„Hefði enginn dómari í heiminum sleppt þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 3. september 2024 10:03 Hólmar Örn Eyjólfsson fékk að líta rauða spjaldið á sannkölluðum vendipunkti í leik Víkings og Vals á sunnudaginn. Stöð 2 Sport Hárréttur dómur eða óskiljanlegur? Eða kannski mannleg mistök í spennuþrungnum stórleik? Það voru að minnsta kosti heldur betur skiptar skoðanir í Stúkunni, á rauða spjaldinu sem Hólmar Örn Eyjólfsson fékk í 3-2 sigri Víkinga á Val í Bestu deildinni. Hólmar fékk beint rautt spjald fyrir tæklingu á 65. mínútu, þegar Valur var 2-0 yfir, og Víkingar nýttu sér það til að vinna leikinn og útiloka Valsara endanlega frá titilbaráttunni. „Þetta hefði örugglega verið frábærlega vel gert hjá Val og við værum að hrósa þeim, ef þeir hefðu bara siglt þessu heim og Hólmar hefði ekki farið í þessa tæklingu og fengið rautt,“ sagði Baldur Sigurðsson í Stúkunni á Stöð 2 Sport. „En maður getur gagnrýnt Val fyrir að nýta sér ekki yfirtöluna, því á þessum kafla frá öðru marki Vals og fram að rauða spjaldinu á Hólmar er ekkert að gerast í leiknum. Þeir leyfa Víkingunum jafnvel bara að vera með boltann. Keyrið bara á þá, nýtið ykkur þetta, og skorið bara þriðja markið og klárið leikinn. Í staðinn kemur rauða spjaldið og það fer allt í skrúfuna hjá Val í kjölfarið,“ bætti Baldur við en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan: Rautt á Hólmar Atli Viðar Björnsson var vægast sagt ósammála ákvörðun dómarans Sigurðar Hjartar Þrastarsonar um að reka Hólmar af velli. „Hann fræsar hann niður“ „Mér finnst þetta alveg óskiljanlegt rautt spjald. Mér finnst Hólmar vissulega verða of seinn í að teygja sig í boltann, en hann fer ekki í stoðfótinn á Danijel, ekki í gegnum hann. Hann vissulega setur fótinn fyrir, sem verður til þess að hann bregður Danijel, en það er engin þannig heift í þessu að hann eigi skilið að fá rautt spjald,“ sagði Atli Viðar og sessunaut hans var brugðið: „Það er óskiljanlegt að þú notir orðið óskiljanlegt í þessu mómenti, því þetta er klárlega ljótt brot. Hræðilegt touch og svo kemur hann af fullu afli inn í þetta,“ sagði Baldur. „Hann fræsar hann niður,“ bætti Baldur við en sagði svo: „Eina sem gæti mögulega gert það að verkum að ég sé sammála því að þetta sé ekki rautt er að lappirnar eru ekki uppi.“ „Hann er bara að teygja sig í boltann!“ skaut Atli Viðar inn í. Hjálpar honum að fara í vasann en aldrei rautt Talið barst þá að því að Hólmar þyrfti líkt og aðrir að vera meðvitaður um að dómarar eru mannlegir: „Hann fer í þessa tæklingu, í þessum leik, eftir allt sem er búið að gerast… Það hefði enginn dómari í heiminum sleppt þessu rauða spjaldi. Það er búið að púa á hann, örugglega láta hann heyra það þegar þeir fóru inn í hálfleik, hann er með þetta allt á bakinu, svo kemur Hólmar í þessa tæklingu sem lítur illa út. Það hefði enginn dómari sleppt þessu,“ sagði Baldur. „Ég er sannfærður um að það hjálpaði honum að taka þessa ákvörðun, en ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að enginn dómari í heiminum hefði sleppt þessu,“ sagði Gummi Ben, stjórnandi þáttarins. „Ég er hundrað prósent sammála því að það hjálpar honum að fara í rassvasann, að Valur sé manni fleiri, en þetta finnst mér vera hrein og klár mistök. Mér finnst þetta aldrei vera rautt spjald,“ sagði Atli Viðar. Besta deild karla Stúkan Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Stúkan: Ósammála um markið sem ekki fékk að standa Tveir af þremur meðlimum síðasta þáttar Stúkunnar töldu að annar af aðstoðardómurum leiks KR og ÍA í Bestu deild karla hafi rænt Benóný Breka Andrésson marki. 2. september 2024 22:02 Gummi fékk olnbogaskot og kýldi Bödda: „Mér er svo misboðið“ „Þarna gerðust hlutir sem við eigum ekki að sjá,“ segir Guðmundur Benediktsson um átök þeirra Guðmundar Kristjánssonar og Böðvars Böðvarssonar í Kaplakrika í gær. Báðir eiga svo sannarlega skilið leikbann að mati Stúkunnar. 2. september 2024 11:02 Slagsmálin send til aganefndar Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Stjörnunnar, og Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, geta átt von á leikbanni vegna högga sem þeir skiptust á í leik liðanna í Bestu deild karla í fótbolta í gær. 2. september 2024 15:46 Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Hólmar fékk beint rautt spjald fyrir tæklingu á 65. mínútu, þegar Valur var 2-0 yfir, og Víkingar nýttu sér það til að vinna leikinn og útiloka Valsara endanlega frá titilbaráttunni. „Þetta hefði örugglega verið frábærlega vel gert hjá Val og við værum að hrósa þeim, ef þeir hefðu bara siglt þessu heim og Hólmar hefði ekki farið í þessa tæklingu og fengið rautt,“ sagði Baldur Sigurðsson í Stúkunni á Stöð 2 Sport. „En maður getur gagnrýnt Val fyrir að nýta sér ekki yfirtöluna, því á þessum kafla frá öðru marki Vals og fram að rauða spjaldinu á Hólmar er ekkert að gerast í leiknum. Þeir leyfa Víkingunum jafnvel bara að vera með boltann. Keyrið bara á þá, nýtið ykkur þetta, og skorið bara þriðja markið og klárið leikinn. Í staðinn kemur rauða spjaldið og það fer allt í skrúfuna hjá Val í kjölfarið,“ bætti Baldur við en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan: Rautt á Hólmar Atli Viðar Björnsson var vægast sagt ósammála ákvörðun dómarans Sigurðar Hjartar Þrastarsonar um að reka Hólmar af velli. „Hann fræsar hann niður“ „Mér finnst þetta alveg óskiljanlegt rautt spjald. Mér finnst Hólmar vissulega verða of seinn í að teygja sig í boltann, en hann fer ekki í stoðfótinn á Danijel, ekki í gegnum hann. Hann vissulega setur fótinn fyrir, sem verður til þess að hann bregður Danijel, en það er engin þannig heift í þessu að hann eigi skilið að fá rautt spjald,“ sagði Atli Viðar og sessunaut hans var brugðið: „Það er óskiljanlegt að þú notir orðið óskiljanlegt í þessu mómenti, því þetta er klárlega ljótt brot. Hræðilegt touch og svo kemur hann af fullu afli inn í þetta,“ sagði Baldur. „Hann fræsar hann niður,“ bætti Baldur við en sagði svo: „Eina sem gæti mögulega gert það að verkum að ég sé sammála því að þetta sé ekki rautt er að lappirnar eru ekki uppi.“ „Hann er bara að teygja sig í boltann!“ skaut Atli Viðar inn í. Hjálpar honum að fara í vasann en aldrei rautt Talið barst þá að því að Hólmar þyrfti líkt og aðrir að vera meðvitaður um að dómarar eru mannlegir: „Hann fer í þessa tæklingu, í þessum leik, eftir allt sem er búið að gerast… Það hefði enginn dómari í heiminum sleppt þessu rauða spjaldi. Það er búið að púa á hann, örugglega láta hann heyra það þegar þeir fóru inn í hálfleik, hann er með þetta allt á bakinu, svo kemur Hólmar í þessa tæklingu sem lítur illa út. Það hefði enginn dómari sleppt þessu,“ sagði Baldur. „Ég er sannfærður um að það hjálpaði honum að taka þessa ákvörðun, en ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að enginn dómari í heiminum hefði sleppt þessu,“ sagði Gummi Ben, stjórnandi þáttarins. „Ég er hundrað prósent sammála því að það hjálpar honum að fara í rassvasann, að Valur sé manni fleiri, en þetta finnst mér vera hrein og klár mistök. Mér finnst þetta aldrei vera rautt spjald,“ sagði Atli Viðar.
Besta deild karla Stúkan Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Stúkan: Ósammála um markið sem ekki fékk að standa Tveir af þremur meðlimum síðasta þáttar Stúkunnar töldu að annar af aðstoðardómurum leiks KR og ÍA í Bestu deild karla hafi rænt Benóný Breka Andrésson marki. 2. september 2024 22:02 Gummi fékk olnbogaskot og kýldi Bödda: „Mér er svo misboðið“ „Þarna gerðust hlutir sem við eigum ekki að sjá,“ segir Guðmundur Benediktsson um átök þeirra Guðmundar Kristjánssonar og Böðvars Böðvarssonar í Kaplakrika í gær. Báðir eiga svo sannarlega skilið leikbann að mati Stúkunnar. 2. september 2024 11:02 Slagsmálin send til aganefndar Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Stjörnunnar, og Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, geta átt von á leikbanni vegna högga sem þeir skiptust á í leik liðanna í Bestu deild karla í fótbolta í gær. 2. september 2024 15:46 Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Stúkan: Ósammála um markið sem ekki fékk að standa Tveir af þremur meðlimum síðasta þáttar Stúkunnar töldu að annar af aðstoðardómurum leiks KR og ÍA í Bestu deild karla hafi rænt Benóný Breka Andrésson marki. 2. september 2024 22:02
Gummi fékk olnbogaskot og kýldi Bödda: „Mér er svo misboðið“ „Þarna gerðust hlutir sem við eigum ekki að sjá,“ segir Guðmundur Benediktsson um átök þeirra Guðmundar Kristjánssonar og Böðvars Böðvarssonar í Kaplakrika í gær. Báðir eiga svo sannarlega skilið leikbann að mati Stúkunnar. 2. september 2024 11:02
Slagsmálin send til aganefndar Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Stjörnunnar, og Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, geta átt von á leikbanni vegna högga sem þeir skiptust á í leik liðanna í Bestu deild karla í fótbolta í gær. 2. september 2024 15:46