Tvö þúsund ferðamenn án sambands: „Við erum mjög stressaðir yfir þessu“ Árni Sæberg skrifar 2. september 2024 15:36 Símasendi Vodafone ofan á Dyrhólaey má sjá ef vel er rýnt í myndina. Ívar Guðnason Rafmagnsleysi í Mýrdal olli því að símasambandslaust var á stóru svæði í Mýrdal, þar á meðal í Reynisfjöru og Reynishverfi, fram eftir degi. Landeigandi á svæðinu segir óboðlegt að símasamband detti út á svæðinu svo lengi, sér í lagi í ljósi þess fjölda ferðamanna sem sækir Reynisfjöru. Alvarleg rafmagnsbilun varð í Mýrdal í gærkvöldi með þeim afleiðingum að rafmagn fór af Vík og stórum hluta Mýrdals. Strax var farið í það að koma varaafli á svæðið og undir morgun var varafl komið á í Vík en ekki sveitakerfið í Mýrdal. Óheppilegur fylgifiskur rafmagnsleysisins var að rafmagn fór af símasendum á Dyrhólaey og víðar í sveitinni. Að sögn Ívars Guðnasonar í Þórisholti dugði varaafl símasendanna í einhvern tíma en í nótt hafi símasamband víða í Mýrdal farið af. Það hafi ekki komið á fyrr en klukkan 13 í dag. Tvö þúsund ferðamenn án símasambands Þetta segir Ívar alveg óboðlegt, sér í lagi í ljósi þess að landeigendur við Reynisfjöru taka á móti ríflega tvö þúsund ferðamönnum á degi hverjum. Þá sé fjöldi fyrirtækja á svæðinu, þar á meðal hans eigin, sem ekkert hafi veri hægt að ná í fram eftir degi. „Við erum mjög stressaðir yfir þessu hérna,“ segir hann. Mikið hefur verið rætt og skrifað um öryggismál í Reynisfjöru og nágrenni undanfarin ár, þá helst vegna þess að ferðamenn fara iðullega óvarlega í flæðamálinu og ófáir þeirra hafa komist í hann krappann svo kalla hefur þurft til viðbragðsaðila. Þess vegna telur Ívar sérlega óheppilegt, og raunar óboðlegt, að ferðamennirnir tvö þúsund séu án símasambands og geti því ekki hringt á Neyðarlínuna. Krefst umbóta „Þetta má ekki gerast, að það verði símasambandslaust hér ef það verður rafmagnslaust hér í lengri tíma. Þetta er bara ekki í lagi,“ segir Ívar og krefst þess að fjarskiptafyrirtækin sem reka sendana á Dyrhólaey og víðar í sveitinni, meðal annars Vodafone, bæti úr. Misvísandi skilaboð Að sögn Sigurbjörns Eiríkssonar, forstöðumanns innviða hjá Sýn, urðu misvísandi skilaboð frá RARIK, varðandi hversu lengi rafmagnsleysið myndi vara, til þess að ákveðið var að fara ekki með viðbótarvaraaflstöðvar inn á svæðið sem varð rafmagnslaust. Rafmagnsleysið hafi varað talsvert lengur en gert hafði verið ráð fyrir og því hafi sendar sem búnir eru vararafhlöðu dottið út einn af öðrum frá miðnætti og fram á nótt. Þeir hafi verið komnir aftur í gang á milli 12 og 13. Sýn sé með fastar varaaflstöðvar á lykilstöðum sem þjónusti farnet, UHF og FM. Sýn sé með farnetsbúnað á sex sendastöðum á svæðinu þar sem rafmagnstruflana varð vart. Þá segir Sigurbjörn að áhersla hafi verið lögð á að halda farnetinu gangandi við þjóðveginn í gegnum Mýrdal, enda hafi verið talið mikilvægast að halda sambandi þar. Vodafone og Vísir eru í eigu Sýnar. Fjarskipti Mýrdalshreppur Sýn Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Alvarleg rafmagnsbilun varð í Mýrdal í gærkvöldi með þeim afleiðingum að rafmagn fór af Vík og stórum hluta Mýrdals. Strax var farið í það að koma varaafli á svæðið og undir morgun var varafl komið á í Vík en ekki sveitakerfið í Mýrdal. Óheppilegur fylgifiskur rafmagnsleysisins var að rafmagn fór af símasendum á Dyrhólaey og víðar í sveitinni. Að sögn Ívars Guðnasonar í Þórisholti dugði varaafl símasendanna í einhvern tíma en í nótt hafi símasamband víða í Mýrdal farið af. Það hafi ekki komið á fyrr en klukkan 13 í dag. Tvö þúsund ferðamenn án símasambands Þetta segir Ívar alveg óboðlegt, sér í lagi í ljósi þess að landeigendur við Reynisfjöru taka á móti ríflega tvö þúsund ferðamönnum á degi hverjum. Þá sé fjöldi fyrirtækja á svæðinu, þar á meðal hans eigin, sem ekkert hafi veri hægt að ná í fram eftir degi. „Við erum mjög stressaðir yfir þessu hérna,“ segir hann. Mikið hefur verið rætt og skrifað um öryggismál í Reynisfjöru og nágrenni undanfarin ár, þá helst vegna þess að ferðamenn fara iðullega óvarlega í flæðamálinu og ófáir þeirra hafa komist í hann krappann svo kalla hefur þurft til viðbragðsaðila. Þess vegna telur Ívar sérlega óheppilegt, og raunar óboðlegt, að ferðamennirnir tvö þúsund séu án símasambands og geti því ekki hringt á Neyðarlínuna. Krefst umbóta „Þetta má ekki gerast, að það verði símasambandslaust hér ef það verður rafmagnslaust hér í lengri tíma. Þetta er bara ekki í lagi,“ segir Ívar og krefst þess að fjarskiptafyrirtækin sem reka sendana á Dyrhólaey og víðar í sveitinni, meðal annars Vodafone, bæti úr. Misvísandi skilaboð Að sögn Sigurbjörns Eiríkssonar, forstöðumanns innviða hjá Sýn, urðu misvísandi skilaboð frá RARIK, varðandi hversu lengi rafmagnsleysið myndi vara, til þess að ákveðið var að fara ekki með viðbótarvaraaflstöðvar inn á svæðið sem varð rafmagnslaust. Rafmagnsleysið hafi varað talsvert lengur en gert hafði verið ráð fyrir og því hafi sendar sem búnir eru vararafhlöðu dottið út einn af öðrum frá miðnætti og fram á nótt. Þeir hafi verið komnir aftur í gang á milli 12 og 13. Sýn sé með fastar varaaflstöðvar á lykilstöðum sem þjónusti farnet, UHF og FM. Sýn sé með farnetsbúnað á sex sendastöðum á svæðinu þar sem rafmagnstruflana varð vart. Þá segir Sigurbjörn að áhersla hafi verið lögð á að halda farnetinu gangandi við þjóðveginn í gegnum Mýrdal, enda hafi verið talið mikilvægast að halda sambandi þar. Vodafone og Vísir eru í eigu Sýnar.
Fjarskipti Mýrdalshreppur Sýn Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira