Stúkan: Ósammála um markið sem ekki fékk að standa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2024 22:02 Benóný Breki Andrésson skoraði þrennu gegn ÍA en mögulega hefðu þau átt að vera fjögur. Vísir/Viktor Freyr Tveir af þremur meðlimum síðasta þáttar Stúkunnar töldu að annar af aðstoðardómurum leiks KR og ÍA í Bestu deild karla hafi rænt Benóný Breka Andrésson marki. Táningurinn skoraði þrennu en Stúkan er handviss um að þau hafi átt að vera fjögur en það fjórða var dæmt af þar sem boltinn var talinn hafa farið út af vellinum í fyrirgjöfinni sem endaði á enni framherjans öfluga. Eftir að Baldur Sigurðsson hafði rætt fyrsta mark leiksins, sem Hinrik Harðarson skoraði fyrir gestina, snerist umræðan að Benóný Breka Andréssyni og mörkunum hans þremur. „Það sem gerist í kjölfarið er að Skagamenn smituðust af ruglinu og þeir tóku varnarleikinn niður á næsta stig. Sjáum mörkin sem KR skorar, þessi þrenna hjá Benóný Breka – þetta er allt einhvern veginn að þeir eru að dekka illa,“ sagði Baldur og heldur áfram. „Þetta er ólíkt Skaganum, hafa verið öflugir í sínum varnarleik og ekki verið að fá á sig svona mörk. Þetta bara drap Skagamenn,“ bætti Baldur við áður en Atli Viðar Björnsson fékk orðið. Jón Gísli Eyland Gíslason tekur innkast.Vísir/Viktor Freyr „Varnarfærslurnar þeirra hafa verið í lagi en í sérstaklega fyrsta markinu, hvernig Benóný Breki getur valsað af nærstöng yfir á fjær án þess að nokkrum detti í hug að dekka hann.“ „Mér finnst hreyfingin hjá Benóný Breka í þriðja markinu algjört gull, hvernig hann þykist ætla að fara á nærstöng fram fyrir Oliver Stefánsson og laumar sér svo á fjær. Frábær hreyfing.“ „Að sama skapi vel gert, við vitum að Benóný Breki getur þetta og Aron (Sigurðsson) öflugur. Við höfum verið að kalla eftir þessu og þeir stóðu sig svo sannarlega vel í þessum leik,“ sagði Baldur einnig. Aron átti góðan leik.Vísir/Viktor Freyr Markið sem var dæmt af „Aðstoðardómarinn hlýtur að meta það þannig að boltinn hafi farið aftur fyrir í fyrirgjöfinni og þaðan aftur inn á því hann er ekki kominn aftur fyrir þarna (Þegar Luke Rae spyrnir boltanum),“ sagði Gummi Ben um það sem hefði átt að vera fjórða mark KR í leiknum. „Ég dúxaði ekki í öllum eðlisfræðiáföngunum en ég fullyrði það samkvæmt minni eðlisfræði er þetta nánast ekki möguleiki úr þessari fyrirgjöf. Ef þú nærð boltanum í sveig út fyrir völlinn og svo út fyrir markteiginn þar sem hann er skallaður í markið þá ertu undrabarn, og Luke Rae er ekki undrabarn,“ bætti Gummi við. Luke Rae í leiknum.Vísir/Viktor Freyr Atli Viðar var þó ekki sammála þar sem aðstoðardómarinn var ekki í mynd og því ómögulegt að vita hvar hann stóð þegar boltanum var spyrnt. „Það bendir til þess að hann er alveg út við hornfána. Ég er til í að leyfa honum að njóta vafans þar sem hann er í bestu mögulegu stöðunni til að sjá þetta,“ sagði Atli Viðar og var því ósammála bæði Gumma og Baldri. „Byrjar þetta aftur, að sleikja upp aðstoðardómara,“ skaut Gummi á Atla Viðar. „Boltinn fer bara svo langt út. Ef hann skallar þetta inn í markteig á fjær þá finnst mér þetta mögulegt,“ sagði Baldur en fékk í raun ekki að klára því Gummi benti á að Baldur, sem væri nú verkfræðingur, væri sammála sér. „Það gefur mér byr undir báða vængi að verkfræðingurinn taki undir með mér.“ Klippa: Stúkan: „Gefur mér byr undir báða vængi að verkfræðingurinn taki undir með mér.“ Atli Viðar lét þó ekki segjast og taldi aðstoðardómarann hafa tekið rétta ákvörðun þar sem hann var ekki í mynd. „Stundum ertu of nálægt þessu, ég hef séð það oft hjá dómurum. Þeir eru of nálægt hlutunum,“ sagði Gummi jafnframt en umræðuna sem og klippur af mörkunum, þar á meðal því sem fékk ekki að standa, má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Stúkan Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Sjá meira
Táningurinn skoraði þrennu en Stúkan er handviss um að þau hafi átt að vera fjögur en það fjórða var dæmt af þar sem boltinn var talinn hafa farið út af vellinum í fyrirgjöfinni sem endaði á enni framherjans öfluga. Eftir að Baldur Sigurðsson hafði rætt fyrsta mark leiksins, sem Hinrik Harðarson skoraði fyrir gestina, snerist umræðan að Benóný Breka Andréssyni og mörkunum hans þremur. „Það sem gerist í kjölfarið er að Skagamenn smituðust af ruglinu og þeir tóku varnarleikinn niður á næsta stig. Sjáum mörkin sem KR skorar, þessi þrenna hjá Benóný Breka – þetta er allt einhvern veginn að þeir eru að dekka illa,“ sagði Baldur og heldur áfram. „Þetta er ólíkt Skaganum, hafa verið öflugir í sínum varnarleik og ekki verið að fá á sig svona mörk. Þetta bara drap Skagamenn,“ bætti Baldur við áður en Atli Viðar Björnsson fékk orðið. Jón Gísli Eyland Gíslason tekur innkast.Vísir/Viktor Freyr „Varnarfærslurnar þeirra hafa verið í lagi en í sérstaklega fyrsta markinu, hvernig Benóný Breki getur valsað af nærstöng yfir á fjær án þess að nokkrum detti í hug að dekka hann.“ „Mér finnst hreyfingin hjá Benóný Breka í þriðja markinu algjört gull, hvernig hann þykist ætla að fara á nærstöng fram fyrir Oliver Stefánsson og laumar sér svo á fjær. Frábær hreyfing.“ „Að sama skapi vel gert, við vitum að Benóný Breki getur þetta og Aron (Sigurðsson) öflugur. Við höfum verið að kalla eftir þessu og þeir stóðu sig svo sannarlega vel í þessum leik,“ sagði Baldur einnig. Aron átti góðan leik.Vísir/Viktor Freyr Markið sem var dæmt af „Aðstoðardómarinn hlýtur að meta það þannig að boltinn hafi farið aftur fyrir í fyrirgjöfinni og þaðan aftur inn á því hann er ekki kominn aftur fyrir þarna (Þegar Luke Rae spyrnir boltanum),“ sagði Gummi Ben um það sem hefði átt að vera fjórða mark KR í leiknum. „Ég dúxaði ekki í öllum eðlisfræðiáföngunum en ég fullyrði það samkvæmt minni eðlisfræði er þetta nánast ekki möguleiki úr þessari fyrirgjöf. Ef þú nærð boltanum í sveig út fyrir völlinn og svo út fyrir markteiginn þar sem hann er skallaður í markið þá ertu undrabarn, og Luke Rae er ekki undrabarn,“ bætti Gummi við. Luke Rae í leiknum.Vísir/Viktor Freyr Atli Viðar var þó ekki sammála þar sem aðstoðardómarinn var ekki í mynd og því ómögulegt að vita hvar hann stóð þegar boltanum var spyrnt. „Það bendir til þess að hann er alveg út við hornfána. Ég er til í að leyfa honum að njóta vafans þar sem hann er í bestu mögulegu stöðunni til að sjá þetta,“ sagði Atli Viðar og var því ósammála bæði Gumma og Baldri. „Byrjar þetta aftur, að sleikja upp aðstoðardómara,“ skaut Gummi á Atla Viðar. „Boltinn fer bara svo langt út. Ef hann skallar þetta inn í markteig á fjær þá finnst mér þetta mögulegt,“ sagði Baldur en fékk í raun ekki að klára því Gummi benti á að Baldur, sem væri nú verkfræðingur, væri sammála sér. „Það gefur mér byr undir báða vængi að verkfræðingurinn taki undir með mér.“ Klippa: Stúkan: „Gefur mér byr undir báða vængi að verkfræðingurinn taki undir með mér.“ Atli Viðar lét þó ekki segjast og taldi aðstoðardómarann hafa tekið rétta ákvörðun þar sem hann var ekki í mynd. „Stundum ertu of nálægt þessu, ég hef séð það oft hjá dómurum. Þeir eru of nálægt hlutunum,“ sagði Gummi jafnframt en umræðuna sem og klippur af mörkunum, þar á meðal því sem fékk ekki að standa, má sjá í spilaranum ofar í fréttinni.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Stúkan Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Sjá meira