Orri Steinn kynntur til leiks hjá Sociedad: Staðfest dýrasta sala í sögu FC Kaupmannahafnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2024 21:20 Orri Steinn er opinberlega orðinn leikmaður Real Sociedad. @RealSociedad FC Kaupmannahöfn hefur staðfest að landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson hafi verið seldur til spænska efstu deildarliðsins Real Sociedad og hefur spænska liðið nú þegar kynnt hann til leiks. Orri Steinn varð um leið dýrasti leikmaður sem FCK hefur selt frá upphafi. Fyrr í dag var greint frá því að Orri Steinn væri á leið til Sociedad en FCK hafði þegar neitað tilboði frá spænska liðinu í sumar. Í kvöld birtist svo mynd af leikmanninum í einkaflugvél á leið til Spánar ásamt umboðsmanni sínum. Nú hefur FCK staðfest söluna á þessum tvítuga framherja sem hefur byrjað yfirstandandi tímabil af miklum krafti. Hann gekk í raðir FC Kaupmannahafnar frá Gróttu árið 2020 og var seldur tæpum fjórum árum síðar á 20 milljónir evra eða þrjá milljarða íslenskra króna. Staðgreiðir Sociedad leikmanninn. Tímabilið 2021-22 varð hann markahæsti leikmaður U-19 ára deildarinnar í Danmörku þar sem hann skoraði alls 29 mörk. Síðan hann fór að spila með aðalliði félagsins hefur hann skorað 23 mörk í 62 leikjum, þar af sjö í upphafi þessarar leiktíðar. „Ég bjóst ekki við því að ég myndi yfirgefa FCK á þessum tímapunkti. Ég skrifaði nýverið undir nýjan samning og bjóst því ekki við að vera á förum. En ég get ekki sagt nei við því að verða aðalframherji í jafn góðu liði og Real Sociedad í jafn sterkri deild og La Liga,“ sagði Orri Steinn í viðtali við vefsíðu FCK. „ég vonast til að hafa hjálpað FCK að komast á betri stað þó það sárt að kveðja félagið, borgina og alla vini mína í Kaupmannahöfn. Ég á svo mörgu fólki svo mikið að þakka og verð að eilífu þakklátur þeirri kennslu sem ég hef fengið bæði innan vallar sem utan,“ sagði framherjinn sjálfur að lokum. F.C. København sælger Orri Óskarsson til den spanske storklub Real Sociedad. Klubberne er blevet enige om en transfer, der sætter ny rekord for F.C. København. #fcklive https://t.co/ubfCwGTc0x— F.C. København (@FCKobenhavn) August 30, 2024 Þá hefur Real Sociedad kynnt íslenska framherjann til leiks með myndbandi og mynd á samfélagsmiðlum sínum. Á myndinni, sem er efst í fréttinni, er víkingurinn Orri boðinn velkominn til San Sebastian. Í myndbandinu má svo sjá bæði mörk og stoðsendingar hans fyrir FCK, Sönderjyske og yngri landslið Íslands. ✨ 𝐏𝐫𝐞𝐬𝐞𝐧𝐭 𝐚𝐧𝐝 𝐟𝐮𝐭𝐮𝐫𝐞#ÓskarssonTxuriUrdin pic.twitter.com/UPNfodwgke— Real Sociedad 🇺🇸 🇬🇧 (@RealSociedadEN) August 30, 2024 Fótbolti Danski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Fyrr í dag var greint frá því að Orri Steinn væri á leið til Sociedad en FCK hafði þegar neitað tilboði frá spænska liðinu í sumar. Í kvöld birtist svo mynd af leikmanninum í einkaflugvél á leið til Spánar ásamt umboðsmanni sínum. Nú hefur FCK staðfest söluna á þessum tvítuga framherja sem hefur byrjað yfirstandandi tímabil af miklum krafti. Hann gekk í raðir FC Kaupmannahafnar frá Gróttu árið 2020 og var seldur tæpum fjórum árum síðar á 20 milljónir evra eða þrjá milljarða íslenskra króna. Staðgreiðir Sociedad leikmanninn. Tímabilið 2021-22 varð hann markahæsti leikmaður U-19 ára deildarinnar í Danmörku þar sem hann skoraði alls 29 mörk. Síðan hann fór að spila með aðalliði félagsins hefur hann skorað 23 mörk í 62 leikjum, þar af sjö í upphafi þessarar leiktíðar. „Ég bjóst ekki við því að ég myndi yfirgefa FCK á þessum tímapunkti. Ég skrifaði nýverið undir nýjan samning og bjóst því ekki við að vera á förum. En ég get ekki sagt nei við því að verða aðalframherji í jafn góðu liði og Real Sociedad í jafn sterkri deild og La Liga,“ sagði Orri Steinn í viðtali við vefsíðu FCK. „ég vonast til að hafa hjálpað FCK að komast á betri stað þó það sárt að kveðja félagið, borgina og alla vini mína í Kaupmannahöfn. Ég á svo mörgu fólki svo mikið að þakka og verð að eilífu þakklátur þeirri kennslu sem ég hef fengið bæði innan vallar sem utan,“ sagði framherjinn sjálfur að lokum. F.C. København sælger Orri Óskarsson til den spanske storklub Real Sociedad. Klubberne er blevet enige om en transfer, der sætter ny rekord for F.C. København. #fcklive https://t.co/ubfCwGTc0x— F.C. København (@FCKobenhavn) August 30, 2024 Þá hefur Real Sociedad kynnt íslenska framherjann til leiks með myndbandi og mynd á samfélagsmiðlum sínum. Á myndinni, sem er efst í fréttinni, er víkingurinn Orri boðinn velkominn til San Sebastian. Í myndbandinu má svo sjá bæði mörk og stoðsendingar hans fyrir FCK, Sönderjyske og yngri landslið Íslands. ✨ 𝐏𝐫𝐞𝐬𝐞𝐧𝐭 𝐚𝐧𝐝 𝐟𝐮𝐭𝐮𝐫𝐞#ÓskarssonTxuriUrdin pic.twitter.com/UPNfodwgke— Real Sociedad 🇺🇸 🇬🇧 (@RealSociedadEN) August 30, 2024
Fótbolti Danski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira