Segir sveitarfélögin á landsbyggðinni „eins og þriðja heims ríki“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. ágúst 2024 08:55 Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, er ómyrkur í máli þegar kemur að Búrfellslundi. „Ég hef sagt það í langan tíma að þessi sveitarfélög úti á landi sem eru með orkumannvirki eru eins og þriðja heims ríki þar sem aðrar þjóðir koma og taka auðlindirnar og fara með þær.“ Þetta segir Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, í Bændablaðinu um fyrirhugaðan vindmyllugarð við Búrfell. Sveitarstjórnin í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hefur gagnrýnt áform um svokallaðan Búrfellslund en Haraldur fordæmir meðal annars að á meðan vindmyllugarðurinn muni hafa áhrif á þrjú sveitarfélög hafi aðeins eitt þeirra, Rangárþing ytra, stjórnsýslulega aðkomu að málinu. „Við viljum meina að skuggavarpið og hljóðmengunin sé takmörkun á landnotkun okkar sveitarfélags,“ segir Haraldur. Hann gagnrýnir einnig að nú þegar sé búið að selja orkuna en Landsvirkjun hafi gert orkusamning við Laxey í Vestmannaeyjum þar sem ein af forsendunum er sú að Búrfellslundur verði kominn í notkun í árslok 2026. Haraldur segir ávinning nærsamfélagsins af vindorkugörðum engan. Um sé að ræða enn eitt orkuverið sem rísi á landsbyggðinni þar sem efnahagslegu áhrifin og ávinningurinn verða annars staðar. „Ég hef sagt það í langan tíma að þessi sveitarfélög úti á landi sem eru með orkumannvirki eru eins og þriðja heims ríki þar sem aðrar þjóðir koma og taka auðlindirnar og fara með þær. Uppsett afl sem framleitt er í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er yfir 500 megavött. Það er nóg fyrir öll heimili og fyrirtæki á Íslandi ef þú undanskilur þessa ellefu viðskiptavini sem eru stórnotendur. Ávinningur okkar af þessari starfsemi er ekki til staðar. Það er komið að skuldadögum í þessum málum, við munum ekki sætta okkur við óbreytt ástand,“ segir Haraldur. Hér má finna umfangsmikla umfjöllun Bændablaðsins um málið. Orkumál Vindorka Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sveitarstjórnarmál Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Þetta segir Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, í Bændablaðinu um fyrirhugaðan vindmyllugarð við Búrfell. Sveitarstjórnin í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hefur gagnrýnt áform um svokallaðan Búrfellslund en Haraldur fordæmir meðal annars að á meðan vindmyllugarðurinn muni hafa áhrif á þrjú sveitarfélög hafi aðeins eitt þeirra, Rangárþing ytra, stjórnsýslulega aðkomu að málinu. „Við viljum meina að skuggavarpið og hljóðmengunin sé takmörkun á landnotkun okkar sveitarfélags,“ segir Haraldur. Hann gagnrýnir einnig að nú þegar sé búið að selja orkuna en Landsvirkjun hafi gert orkusamning við Laxey í Vestmannaeyjum þar sem ein af forsendunum er sú að Búrfellslundur verði kominn í notkun í árslok 2026. Haraldur segir ávinning nærsamfélagsins af vindorkugörðum engan. Um sé að ræða enn eitt orkuverið sem rísi á landsbyggðinni þar sem efnahagslegu áhrifin og ávinningurinn verða annars staðar. „Ég hef sagt það í langan tíma að þessi sveitarfélög úti á landi sem eru með orkumannvirki eru eins og þriðja heims ríki þar sem aðrar þjóðir koma og taka auðlindirnar og fara með þær. Uppsett afl sem framleitt er í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er yfir 500 megavött. Það er nóg fyrir öll heimili og fyrirtæki á Íslandi ef þú undanskilur þessa ellefu viðskiptavini sem eru stórnotendur. Ávinningur okkar af þessari starfsemi er ekki til staðar. Það er komið að skuldadögum í þessum málum, við munum ekki sætta okkur við óbreytt ástand,“ segir Haraldur. Hér má finna umfangsmikla umfjöllun Bændablaðsins um málið.
Orkumál Vindorka Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sveitarstjórnarmál Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira