Innlent

Laxa­seiði úr landeldisstöð sluppu í sjó

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Óhappið varð við dælingu laxaseiða úr eldisstöð á Röndinni á Kópaskeri og yfir í brunnbát. Mynd úr safni
Óhappið varð við dælingu laxaseiða úr eldisstöð á Röndinni á Kópaskeri og yfir í brunnbát. Mynd úr safni Vísir/Vilhelm

Allt að þrjú hundruð laxaseiði sluppu í sjó á Kópaskeri í júlí. Ekki tókst að fanga neitt hinna stroknu seiða eftir að ljóst varð um óhappið sem leiddi til stroks laxfiska úr landeldisstöð. Fiskeldisfyrirtækið Kaldvík ehf. tilkynnti Matvælastofnun um óhappið þriðjudaginn 30. júlí en seiðin sluppu í sjó við dælingu laxaseiða úr eldisstöð fyrirtækisins á Röndinni á Kópaskeri yfir í brunnbátinn Ronja Fjord.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem birtist á vef Matvælastofnunar í dag.

Í ljós kom að barki sem notaður er við flutning seiða frá landeldisstöð og út i brunnbát hafði farið í sundur á þilfari bátsins. „Atburðurinn uppgötvaðist kl. 13:47 á sömu stundu og óhappið varð. Lekinn var stöðvaður strax. Ljóst er að allt að 300 sjógönguhæf laxaseiði fóru í sjóinn. Starfsmenn Kaldvíkur brugðust við samkvæmt viðbragðsáætlun og lögðu út net. Ekkert veiddist í netin eftir 13 tíma,” segir í tilkynningu MAST.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×