Framkvæmdaráð FIFA hefur frestað ákvörðunartöku sinni fram í október. Palestínumenn hafa beðið svara frá því í maí. Knattspyrnusamband Palestínu vill að Ísrael verði sett í bann vegna árása sinna og hernaðar á Gaza ströndinni.
Hryllingurinn á Gaza hefur staðið yfir síðan í byrjun október í fyrra
Ísraelar hafa verið sakaðir um þjóðarmorð og Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem krafist var tafarlauss vopnahlés. Slíkum beiðnum miðar hægt og árásir Ísraelsmanna hafa haldið sleitulaust áfram.
Knattspyrnusamband Palestínu sendi inn beiðni um bann í maí síðastliðnum og vildi að málið yrði tekið fyrir á ársþingi Alþjóða knattspyrnusambandsins í júlí.
Rússar voru settir í bann vegna innrásar sinnar í Úkraínu og rússnesk félög og landslið hafa ekki tekið þátt í alþjóðlegum fótbolta frá því í febrúar 2022.
FIFA gaf út að lögfræðimat yrði kynnt fyrir framkvæmdaráðinu 31. ágúst. Ráðið tók enga afstöðu og ýtti málinu áfram yfir á fund þeirra í október.
#NSTsports FIFA delay again review of Palestinian call to suspend Israel https://t.co/NgDIvgydlP
— New Straits Times (@NST_Online) September 1, 2024