Landhelginni ekki sinnt sem skyldi og sæstrengir illa varðir Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2024 22:01 Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, telur ekki ásættanlegt að Íslendingar geti ekki haldið úti einni gamalli flugvél til þess að gæta lögsögunnar. Vísir Skortur á flugvél gerir Landhelgisgæslunni ókleift að sinna landhelginni sem skyldi og lykilinnviðir eins og sæstrengir eru illa varðir fyrir vikið, að sögn forstjóra Gæslunnar. Hann telur óásættanlegt að ekki sé hægt að halda úti að minnsta kosti einni flugvél. Flugvél Landhelgisgæslunnar hefur verið fjarri góðu gamni vegna bilunar undanfarna mánuði. Hún hefur einnig verið löngum stundum suður í Miðjarðarhafi við eftirlit fyrir Landamærastofnun Evrópu (Frontex). Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sagði gloppur í starfsemi stofnunarinnar á meðan flugvélarinnar nyti ekki við í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Eins og aðstæður eru í veröldinni í dag þá teljum við þetta ekki fullnægjandi gæslu eins og hún er,“ sagði Georg. Eins og gæslunni væri núna háttað gætu óprúttnir aðilar sem vilji fara huldu höfði auðveldlega komist upp að ströndum landsins og inn í afskekkta firði án þess að Landhelgisgæslan hefði hugmynd um það. Gæslan teldi sig meðal annars hafa nokkuð örugga vissu fyrir því að fíkniefni væru flutt sjóleiðina til landsins. Oft fengið vitneskju um grunsamlegar skipaferðir við sæstrengi Ýmsar aðrar ógnir steðjuðu að landinu, að sögn Georgs. Hingað gætu komið skip frá óvinveittum þjóðum í óþekktum tilgangi, smygskip, fiskiskip sem stunduðu ólöglegar veiðar og annars konar botnstarfsemi. Sem dæmi um botnstarfsemi nefndi Georg stór skip sem kæmu til þess að sækja verðmæti úr flökum, allt að þrjá kílómetra niður á hafsbotn. Ekki væri víst að Landhelgisgæslan yrði slíkra skipa vör. „Við erum að tala um mengun líka, innviði okkar verðmætu sem eru sæstrengirnir sem eru ekki nógu vel varðir,“ sagði Georg Gæslan hafi oft fengið vitneskju um grunsamlegar skipaferðir nálægt sæstrengjum við landið. Um borð í TF-SIF. Vélin hefur dvalið langdvölum í útlöndum undanfarin ár en hún hefur verið framlag Íslands til Schengen-samstarfsins.Landhelgisgæslan Óásættanleg staða að geta ekki haldið úti einni flugvél Þrátt fyrir að TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, væri orðin fimmtán ára gömul sagði Georg hana gríðarlega öfluga. Hún væri búin öflugum radar- og myndavélabúnaði, hitaskyjnara og öllu því sem til þyrfti til að finna skip og annað sem flýtur ávatni. „Það má segja að hún geti fundið allt nema kafbáta,“ sagði forstjórinn. Með því að fljúga vélinni um það bil tvisvar í viku væri hægt að ná góðri yfirsýn yfir alla umferð um lögsögu Íslands. Georg sagðist áætla að það kostaði á bilinu þjúhundruð og fimmtíu til fjögur hundruð milljónir króna á ári. Flugvélin sinnti vissulega mikilvægu starfi, ekki síst yfir Miðjarðarhafi, og hún væri öflugt framlag landsins til Schengen-samstarfsins. Georg sagðist ekki telja óeðlilegt að vélin væri einn til tvo mánuði á ári í slíkum verkefnum. „En ekki stærstan hluta ársins eins og nú er orðið,“ sagði hann. Það væri lágmark að hans mati fyrir eyríki í miðju Atlantshafi sem eigi mikið undir hafinu að reka að minnsta kosti eina flugvél til þess að gæta landhelginnar. „Þessi staða sem nú er að geta ekki haldið úti einni fimmtán ára gamalli vél er aldeilis óásættanleg.“ Hafið Sæstrengir Landhelgisgæslan Rekstur hins opinbera Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brotið á stjórnsýslulögum við meðferð hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira
Flugvél Landhelgisgæslunnar hefur verið fjarri góðu gamni vegna bilunar undanfarna mánuði. Hún hefur einnig verið löngum stundum suður í Miðjarðarhafi við eftirlit fyrir Landamærastofnun Evrópu (Frontex). Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sagði gloppur í starfsemi stofnunarinnar á meðan flugvélarinnar nyti ekki við í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Eins og aðstæður eru í veröldinni í dag þá teljum við þetta ekki fullnægjandi gæslu eins og hún er,“ sagði Georg. Eins og gæslunni væri núna háttað gætu óprúttnir aðilar sem vilji fara huldu höfði auðveldlega komist upp að ströndum landsins og inn í afskekkta firði án þess að Landhelgisgæslan hefði hugmynd um það. Gæslan teldi sig meðal annars hafa nokkuð örugga vissu fyrir því að fíkniefni væru flutt sjóleiðina til landsins. Oft fengið vitneskju um grunsamlegar skipaferðir við sæstrengi Ýmsar aðrar ógnir steðjuðu að landinu, að sögn Georgs. Hingað gætu komið skip frá óvinveittum þjóðum í óþekktum tilgangi, smygskip, fiskiskip sem stunduðu ólöglegar veiðar og annars konar botnstarfsemi. Sem dæmi um botnstarfsemi nefndi Georg stór skip sem kæmu til þess að sækja verðmæti úr flökum, allt að þrjá kílómetra niður á hafsbotn. Ekki væri víst að Landhelgisgæslan yrði slíkra skipa vör. „Við erum að tala um mengun líka, innviði okkar verðmætu sem eru sæstrengirnir sem eru ekki nógu vel varðir,“ sagði Georg Gæslan hafi oft fengið vitneskju um grunsamlegar skipaferðir nálægt sæstrengjum við landið. Um borð í TF-SIF. Vélin hefur dvalið langdvölum í útlöndum undanfarin ár en hún hefur verið framlag Íslands til Schengen-samstarfsins.Landhelgisgæslan Óásættanleg staða að geta ekki haldið úti einni flugvél Þrátt fyrir að TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, væri orðin fimmtán ára gömul sagði Georg hana gríðarlega öfluga. Hún væri búin öflugum radar- og myndavélabúnaði, hitaskyjnara og öllu því sem til þyrfti til að finna skip og annað sem flýtur ávatni. „Það má segja að hún geti fundið allt nema kafbáta,“ sagði forstjórinn. Með því að fljúga vélinni um það bil tvisvar í viku væri hægt að ná góðri yfirsýn yfir alla umferð um lögsögu Íslands. Georg sagðist áætla að það kostaði á bilinu þjúhundruð og fimmtíu til fjögur hundruð milljónir króna á ári. Flugvélin sinnti vissulega mikilvægu starfi, ekki síst yfir Miðjarðarhafi, og hún væri öflugt framlag landsins til Schengen-samstarfsins. Georg sagðist ekki telja óeðlilegt að vélin væri einn til tvo mánuði á ári í slíkum verkefnum. „En ekki stærstan hluta ársins eins og nú er orðið,“ sagði hann. Það væri lágmark að hans mati fyrir eyríki í miðju Atlantshafi sem eigi mikið undir hafinu að reka að minnsta kosti eina flugvél til þess að gæta landhelginnar. „Þessi staða sem nú er að geta ekki haldið úti einni fimmtán ára gamalli vél er aldeilis óásættanleg.“
Hafið Sæstrengir Landhelgisgæslan Rekstur hins opinbera Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brotið á stjórnsýslulögum við meðferð hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira