Vinícius og félagar ganga af velli verði hann fyrir kynþáttaníði á nýjan leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2024 12:31 Viní Jr. mun ekki láta atvik eins og gegn Valencia viðgangast í framtíðinni. Einn af áhorfendum þessa leiks var á endanum sakfelldur fyrir kynþáttafordóma. Mateo Villalba/Getty Images Brasilíumaðurinn Vinícius Júnior segir að hann og liðsfélagar hans í Real Madríd muni ganga af velli verði hann fyrir kynþáttaníði í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, á þessari leiktíð. Leikmaðurinn hefur orðið fyrir barðinu á rasistum oftar en einu sinni á ferli sínum á Spáni. Eitt alvarlegasta dæmið kom upp í maí á síðasta ári þegar Real heimsótti Valencia. Eftir lögreglurannsókn á því sem fór þar fram var áhorfandi dæmdur í fangelsi fyrir kynþáttahatur. Var það í fyrsta sinn sem einstaklingur var sakfelldur fyrir slíkt á Spáni. Kynþáttaníðið í Valencia var hins vegar ekki einsdæmi og mátti Viní Jr. þola slíkt gegn Barcelona, Mallorca, Real Valladolid, Pamplona, Sevilla og í kringum nágrannaslaginu gegn Atlético Madríd. Í viðtali við CNN fréttastofuna á miðvikudag sagði Viní Jr. að í ár myndu hann og liðsfélagar hans bregðast við á annan hátt en undanfarin ár. „Við tölum meira um þetta innan félagsins, ekki bara ég heldur allir leikmenn Real. Við höfum komist að þeirri niðurstöðu af ef slíkt gerist aftur þá göngum við saman af velli.“ „Við vitum vel að það eru ekki eingöngu rasistar í stúkunni og nær allir eru eingöngu þar til að fylgjast með leiknum. En þar sem okkur finnst hlutirnir verða verri og verri með hverju skiptinu þurfum við að fara af velli til að knýja fram breytingar,“ sagði Viní Jr. í viðtalinu. Vinícius Júnior said he and his Real Madrid teammates will walk off the pitch if he faces more racist abuse from fans in LALIGA this season.(via @CNN) pic.twitter.com/nC0x7NG2R7— ESPN FC (@ESPNFC) August 28, 2024 Forráðamenn La Liga hafa biðlað til stjórnvalda á Spáni í von um að deildin fái að taka á málum sem þessum en sem stendur þarf deildin að safna sönnunargögnum og senda til lögreglu. Það skilar ekki alltaf árangri. Deildin fagnar einnig dómnum sem féll eftir atvikið í Valencia þar sem hún telur það senda skýr skilaboð. „Ég sé og finn mun í dag. Ef til vill eru ákveðnir áhorfendur enn rasistar en þeir eru hræddir við að tjá sig á knattspyrnuvellinum þar sem það er mikið af myndavélum. Þannig tekst okkur hægt og rólega að minnka rasismann. Við munum að sjálfsögðu ekki ná að binda enda á hann en ég er glaður þar sem okkur hefur tekist að breyta hugarfarinu,“ sagði Viní Jr. að endingu í viðtalinu. Fótbolti Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Sjá meira
Leikmaðurinn hefur orðið fyrir barðinu á rasistum oftar en einu sinni á ferli sínum á Spáni. Eitt alvarlegasta dæmið kom upp í maí á síðasta ári þegar Real heimsótti Valencia. Eftir lögreglurannsókn á því sem fór þar fram var áhorfandi dæmdur í fangelsi fyrir kynþáttahatur. Var það í fyrsta sinn sem einstaklingur var sakfelldur fyrir slíkt á Spáni. Kynþáttaníðið í Valencia var hins vegar ekki einsdæmi og mátti Viní Jr. þola slíkt gegn Barcelona, Mallorca, Real Valladolid, Pamplona, Sevilla og í kringum nágrannaslaginu gegn Atlético Madríd. Í viðtali við CNN fréttastofuna á miðvikudag sagði Viní Jr. að í ár myndu hann og liðsfélagar hans bregðast við á annan hátt en undanfarin ár. „Við tölum meira um þetta innan félagsins, ekki bara ég heldur allir leikmenn Real. Við höfum komist að þeirri niðurstöðu af ef slíkt gerist aftur þá göngum við saman af velli.“ „Við vitum vel að það eru ekki eingöngu rasistar í stúkunni og nær allir eru eingöngu þar til að fylgjast með leiknum. En þar sem okkur finnst hlutirnir verða verri og verri með hverju skiptinu þurfum við að fara af velli til að knýja fram breytingar,“ sagði Viní Jr. í viðtalinu. Vinícius Júnior said he and his Real Madrid teammates will walk off the pitch if he faces more racist abuse from fans in LALIGA this season.(via @CNN) pic.twitter.com/nC0x7NG2R7— ESPN FC (@ESPNFC) August 28, 2024 Forráðamenn La Liga hafa biðlað til stjórnvalda á Spáni í von um að deildin fái að taka á málum sem þessum en sem stendur þarf deildin að safna sönnunargögnum og senda til lögreglu. Það skilar ekki alltaf árangri. Deildin fagnar einnig dómnum sem féll eftir atvikið í Valencia þar sem hún telur það senda skýr skilaboð. „Ég sé og finn mun í dag. Ef til vill eru ákveðnir áhorfendur enn rasistar en þeir eru hræddir við að tjá sig á knattspyrnuvellinum þar sem það er mikið af myndavélum. Þannig tekst okkur hægt og rólega að minnka rasismann. Við munum að sjálfsögðu ekki ná að binda enda á hann en ég er glaður þar sem okkur hefur tekist að breyta hugarfarinu,“ sagði Viní Jr. að endingu í viðtalinu.
Fótbolti Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Sjá meira