Utanríkismálin meira áberandi og Pennsylvanía í brennidepli Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. september 2024 19:53 Silja sagði utanríkismálin hafa meiri vigt en oft áður og að afstaða manna hvað þau varðaði gæti raunar skipta sköpum. „Við sem erum í alþjóðastjórnmálum erum yfirleitt mjög sár yfir því að fólk kýs ekki út á utanríkismál,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, í umræðum um forsetakosningarnar vestanhafs í nýjum þætti af Baráttan um Bandaríkin. Til umræðu í þættinum í dag voru meðal annars baráttumál Kamölu Harris, forsetaefnis Demókrataflokksins, og Donald Trump, fyrrverandi forseta og forsetaefnis Repúblikanaflokksins. Hvað utanríkismálin varðar benti Silja á að innan Demókrataflokksins væri helst óeining varðandi átökin á Gasa og að afdráttarlaus stuðningur Bandaríkjastjórnar við Ísrael gæti kostað Harris sigur í barátturíkinu Michigan, þar sem er að finna stóran hóp af Bandaríkjamönnum af miðausturlenskum uppruna. Demókratar væru hins vegar sammála hvað varðaði Úkraínu en þessu væri þveröfugt farið í Repúblikanaflokknum; hann væri einróma í stuðningi sínum við Ísrael en klofinn varðandi fjárframlög og hernaðaraðstoð til handa Úkraínumönnum. „Þau eru samt ofar á borði margra kjósenda í Bandaríkjunum núna en oft áður,“ sagði Silja um utanríkismálin. Um væri að ræða tiltölulega litla hópa kjósenda, sem gætu engu að síður haft mikil áhrif vegna kjörmannakerfisins. Umræddir hópar, þeir sem tækju afstöðu hvað varðar utanríkismálin, væru ef til vill ekki að fara að kjósa hinn kandídatinn en gætu ráðið úrslitum með því að sitja heima í stað þess að mæta á kjörstað. Afar tvísýnt um úrslit Nýjustu skoðananannir voru einnig til umræðu en afar mjótt er á munum, bæði á landsvísu og í hinum svokölluð barátturíkjum. Harris mælist með þriggja prósenta forskot á Trump samkvæmt New York Times en það dugir henni ekki til. „Þarna er, eins og þú segir, mjög mjótt á munum í mörgum ríkjum og ef við gefum okkur að útkoman sé í takt við kannanirnar eins og þær eru í dag, þá í raun og veru snýst allt um Pennsylvaníu,“ sagði Silja en hnífjafnt er á milli forsetaefnanna þar. Staðan í skoðanakönnunum vestanhafs samkvæmt New York Times. „Það sem við höfum séð núna í vikunni er að Demókratarnir, Harris og Walz, eru til dæmis að fara til Georgíu þar sem er gríðarlega tæpt í mælingum og bara með því að ná að snúa örfáum atkvæðum þar þá gætu þau aukið forskot sitt. Þannig að þetta er kannski það sem mér hefur þótt mest spennandi núna í vikunni alla vega, það eru Georgía og svo held ég að Pennsylvanía sé það sem maður hefur augun á alveg fram að kjördegi,“ sagði Silja. Fyrirkomulag forsetakosninganna og kjörmannakerfið, þar sem menn þurfa að tryggja sér 270 kjörmenn hið minnsta af 528 til að hljóta útnefninguna, gerir það að verkum að Demókratar þurfa að vinna með að minnsta kosti þriggja til fimm prósenta mun á landsvísu til að hljóta nógu marga kjörmenn. Silju benti í þessu samhengi á að skoðanakannanir á vegum Demókrata sýndu að enn mjórra væri á munum en aðrar gæfu vísbendingar um. Baráttan um Bandaríkin Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sjá meira
Til umræðu í þættinum í dag voru meðal annars baráttumál Kamölu Harris, forsetaefnis Demókrataflokksins, og Donald Trump, fyrrverandi forseta og forsetaefnis Repúblikanaflokksins. Hvað utanríkismálin varðar benti Silja á að innan Demókrataflokksins væri helst óeining varðandi átökin á Gasa og að afdráttarlaus stuðningur Bandaríkjastjórnar við Ísrael gæti kostað Harris sigur í barátturíkinu Michigan, þar sem er að finna stóran hóp af Bandaríkjamönnum af miðausturlenskum uppruna. Demókratar væru hins vegar sammála hvað varðaði Úkraínu en þessu væri þveröfugt farið í Repúblikanaflokknum; hann væri einróma í stuðningi sínum við Ísrael en klofinn varðandi fjárframlög og hernaðaraðstoð til handa Úkraínumönnum. „Þau eru samt ofar á borði margra kjósenda í Bandaríkjunum núna en oft áður,“ sagði Silja um utanríkismálin. Um væri að ræða tiltölulega litla hópa kjósenda, sem gætu engu að síður haft mikil áhrif vegna kjörmannakerfisins. Umræddir hópar, þeir sem tækju afstöðu hvað varðar utanríkismálin, væru ef til vill ekki að fara að kjósa hinn kandídatinn en gætu ráðið úrslitum með því að sitja heima í stað þess að mæta á kjörstað. Afar tvísýnt um úrslit Nýjustu skoðananannir voru einnig til umræðu en afar mjótt er á munum, bæði á landsvísu og í hinum svokölluð barátturíkjum. Harris mælist með þriggja prósenta forskot á Trump samkvæmt New York Times en það dugir henni ekki til. „Þarna er, eins og þú segir, mjög mjótt á munum í mörgum ríkjum og ef við gefum okkur að útkoman sé í takt við kannanirnar eins og þær eru í dag, þá í raun og veru snýst allt um Pennsylvaníu,“ sagði Silja en hnífjafnt er á milli forsetaefnanna þar. Staðan í skoðanakönnunum vestanhafs samkvæmt New York Times. „Það sem við höfum séð núna í vikunni er að Demókratarnir, Harris og Walz, eru til dæmis að fara til Georgíu þar sem er gríðarlega tæpt í mælingum og bara með því að ná að snúa örfáum atkvæðum þar þá gætu þau aukið forskot sitt. Þannig að þetta er kannski það sem mér hefur þótt mest spennandi núna í vikunni alla vega, það eru Georgía og svo held ég að Pennsylvanía sé það sem maður hefur augun á alveg fram að kjördegi,“ sagði Silja. Fyrirkomulag forsetakosninganna og kjörmannakerfið, þar sem menn þurfa að tryggja sér 270 kjörmenn hið minnsta af 528 til að hljóta útnefninguna, gerir það að verkum að Demókratar þurfa að vinna með að minnsta kosti þriggja til fimm prósenta mun á landsvísu til að hljóta nógu marga kjörmenn. Silju benti í þessu samhengi á að skoðanakannanir á vegum Demókrata sýndu að enn mjórra væri á munum en aðrar gæfu vísbendingar um.
Baráttan um Bandaríkin Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sjá meira