Játaði á sig hundruð brota gegn 60 barnungum stúlkum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. september 2024 08:55 Griffith verður gerð refsing í næstu viku og búist er við því að fyrirtakan muni taka nokkurn tíma, þar sem margir munu vilja gera grein fyrir því hvaða áhrif brot hans hafa haft á börnin og fjölskyldurnar. Barnaníðingur að nafni Ashley Paul Griffith hefur játað að hafa brotið gegn um það bil 60 stúlkum í Brisbane í Ástralíu og á Ítalíu á árunum 2007 til 2022. Hann hefur þegar verið dæmdur sekur en bíður þess að vera gerð refsing. Málið hefur vakið mikinn óhug í Ástralíu, þar sem Griffith virðist hafa farið á milli leikskóla og/eða annarra barnagæslustofnana (e. childcare centres) og framið hundruð brota án þess að það kæmist upp. Ákæruliðirnir voru samtals 307 og játaði Griffith, 46 ára, fyrir dómi í morgun að vera sekur um þá alla. Yfirfullt var í réttarsalnum og sumir viðstaddra grétu þegar ákærnar voru lesnar upp. Griffith var meðal annars dæmdur fyrir 28 nauðganir og framleiðslu barnaníðsefnis en hann er sagður hafa myndað öll brotin. Þá var hann einnig fundinn sekur um fjölda annarra kynferðisbrota og fyrir vörslu barnaníðsefnis. Níðingurinn, sem var með réttindi til að starfa með börnum, starfaði á fjölda leikskóla í Brisbane, Sydney og Písa á Ítalíu. Hann var handtekinn í Ástralíu árið 2022. Búið er að bera kennsl á öll fórnarlamba hans og gera fjölskyldum viðvart. Foreldrar einnar stúlkunnar tjáðu sig fyrir utan dómshúsið í morgun og sögðu að það hefði verið léttir að Griffith játaði og sleppa þannig við réttarhöld. Sögðust þau hafa reynt að útskýra málið fyrir dóttur sinni en hún væri enn mjög ung og skildi ekki alveg um hvað það snérist. „Við munum þurfa að taka á þessu samhliða því að hún vex úr grasi og í gegnum allt lífið,“ sagði faðir stúlkunnar. Ástralía Ítalía Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Innlent Fleiri fréttir Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Sjá meira
Málið hefur vakið mikinn óhug í Ástralíu, þar sem Griffith virðist hafa farið á milli leikskóla og/eða annarra barnagæslustofnana (e. childcare centres) og framið hundruð brota án þess að það kæmist upp. Ákæruliðirnir voru samtals 307 og játaði Griffith, 46 ára, fyrir dómi í morgun að vera sekur um þá alla. Yfirfullt var í réttarsalnum og sumir viðstaddra grétu þegar ákærnar voru lesnar upp. Griffith var meðal annars dæmdur fyrir 28 nauðganir og framleiðslu barnaníðsefnis en hann er sagður hafa myndað öll brotin. Þá var hann einnig fundinn sekur um fjölda annarra kynferðisbrota og fyrir vörslu barnaníðsefnis. Níðingurinn, sem var með réttindi til að starfa með börnum, starfaði á fjölda leikskóla í Brisbane, Sydney og Písa á Ítalíu. Hann var handtekinn í Ástralíu árið 2022. Búið er að bera kennsl á öll fórnarlamba hans og gera fjölskyldum viðvart. Foreldrar einnar stúlkunnar tjáðu sig fyrir utan dómshúsið í morgun og sögðu að það hefði verið léttir að Griffith játaði og sleppa þannig við réttarhöld. Sögðust þau hafa reynt að útskýra málið fyrir dóttur sinni en hún væri enn mjög ung og skildi ekki alveg um hvað það snérist. „Við munum þurfa að taka á þessu samhliða því að hún vex úr grasi og í gegnum allt lífið,“ sagði faðir stúlkunnar.
Ástralía Ítalía Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Innlent Fleiri fréttir Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Sjá meira