Foreldrar eiga að vera leiðinlegir Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. ágúst 2024 09:53 Ársæll heldur námskeið á vegum Endurmenntunar um mikilvægi þess að segja nei við börn sín. Vísir Foreldrar eiga að vera leiðinlegustu manneskjur sem börnin þeirra þekkja. Þetta segir Ársæll Arnarsson prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands sem heldur þessa dagana námskeið um þá list að vera leiðinlegt foreldri. Hann segir feður ólíklegri til þess að segja nei og segir algengt að skólum sé kennt um leiðinlegar reglur á heimilinu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Bítinu á Bylgjunni. Ársæll segir alla sem eignast börn hafa í upphafi ætlað sér að vera rosalega skemmtileg og gera skemmtilega hluti. Síðan sé raunveruleikinn sá að næstum allt sem sagt er við börnin er „nei“ eða „ekki.“ „Það er nauðsynlegt að við gerum okkur grein fyrir því að það er mjög mikilvægur hlutur að segja nei við barn. Það er þetta að við erum auðvitað að kenna barninu. Markmiðið með því að vera foreldri er að gera börnin sjálfstæð.“ Ársæll segir kaldhæðnislegt að foreldrar „eignist“ börnin þegar markmiðið sé að þau muni ekki alltaf þurfa á þeim að halda. Þá þurfi þau að læra að standa á eigin fótum, læra á samskipti, hvernig skuli hegða sér. Leiðinlegur en með markmið Hann rifjar upp skets úr grínþáttunum Stelpurnar þar sem kona ein leggst á jörðina grátandi þegar hún fær ekki það sem hún vill. Fólk læri að slík hegðun sé ekki boðleg. „Þú verður að hætta þessu og einhvern tímann lærum við þetta og margt margt annað. Yfirleitt er það með því að foreldrar okkar setja okkur ákveðin mörk.“ En maður getur ekki alltaf verið leiðinlegur? Ekki sagt nei í hvert einasta sinn sem er beðið um eitthvað? „Nei, þá hefði ég talað um að markmiðið með foreldrahlutverkinu væri að vera leiðinlegur en það er það alls ekki. Listin að vera leiðinlegt foreldri er það að maður er leiðinlegur með ákveðið markmið í huga. Þú ert ekki leiðinlegur af því að það er búið að vera erfitt í vinnunni, þú ert þreytt eða ekki búin að borða. Þú ert leiðinlegur þegar það þarf, til þess að hjálpa barninu að læra ákveðna hegðun.“ Ársæll segir alla foreldra lenda í því að það sé ósamræmi í því sem þau geri. Ef þau séu í góðu skapi þá sé allt leyfilegt en ef þau eru það ekki, í slæmu skapi, þá megi kannski ekki neitt. Margir tengi við þetta en þetta sé ekki rétta leiðin. „Við eigum að vera samkvæm sjálfum okkur og búa til ákveðinn ramma sem barnið getur hreyft sig innan með ákveðinni vissu um að þetta sé í lagi en að þetta sé ekki í lagi.“ Feður reyni frekar að vera skemmtilegir Ársæll segist telja að feður geri meira af þessu. Draga sig út og vera skemmtilegir, vera fjöruga foreldrið þegar það á við og skilji hitt eftir fyrir mæðurnar. „Þá ertu í raun og veru bæði að bregðast barninu þínu og auðvitað að bregðast konunni þinni. Þetta er auðvitað mjög mikilvægt og feður hafa auðvitað mikilvægt hlutverk í uppeldi barnanna sinna.“ Ársæll segir báða foreldra absalút eiga að vera leiðinlegir. Þeir þurfi að gera sér grein fyrir markmiðinu, en eigi ekki að vera leiðinlegir til þess eins að vera leiðinlegir. Snýst allt um rammann Ársæll segir um svokallaðan „já dag,“ þar sem foreldrar segi já í heilan dag við börn sín og allt sé leyfilegt, að hann sjái ekkert að því sem slíku. Listin að vera leiðinlegt foreldri snúist um rammann. „Að gefa krökkum ramma og ef þetta er ramminn sem þú vilt vinna eftir þá er ekkert að því í sjálfu sér að gera þetta einstöku sinnum. Vandamálið er það að við erum auðvitað að undirbúa börnin okkar undir líf án okkar þar sem þau hafa okkur ekki alltaf við hliðina á sér,“ segir Ársæll. „Ef maður segir já alltaf við börnin sín og þau komast upp með hvað sem er og við elskum þau skilyrðislaust, sem við gerum, að þá þegar þessir krakkar koma út í lífið þá er þetta auðvitað eina hegðunin sem þau kunna. Þau kunna bara að fara eftir eigin vilja og eigin óskum og lífið segir náttúrulega bara nei.“ Ársæll segir að þá annað hvort þurfi þau að láta annað fólk ala þau upp, sem ekki er eins tengt þeim og elskar þau ekki eins innilega og foreldrar þeirra, eða þá að þau verði þunglynd, kvíðin og kunni ekki að hegða sér. Þægilegt að kenna skólanum um Talið í Bítinu berst að hópreglum, til dæmis í árgöngum í skólum þegar kemur að skjánotkun sem dæmi. Ársæll segir algengt að foreldrar grípi til slíkra reglna í samskiptum við börnin sín. „Reglur í bekkjum og í árgöngum í skólum eru auðvitað mjög þægilegar. Þá geturðu sagt: „Já þetta er bara reglan,“ þetta er svona ákveðið „cop-out,“ þú ert ekki að taka ábyrgðina, þú ert ekki leiðinlegi aðilinn, það er kennarinn í skólanum sem sagði þér að gera þetta. Þetta er auðvitað uppeldi fyrir ábyrgðarlaust fólk.“ Ársæll segir að foreldrar þurfi að gera sér grein fyrir því að á endanum beri þeir ábyrgð á börnunum sínum. Það sé ekki allt sem gerist þeim að kenna. Um það snúist ekki ábyrgð. „Það er ekki heldur þannig að við þurfum að leysa öll mál, en við berum ábyrgðina. Við berum ábyrgðina á því að leita aðstoðar ef við þurfum á því að halda og svo framvegis og það finnst mér svolítið vanta. Ég held við séum stundum búin að útvista þessu hlutverki. Við viljum að skólinn sjái um þetta að ala börnin okkar upp og það er náttúrulega bara rugl. Skólinn á að kenna og á ekkert að gera neitt mikið meira en það, það er hlutverk skólans, það er ekki að ala upp börnin okkar.“ Hann segist sjálfur vilja vera leiðinlegasta manneskjan sem börnin hans kynnast. Það sé óraunhæft en hann reyni sitt besta. „Bæði að barnið mitt hafi félagslega færni þegar það kemur út í lífið og líka að það viti hvernig maður eigi að takast á við það þegar fólk er ósanngjarnt og leiðinlegt við mann. Það er ekki þér endilega að kenna, það kannski liggur hjá einstaklingnum. Þetta er alltaf þessi dans, þú vilt gera eitthvað fyrir aðra, vilt þjóna öðrum að einhverju leyti en þú þarft líka að standa klár á þér sem einstakling og virða þín mörk.“ Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Bítið Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fleiri fréttir Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Bítinu á Bylgjunni. Ársæll segir alla sem eignast börn hafa í upphafi ætlað sér að vera rosalega skemmtileg og gera skemmtilega hluti. Síðan sé raunveruleikinn sá að næstum allt sem sagt er við börnin er „nei“ eða „ekki.“ „Það er nauðsynlegt að við gerum okkur grein fyrir því að það er mjög mikilvægur hlutur að segja nei við barn. Það er þetta að við erum auðvitað að kenna barninu. Markmiðið með því að vera foreldri er að gera börnin sjálfstæð.“ Ársæll segir kaldhæðnislegt að foreldrar „eignist“ börnin þegar markmiðið sé að þau muni ekki alltaf þurfa á þeim að halda. Þá þurfi þau að læra að standa á eigin fótum, læra á samskipti, hvernig skuli hegða sér. Leiðinlegur en með markmið Hann rifjar upp skets úr grínþáttunum Stelpurnar þar sem kona ein leggst á jörðina grátandi þegar hún fær ekki það sem hún vill. Fólk læri að slík hegðun sé ekki boðleg. „Þú verður að hætta þessu og einhvern tímann lærum við þetta og margt margt annað. Yfirleitt er það með því að foreldrar okkar setja okkur ákveðin mörk.“ En maður getur ekki alltaf verið leiðinlegur? Ekki sagt nei í hvert einasta sinn sem er beðið um eitthvað? „Nei, þá hefði ég talað um að markmiðið með foreldrahlutverkinu væri að vera leiðinlegur en það er það alls ekki. Listin að vera leiðinlegt foreldri er það að maður er leiðinlegur með ákveðið markmið í huga. Þú ert ekki leiðinlegur af því að það er búið að vera erfitt í vinnunni, þú ert þreytt eða ekki búin að borða. Þú ert leiðinlegur þegar það þarf, til þess að hjálpa barninu að læra ákveðna hegðun.“ Ársæll segir alla foreldra lenda í því að það sé ósamræmi í því sem þau geri. Ef þau séu í góðu skapi þá sé allt leyfilegt en ef þau eru það ekki, í slæmu skapi, þá megi kannski ekki neitt. Margir tengi við þetta en þetta sé ekki rétta leiðin. „Við eigum að vera samkvæm sjálfum okkur og búa til ákveðinn ramma sem barnið getur hreyft sig innan með ákveðinni vissu um að þetta sé í lagi en að þetta sé ekki í lagi.“ Feður reyni frekar að vera skemmtilegir Ársæll segist telja að feður geri meira af þessu. Draga sig út og vera skemmtilegir, vera fjöruga foreldrið þegar það á við og skilji hitt eftir fyrir mæðurnar. „Þá ertu í raun og veru bæði að bregðast barninu þínu og auðvitað að bregðast konunni þinni. Þetta er auðvitað mjög mikilvægt og feður hafa auðvitað mikilvægt hlutverk í uppeldi barnanna sinna.“ Ársæll segir báða foreldra absalút eiga að vera leiðinlegir. Þeir þurfi að gera sér grein fyrir markmiðinu, en eigi ekki að vera leiðinlegir til þess eins að vera leiðinlegir. Snýst allt um rammann Ársæll segir um svokallaðan „já dag,“ þar sem foreldrar segi já í heilan dag við börn sín og allt sé leyfilegt, að hann sjái ekkert að því sem slíku. Listin að vera leiðinlegt foreldri snúist um rammann. „Að gefa krökkum ramma og ef þetta er ramminn sem þú vilt vinna eftir þá er ekkert að því í sjálfu sér að gera þetta einstöku sinnum. Vandamálið er það að við erum auðvitað að undirbúa börnin okkar undir líf án okkar þar sem þau hafa okkur ekki alltaf við hliðina á sér,“ segir Ársæll. „Ef maður segir já alltaf við börnin sín og þau komast upp með hvað sem er og við elskum þau skilyrðislaust, sem við gerum, að þá þegar þessir krakkar koma út í lífið þá er þetta auðvitað eina hegðunin sem þau kunna. Þau kunna bara að fara eftir eigin vilja og eigin óskum og lífið segir náttúrulega bara nei.“ Ársæll segir að þá annað hvort þurfi þau að láta annað fólk ala þau upp, sem ekki er eins tengt þeim og elskar þau ekki eins innilega og foreldrar þeirra, eða þá að þau verði þunglynd, kvíðin og kunni ekki að hegða sér. Þægilegt að kenna skólanum um Talið í Bítinu berst að hópreglum, til dæmis í árgöngum í skólum þegar kemur að skjánotkun sem dæmi. Ársæll segir algengt að foreldrar grípi til slíkra reglna í samskiptum við börnin sín. „Reglur í bekkjum og í árgöngum í skólum eru auðvitað mjög þægilegar. Þá geturðu sagt: „Já þetta er bara reglan,“ þetta er svona ákveðið „cop-out,“ þú ert ekki að taka ábyrgðina, þú ert ekki leiðinlegi aðilinn, það er kennarinn í skólanum sem sagði þér að gera þetta. Þetta er auðvitað uppeldi fyrir ábyrgðarlaust fólk.“ Ársæll segir að foreldrar þurfi að gera sér grein fyrir því að á endanum beri þeir ábyrgð á börnunum sínum. Það sé ekki allt sem gerist þeim að kenna. Um það snúist ekki ábyrgð. „Það er ekki heldur þannig að við þurfum að leysa öll mál, en við berum ábyrgðina. Við berum ábyrgðina á því að leita aðstoðar ef við þurfum á því að halda og svo framvegis og það finnst mér svolítið vanta. Ég held við séum stundum búin að útvista þessu hlutverki. Við viljum að skólinn sjái um þetta að ala börnin okkar upp og það er náttúrulega bara rugl. Skólinn á að kenna og á ekkert að gera neitt mikið meira en það, það er hlutverk skólans, það er ekki að ala upp börnin okkar.“ Hann segist sjálfur vilja vera leiðinlegasta manneskjan sem börnin hans kynnast. Það sé óraunhæft en hann reyni sitt besta. „Bæði að barnið mitt hafi félagslega færni þegar það kemur út í lífið og líka að það viti hvernig maður eigi að takast á við það þegar fólk er ósanngjarnt og leiðinlegt við mann. Það er ekki þér endilega að kenna, það kannski liggur hjá einstaklingnum. Þetta er alltaf þessi dans, þú vilt gera eitthvað fyrir aðra, vilt þjóna öðrum að einhverju leyti en þú þarft líka að standa klár á þér sem einstakling og virða þín mörk.“
Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Bítið Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fleiri fréttir Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Sjá meira