, nema í flugtaki og lendingu. Þyrlan í ljósmyndaflugi og hafi ekki brotið reglur Reynir Freyr Pétursson, hjá þyrluflugfyrirtækinu HeliAir Iceland, segir að umrætt myndband sé af sér. Hann segir að engar reglur hafi verið brotnar við þetta flug, og að öllu farið með gát. Hann segir að HeliAir Iceland sé með svokallað Special Operation leyfi, sem hann segir hafa verið kallað verkflugsheimildir í gamla daga. Reynir Freyr Pétursson þyrluflugmaður hjá HeilAir Iceland, sem flaug með félagana í Galtalæk og hafði gaman af.Magnús Hlynur Hreiðarsson „HeliAir Iceland er með leyfi fyrir ljósmyndaflug og líka high risk approval sem gerir okkur kleift að fara undir lágmarks flughæðir í ljósmyndaflugi og kvikmyndaflugi. Einnig var flogið fyrir utan haftasvæðið sem er í gildi við gosstöðvarnar,“ segir Reynir. Hann segir að svona lágflug sé eingöngu gert í ljósmyndaflugi, aldrei í farþegaflugi. „Það er algjör misskilningur hjá drónaflugmönnum að þeir eigi flughelgina undir 500 fetunum. Þetta snýst allt um að menn taki tillit hver til annars og öryggi sé í fyrirrúmi,“ segir Reynir. „Venjulega hefur þetta ekki verið neitt stórkostlegt vandamál. Flestir drónar færa sig frá þegar það kemur flugfar. Það vill enginn drónamaður vera þess valdandi að einhver þyrla nauðlendi útaf þeim,“ segir hann. Hann kippir sér ekkert upp við það þótt drónarnir fljúgi stundum ofar en þeir mega til að ná góðum skotum, svo lengi sem það sé ekki gert innan um önnur flugför. „Á meðan það er einhver skynsemi þarf þetta ekki að vera neitt vandamál,“ segir hann. Pottþétt einhverjir sem fljúgi of hátt Ísak Atli Finnbogason drónaflugmaður, segir að það geti verið að einhverjir drónar séu of hátt uppi. Það séu þó ekki fagmenn. Ísak Atli Finnbogason hefur vakið athygli fyrir beinar útsendingar af gosstöðvunum úr drónum. „Það er haugur af fólki sem er að fara frá bílastæðinu við Grindavíkurveg sem er að dúndra drónunum sínum út, og þau eru ekkert að pæla í hæðarlínunni,“ segir Ísak. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu mega drónar almennt ekki fljúga hærra en 120 metrum yfir jörðu. Hann segir að fagmenn í drónaupptökum fylgi yfirleitt öllum reglum. Þyrlur séu reglulega í lágflugi á svæðinu. „Við fáum tilkynningu á fjarstýringuna okkar þegar það er að koma þyrla, og þá getur maður verið vakandi,“ segir hann. Sem dæmi hafi komið tilkynning um að Landhelgisgæslan væri á flugi í gær, og þá hafi hann lækkað drónann eins og hann gat, því Landhelgisgæslan sé oft í miklu lágflugi. Hann telur að það þurfi að fræða fólk betur um drónaflug og hæðartakmarkanir. Fá ábendingar um flughæðir bæði dróna og þyrlna Samgöngustofa fær ábendingar um flughæðir, sem varða ýmist meint lágflug þyrlna og flugvéla og dróna sem talið er að fljúgi of hátt. Þetta kemur fram í skriflegu svari Samgöngustofu til fréttastofu. Þá segir að það hafi reynst nokkuð snúið að sanna flughæðir með ljósmyndum einum saman, því fjarlægðir og afstaða geti haft áhrif. „Loftrými er takmörkuð auðlind. Til að allir geti nýtt það á öruggan hátt er afar brýnt að allir flugmenn, bæði loftfara og dróna, fylgi settum reglum. Mönnuðum loftförum er ekki heimilt að fara neðar en 500 fet (um 150 metrum) frá jörðu, nema í flugtaki og lendingu. Hafi strangari reglur ekki verið settar við eldgosið, mega drónar almennt ekki fljúga hærra en 120 metrum yfir jörðu. Þeir skulu víkja fyrir mönnuðum loftförum og þeim má ekki fljúga utan sjónsviðs stjórnanda hans,“ segir Þórhildur Elínardóttir hjá Samgöngustofu. Hér má finna almennar upplýsingar um notkun dróna. Fjallað var um mikinn áhuga ferðamanna á eldgosinu í fréttum Stöðvar 2 í gær. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Fréttir af flugi Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Umræðan um háloftin við gosstöðvarnar kemur í kjölfar fréttar sem birtist í gær, þar sem þyrla sást í lágflugi við eldgosið. Drónaflugmaður tók myndband af þessu og sagði áberandi hve nálægt gígnum þyrluflugmennirnir fóru. Einn þyrluflugmaðurinn hafi farið niður í um sjötíu metra hæð. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu er mönnuðum loftförum ekki heimilt að fara neðar en 500 fet (um 150 metrum) frá jörðu, nema í flugtaki og lendingu. Þyrlan í ljósmyndaflugi og hafi ekki brotið reglur Reynir Freyr Pétursson, hjá þyrluflugfyrirtækinu HeliAir Iceland, segir að umrætt myndband sé af sér. Hann segir að engar reglur hafi verið brotnar við þetta flug, og að öllu farið með gát. Hann segir að HeliAir Iceland sé með svokallað Special Operation leyfi, sem hann segir hafa verið kallað verkflugsheimildir í gamla daga. Reynir Freyr Pétursson þyrluflugmaður hjá HeilAir Iceland, sem flaug með félagana í Galtalæk og hafði gaman af.Magnús Hlynur Hreiðarsson „HeliAir Iceland er með leyfi fyrir ljósmyndaflug og líka high risk approval sem gerir okkur kleift að fara undir lágmarks flughæðir í ljósmyndaflugi og kvikmyndaflugi. Einnig var flogið fyrir utan haftasvæðið sem er í gildi við gosstöðvarnar,“ segir Reynir. Hann segir að svona lágflug sé eingöngu gert í ljósmyndaflugi, aldrei í farþegaflugi. „Það er algjör misskilningur hjá drónaflugmönnum að þeir eigi flughelgina undir 500 fetunum. Þetta snýst allt um að menn taki tillit hver til annars og öryggi sé í fyrirrúmi,“ segir Reynir. „Venjulega hefur þetta ekki verið neitt stórkostlegt vandamál. Flestir drónar færa sig frá þegar það kemur flugfar. Það vill enginn drónamaður vera þess valdandi að einhver þyrla nauðlendi útaf þeim,“ segir hann. Hann kippir sér ekkert upp við það þótt drónarnir fljúgi stundum ofar en þeir mega til að ná góðum skotum, svo lengi sem það sé ekki gert innan um önnur flugför. „Á meðan það er einhver skynsemi þarf þetta ekki að vera neitt vandamál,“ segir hann. Pottþétt einhverjir sem fljúgi of hátt Ísak Atli Finnbogason drónaflugmaður, segir að það geti verið að einhverjir drónar séu of hátt uppi. Það séu þó ekki fagmenn. Ísak Atli Finnbogason hefur vakið athygli fyrir beinar útsendingar af gosstöðvunum úr drónum. „Það er haugur af fólki sem er að fara frá bílastæðinu við Grindavíkurveg sem er að dúndra drónunum sínum út, og þau eru ekkert að pæla í hæðarlínunni,“ segir Ísak. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu mega drónar almennt ekki fljúga hærra en 120 metrum yfir jörðu. Hann segir að fagmenn í drónaupptökum fylgi yfirleitt öllum reglum. Þyrlur séu reglulega í lágflugi á svæðinu. „Við fáum tilkynningu á fjarstýringuna okkar þegar það er að koma þyrla, og þá getur maður verið vakandi,“ segir hann. Sem dæmi hafi komið tilkynning um að Landhelgisgæslan væri á flugi í gær, og þá hafi hann lækkað drónann eins og hann gat, því Landhelgisgæslan sé oft í miklu lágflugi. Hann telur að það þurfi að fræða fólk betur um drónaflug og hæðartakmarkanir. Fá ábendingar um flughæðir bæði dróna og þyrlna Samgöngustofa fær ábendingar um flughæðir, sem varða ýmist meint lágflug þyrlna og flugvéla og dróna sem talið er að fljúgi of hátt. Þetta kemur fram í skriflegu svari Samgöngustofu til fréttastofu. Þá segir að það hafi reynst nokkuð snúið að sanna flughæðir með ljósmyndum einum saman, því fjarlægðir og afstaða geti haft áhrif. „Loftrými er takmörkuð auðlind. Til að allir geti nýtt það á öruggan hátt er afar brýnt að allir flugmenn, bæði loftfara og dróna, fylgi settum reglum. Mönnuðum loftförum er ekki heimilt að fara neðar en 500 fet (um 150 metrum) frá jörðu, nema í flugtaki og lendingu. Hafi strangari reglur ekki verið settar við eldgosið, mega drónar almennt ekki fljúga hærra en 120 metrum yfir jörðu. Þeir skulu víkja fyrir mönnuðum loftförum og þeim má ekki fljúga utan sjónsviðs stjórnanda hans,“ segir Þórhildur Elínardóttir hjá Samgöngustofu. Hér má finna almennar upplýsingar um notkun dróna. Fjallað var um mikinn áhuga ferðamanna á eldgosinu í fréttum Stöðvar 2 í gær.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Fréttir af flugi Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira