Uppgjörið: KR - ÍA 4-2 | Þrenna Benónýs færði KR-ingum þrjú stór stig Sverrir Mar Smárason skrifar 1. september 2024 19:04 Benóný Breki Andrésson skoraði þrennu í kvöld, Vísir/Viktor Freyr KR vann gríðarlega mikilvægan sigur í fallbaráttu Bestu deildarinnar þegar þeir lögðu ÍA 4-2 í Frostaskjólinu. KR fær því smá andrými í baráttunni sæti í deildinni að ári. Fyrri hálfleikur leiksins var líklega sá fjörugasti á tímabilinu hingað til. Algjörlega galopinn leikur og bæði lið hefðu getað skorað fleiri mörk en þau gerðu. Skagamenn komust yfir á 10. mínútu með marki frá Hinriki Harðarssyni. Viktor Jónsson skallaði boltann inn fyrir og Hinrik kláraði örugglega. Haukur Andri Haraldsson leikmaður ÍA.Vísir/Viktor Freyr Í næstu sókn jöfnuðu heimamenn. Benóný Breki var galopinn á fjærstönginni og fékk flotta fyrirgjöf frá Ástbirni. Benóný skallaði boltann í netið og leikurinn jafn. Á næstu mínútum fékk KR nokkur algjör dauðafæri. Luke Rae var í tvígang einn gegn markmanni en klúðraði því. Benóný Breki bætti svo við á 27. Mínútu. KR-ingar unnu boltann og sóttu hratt inn í teig Skagamanna. Boltinn datt fyrir Benóný sem hamraði boltann í netið. Það þurfti aðeins að ræða málin í Frostaskjólinu.Vísir/Viktor Freyr Benóný fékk færi til þess að fullkomna þrennuna eftir sendingu frá Luke Rae en skotið yfir. Hann kláraði þrennuna bara nokkrum mínútum síðar þegar KR liðið tætti í sig vörn ÍA. Aron Sig tók hlaup inn í teiginn og lagði boltann fyrir markið á Benóný sem gleymdist bara í teignum. Benóný kom boltanum í netið og var þá búinn að gera þrjú mörk á 35 mínútum. Marko Vardic, leikmaður ÍA, þurfti að fara meiddur af velli á 40. Mínútu og í hans stað kom Rúnar Már Sigurjónsson. Með honum kom töluverð ró í leik ÍA sem náði smá tökum á leiknum fyrir hálfleikinn en hálfleikstölur samt sem áður 3-1, heimamönnum í vil. Erik Sandberg leikmaður ÍA.Vísir/Viktor Freyr Síðari hálfleikur fór mjög rólega af stað. Virkaði á mig eins og bæði lið hafi ákveðið að ná andanum aðeins og halda smá ró yfir leiknum. Skagamenn gerðu tvöfalda breytingu eftir klukkutíma leik og það tók Steinar Þorsteinsson aðeins tvær mínútur að skila framlagi eftir að hafa komið inná. Hann átti frábæra sendingu frá hægri vængnum á höfuðið á Viktori Jónssyni sem skallaði boltann í Guy Smit og inn. Viktor skoraði þar sitt 16. mark í sumar. Aron Sigurðarson leikmaður KR.Vísir/Viktor Freyr Skagamenn héldu áfram að þjarma að marki KR en það gekk ekki nægilega vel hjá þeim að koma sér í almennileg marktækifæri. Það dró svo til tíðinda á fimmtu mínútu uppbótartíma þegar ÍA hafði ýtt öllum mönnum fram að Luke Rae slapp í gegn og skoraði fjórða mark KR. Undir lok leiksins kom Alexander Rafn Pálmason inná en mikið hefur verið rætt og ritað um veru hans á varamannabekk KR í sumar. Hann kom loks inná í dag og varð þannig sá yngsti í sögu efstu deildar. Atvik leiksins Þriðja mark KR og þriðja mark Benóný Breka í leiknum. Vörn ÍA var í allskonar veseni í fyrri hálfleik og hann náði að hamra járnið. Gríðarlega vel gert hjá honum en hann hefði hæglega getað skorað fleiri mörk. Stjörnur og skúrkar Benóný Breki er augljós stjarna. Skoraði þrennu og gerði varnarmönnum ÍA lífið leitt. Luke Rae með honum frammi var algjörlega stórkostlegur í öllum þáttum fyrir utan að klára færin. Hann fékk svo loksins markið sitt í uppbótartíma. Ástbjörn Þórðarson var frábær framan af. Lokaði á Johannes Vall og var öflugur sóknarlega. Ástbjörn Þórðarson í viðtali eftir leik.Vísir/Viktor Freyr Rúnar Már kom vel inn á fyrir ÍA ásamt Steinari Þorsteinssyni. Varnarlína ÍA var algjörlega ólík sjálfri sér í dag. Þá sérstaklega Hilmar Elís, Oliver Stefánsson og Jón Gísli. Þeir voru út um allt í fyrri hálfleik. Á sama tíma fengu þeir litla hjálp frá Marko Vardic og Hauki Andra fyrir framan vörnina. Dómarinn Helgi Mikael kom ágætlega útúr þessu. Þó finnst mér alltof mikið af litlum atvikum þar sem hann er óöruggur og óákveðinn. Engin þannig sér stór atvik í dag. Helgi Mikael Jónasson sýndi Jóni Þór Haukssyni þjálfara ÍA rauða spjaldið í dag.Vísir/Viktor Freyr Rauða spjaldið á bekkinn hjá ÍA var mjög athyglisvert. Það vissi enginn hver fékk spjaldið og enginn gat svarað neinu. Stemning og umgjörð Fín mæting að lokum í Vesturbæ og KR-ingar duglegir að styðja sitt lið, en þó bara í meðbyr. Steinþögðu þegar það lá á þeim. Skagamenn mættu vel og studdu sitt lið áfram. Falleg stund á 17. Mínútu þegar allir stöðvuðu og klöppuðu til þess að votta Bryndísi Klöru virðingu sína. Viðtöl: Besta deild karla KR ÍA Tengdar fréttir „Fyrir KR stoltið“ Ástbjörn Þórðarson lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði eftir skiptin til KR í kvöld þegar liðið fékk ÍA í heimsókn í Vesturbæinn. KR vann 4-2 sigur og Ástbjörn var stoltur og ánægður í leikslok. 1. september 2024 20:42
KR vann gríðarlega mikilvægan sigur í fallbaráttu Bestu deildarinnar þegar þeir lögðu ÍA 4-2 í Frostaskjólinu. KR fær því smá andrými í baráttunni sæti í deildinni að ári. Fyrri hálfleikur leiksins var líklega sá fjörugasti á tímabilinu hingað til. Algjörlega galopinn leikur og bæði lið hefðu getað skorað fleiri mörk en þau gerðu. Skagamenn komust yfir á 10. mínútu með marki frá Hinriki Harðarssyni. Viktor Jónsson skallaði boltann inn fyrir og Hinrik kláraði örugglega. Haukur Andri Haraldsson leikmaður ÍA.Vísir/Viktor Freyr Í næstu sókn jöfnuðu heimamenn. Benóný Breki var galopinn á fjærstönginni og fékk flotta fyrirgjöf frá Ástbirni. Benóný skallaði boltann í netið og leikurinn jafn. Á næstu mínútum fékk KR nokkur algjör dauðafæri. Luke Rae var í tvígang einn gegn markmanni en klúðraði því. Benóný Breki bætti svo við á 27. Mínútu. KR-ingar unnu boltann og sóttu hratt inn í teig Skagamanna. Boltinn datt fyrir Benóný sem hamraði boltann í netið. Það þurfti aðeins að ræða málin í Frostaskjólinu.Vísir/Viktor Freyr Benóný fékk færi til þess að fullkomna þrennuna eftir sendingu frá Luke Rae en skotið yfir. Hann kláraði þrennuna bara nokkrum mínútum síðar þegar KR liðið tætti í sig vörn ÍA. Aron Sig tók hlaup inn í teiginn og lagði boltann fyrir markið á Benóný sem gleymdist bara í teignum. Benóný kom boltanum í netið og var þá búinn að gera þrjú mörk á 35 mínútum. Marko Vardic, leikmaður ÍA, þurfti að fara meiddur af velli á 40. Mínútu og í hans stað kom Rúnar Már Sigurjónsson. Með honum kom töluverð ró í leik ÍA sem náði smá tökum á leiknum fyrir hálfleikinn en hálfleikstölur samt sem áður 3-1, heimamönnum í vil. Erik Sandberg leikmaður ÍA.Vísir/Viktor Freyr Síðari hálfleikur fór mjög rólega af stað. Virkaði á mig eins og bæði lið hafi ákveðið að ná andanum aðeins og halda smá ró yfir leiknum. Skagamenn gerðu tvöfalda breytingu eftir klukkutíma leik og það tók Steinar Þorsteinsson aðeins tvær mínútur að skila framlagi eftir að hafa komið inná. Hann átti frábæra sendingu frá hægri vængnum á höfuðið á Viktori Jónssyni sem skallaði boltann í Guy Smit og inn. Viktor skoraði þar sitt 16. mark í sumar. Aron Sigurðarson leikmaður KR.Vísir/Viktor Freyr Skagamenn héldu áfram að þjarma að marki KR en það gekk ekki nægilega vel hjá þeim að koma sér í almennileg marktækifæri. Það dró svo til tíðinda á fimmtu mínútu uppbótartíma þegar ÍA hafði ýtt öllum mönnum fram að Luke Rae slapp í gegn og skoraði fjórða mark KR. Undir lok leiksins kom Alexander Rafn Pálmason inná en mikið hefur verið rætt og ritað um veru hans á varamannabekk KR í sumar. Hann kom loks inná í dag og varð þannig sá yngsti í sögu efstu deildar. Atvik leiksins Þriðja mark KR og þriðja mark Benóný Breka í leiknum. Vörn ÍA var í allskonar veseni í fyrri hálfleik og hann náði að hamra járnið. Gríðarlega vel gert hjá honum en hann hefði hæglega getað skorað fleiri mörk. Stjörnur og skúrkar Benóný Breki er augljós stjarna. Skoraði þrennu og gerði varnarmönnum ÍA lífið leitt. Luke Rae með honum frammi var algjörlega stórkostlegur í öllum þáttum fyrir utan að klára færin. Hann fékk svo loksins markið sitt í uppbótartíma. Ástbjörn Þórðarson var frábær framan af. Lokaði á Johannes Vall og var öflugur sóknarlega. Ástbjörn Þórðarson í viðtali eftir leik.Vísir/Viktor Freyr Rúnar Már kom vel inn á fyrir ÍA ásamt Steinari Þorsteinssyni. Varnarlína ÍA var algjörlega ólík sjálfri sér í dag. Þá sérstaklega Hilmar Elís, Oliver Stefánsson og Jón Gísli. Þeir voru út um allt í fyrri hálfleik. Á sama tíma fengu þeir litla hjálp frá Marko Vardic og Hauki Andra fyrir framan vörnina. Dómarinn Helgi Mikael kom ágætlega útúr þessu. Þó finnst mér alltof mikið af litlum atvikum þar sem hann er óöruggur og óákveðinn. Engin þannig sér stór atvik í dag. Helgi Mikael Jónasson sýndi Jóni Þór Haukssyni þjálfara ÍA rauða spjaldið í dag.Vísir/Viktor Freyr Rauða spjaldið á bekkinn hjá ÍA var mjög athyglisvert. Það vissi enginn hver fékk spjaldið og enginn gat svarað neinu. Stemning og umgjörð Fín mæting að lokum í Vesturbæ og KR-ingar duglegir að styðja sitt lið, en þó bara í meðbyr. Steinþögðu þegar það lá á þeim. Skagamenn mættu vel og studdu sitt lið áfram. Falleg stund á 17. Mínútu þegar allir stöðvuðu og klöppuðu til þess að votta Bryndísi Klöru virðingu sína. Viðtöl:
Besta deild karla KR ÍA Tengdar fréttir „Fyrir KR stoltið“ Ástbjörn Þórðarson lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði eftir skiptin til KR í kvöld þegar liðið fékk ÍA í heimsókn í Vesturbæinn. KR vann 4-2 sigur og Ástbjörn var stoltur og ánægður í leikslok. 1. september 2024 20:42
„Fyrir KR stoltið“ Ástbjörn Þórðarson lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði eftir skiptin til KR í kvöld þegar liðið fékk ÍA í heimsókn í Vesturbæinn. KR vann 4-2 sigur og Ástbjörn var stoltur og ánægður í leikslok. 1. september 2024 20:42
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti