Pælingar eldri kylfings á Spáni ekki efstar á vandræðalista flokksins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. september 2024 12:47 Friðjón segir flokkinn hafa um annað að hugsa en hugðarefni hálfáttræðs Íslendings sem njóti lífsins á Spáni en bölvi Evrópusamstarfi og hlusti ekki á yngri konur. Vísir/vilhelm Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ummæli Bolla Kristinssonar í hádegisfréttum Bylgjunnar birtingarmynd vanda í Sjálfstæðisflokknum. Eldri karlar sem trúi ekki á yngri konur. Bolli í Sautján sendi miðstjórn Sjálfstæðisflokksins bréf fyrir tveimur mánuðum þar sem hann óskaði eftir leyfi til að bjóða fram viðbótarlista tengdan Sjálfstæðisflokknum í þingkosningum á næsta ári, svokallaðan DD-lista. Hann hefur enn ekki fengið svar en þeir þingmenn sem DD-listinn fengi myndu ganga til liðs við þingflokk Sjálfstæðismanna að loknum kosningum. Hann segir mikinn áhuga á hugmynd hans en þar eigi að smala saman þá sem hafi kosið flokkinn áratugum saman. Einungis þeir sem hefðu áorkað einhverju fengju sæti á listanum og myndu gamlir framámenn flokksins sjá um uppstillingu. „Við erum ekkert að leita að einhverjum, hvað á ég að kalla það. Einhverjum nýútskrifuðum stúlkum sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig. Þó ég hafi fulla virðingu fyrir ungu fólki þá þurfum við fólk með reynslu og eitthvað fólk sem hefur áunnið sér eitthvað í lífinu,“ segir Bolli. Friðjón staldrar við ummæli Bolla um nýútskrifuðu stúlkurnar. „Hér er birtingarmynd ákveðins vanda sem við í Sjálfstæðisflokknum þurfum að eiga við. Það er aðeins of mikið til af eldri mönnum sem hafa ekki áttað sig á því að konur á fertugsaldri með góða menntun, mikla reynslu úr stjórnmálum og stjórnsýslu geti nokkurn skapaðan hlut,“ segir Friðjón. Meðal kvenna sem passa í það box má nefna ráðherrana Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur. „Þeir sakna mest þess tíma þegar þeir voru ungir menn og fannst sjálfsagt að hæfileikalausir vinum þeirra væri lyft langt umfram efni og gáfur.“ Hann segir Bolla í seinni tíð helst hafa stundað hatramman áróður gegn EES samstarfinu af golfvelli á Suður-Spáni. „Hvar hann ílengist í skjóli EES-samstarfsins. Það er margt sem flokkurinn þarf að huga að, í stöðunni sem hann er. En að sinna hugðarefnum hálf-áttræðs kylfings á Suður-Spáni er ekki efst á þeim lista.“ Sýður upp úr Fleiri eru hugsi yfir orðum Bolla. Fólk utan flokksins sem tekur ríkan þátt í samfélagsumræðu á Facebook. Þeirra á meðal er Egill Helgason fjölmiðlamaður. „Nú virðist allt vera að sjóða upp úr í Sjálfstæðisflokknum, en þessi ummæli eru varla til framdráttar uppreisnarmönnum í flokknum. Kannski þó einhverjir sem fíla þau?“ spyr Egill. „Við erum að fara inn í mjög skrítinn pólitískan vetur þar sem kjósendur virðast ætla að veita núverandi ríkisstjórn og flokkunum sem hana skipa ráðningu.“ Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill stingur líka niður penna. „Æ það er nú svolítið áhugavert að krúttleg karlremba á áttræðisaldri hafi áhyggjur af blæstri og naglalökkun ungra kvenna í pólitík. Ég get eiginlega ekki annað en velt því fyrir mér hvernig blessaður Bollinn hefur orku í þetta DD flipp sitt þar sem dágóður tími hlýtur nú að fara hjá honum í að halda hárinu á sér svona svörtu,“ segir Hödd. Sjálfstæðisflokkurinn Evrópusambandið Tengdar fréttir Flokkurinn þurfi ekki „nýútskrifaðar stúlkur sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig“ Sjálfstæðismaður segir stofnun nýs framboðs tengdu flokknum vera mikilvægt til að sækja þá kjósendur sem hafa yfirgefið flokkinn síðustu ár undir núverandi forystu. Einungis þeir sem hafa áorkað eitthvað í lífinu fengju sæti á lista framboðsins. 4. september 2024 11:52 „Við erum búin að sitja í ríkisstjórn þar sem við höfum gefið ýmislegt eftir“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn þurfa að leita í ræturnar. Óánægju kjósenda megi meðal annars rekja til þess að flokkurinn hafi þurft að lúffa í ýmsum málaflokkum í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi. 3. september 2024 12:36 Sjálfstæðismenn óánægðir með það sem flokkurinn „hefur þurft að kyngja“ Diljá Mist Einarsdóttir og Jón Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segja stöðu Sjálfstæðisflokksins alvarlega og að það verði að bregðast við. Þau segja að á flokksráðsfundi hafi komið fram skýr krafa um að sjálfstæðisstefnan verði fyrirferðarmeiri. Samstarf við vinstriflokka sé fullreynt en þau gangi óbundin til kosninga. 2. september 2024 09:21 Vildarpunktarnir eru runnir út Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins var haldinn um helgina og er eitt sem stendur upp úr að fundi loknum. Vildarpunktar forystu Sjálfstæðisflokksins eru runnir út. Markmið fundarins var að ræða stöðu flokksins við forystuna. Ég spyr þá: Hvar átti sú umræða sér stað? 2. september 2024 08:03 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Bolli í Sautján sendi miðstjórn Sjálfstæðisflokksins bréf fyrir tveimur mánuðum þar sem hann óskaði eftir leyfi til að bjóða fram viðbótarlista tengdan Sjálfstæðisflokknum í þingkosningum á næsta ári, svokallaðan DD-lista. Hann hefur enn ekki fengið svar en þeir þingmenn sem DD-listinn fengi myndu ganga til liðs við þingflokk Sjálfstæðismanna að loknum kosningum. Hann segir mikinn áhuga á hugmynd hans en þar eigi að smala saman þá sem hafi kosið flokkinn áratugum saman. Einungis þeir sem hefðu áorkað einhverju fengju sæti á listanum og myndu gamlir framámenn flokksins sjá um uppstillingu. „Við erum ekkert að leita að einhverjum, hvað á ég að kalla það. Einhverjum nýútskrifuðum stúlkum sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig. Þó ég hafi fulla virðingu fyrir ungu fólki þá þurfum við fólk með reynslu og eitthvað fólk sem hefur áunnið sér eitthvað í lífinu,“ segir Bolli. Friðjón staldrar við ummæli Bolla um nýútskrifuðu stúlkurnar. „Hér er birtingarmynd ákveðins vanda sem við í Sjálfstæðisflokknum þurfum að eiga við. Það er aðeins of mikið til af eldri mönnum sem hafa ekki áttað sig á því að konur á fertugsaldri með góða menntun, mikla reynslu úr stjórnmálum og stjórnsýslu geti nokkurn skapaðan hlut,“ segir Friðjón. Meðal kvenna sem passa í það box má nefna ráðherrana Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur. „Þeir sakna mest þess tíma þegar þeir voru ungir menn og fannst sjálfsagt að hæfileikalausir vinum þeirra væri lyft langt umfram efni og gáfur.“ Hann segir Bolla í seinni tíð helst hafa stundað hatramman áróður gegn EES samstarfinu af golfvelli á Suður-Spáni. „Hvar hann ílengist í skjóli EES-samstarfsins. Það er margt sem flokkurinn þarf að huga að, í stöðunni sem hann er. En að sinna hugðarefnum hálf-áttræðs kylfings á Suður-Spáni er ekki efst á þeim lista.“ Sýður upp úr Fleiri eru hugsi yfir orðum Bolla. Fólk utan flokksins sem tekur ríkan þátt í samfélagsumræðu á Facebook. Þeirra á meðal er Egill Helgason fjölmiðlamaður. „Nú virðist allt vera að sjóða upp úr í Sjálfstæðisflokknum, en þessi ummæli eru varla til framdráttar uppreisnarmönnum í flokknum. Kannski þó einhverjir sem fíla þau?“ spyr Egill. „Við erum að fara inn í mjög skrítinn pólitískan vetur þar sem kjósendur virðast ætla að veita núverandi ríkisstjórn og flokkunum sem hana skipa ráðningu.“ Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill stingur líka niður penna. „Æ það er nú svolítið áhugavert að krúttleg karlremba á áttræðisaldri hafi áhyggjur af blæstri og naglalökkun ungra kvenna í pólitík. Ég get eiginlega ekki annað en velt því fyrir mér hvernig blessaður Bollinn hefur orku í þetta DD flipp sitt þar sem dágóður tími hlýtur nú að fara hjá honum í að halda hárinu á sér svona svörtu,“ segir Hödd.
Sjálfstæðisflokkurinn Evrópusambandið Tengdar fréttir Flokkurinn þurfi ekki „nýútskrifaðar stúlkur sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig“ Sjálfstæðismaður segir stofnun nýs framboðs tengdu flokknum vera mikilvægt til að sækja þá kjósendur sem hafa yfirgefið flokkinn síðustu ár undir núverandi forystu. Einungis þeir sem hafa áorkað eitthvað í lífinu fengju sæti á lista framboðsins. 4. september 2024 11:52 „Við erum búin að sitja í ríkisstjórn þar sem við höfum gefið ýmislegt eftir“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn þurfa að leita í ræturnar. Óánægju kjósenda megi meðal annars rekja til þess að flokkurinn hafi þurft að lúffa í ýmsum málaflokkum í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi. 3. september 2024 12:36 Sjálfstæðismenn óánægðir með það sem flokkurinn „hefur þurft að kyngja“ Diljá Mist Einarsdóttir og Jón Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segja stöðu Sjálfstæðisflokksins alvarlega og að það verði að bregðast við. Þau segja að á flokksráðsfundi hafi komið fram skýr krafa um að sjálfstæðisstefnan verði fyrirferðarmeiri. Samstarf við vinstriflokka sé fullreynt en þau gangi óbundin til kosninga. 2. september 2024 09:21 Vildarpunktarnir eru runnir út Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins var haldinn um helgina og er eitt sem stendur upp úr að fundi loknum. Vildarpunktar forystu Sjálfstæðisflokksins eru runnir út. Markmið fundarins var að ræða stöðu flokksins við forystuna. Ég spyr þá: Hvar átti sú umræða sér stað? 2. september 2024 08:03 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Flokkurinn þurfi ekki „nýútskrifaðar stúlkur sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig“ Sjálfstæðismaður segir stofnun nýs framboðs tengdu flokknum vera mikilvægt til að sækja þá kjósendur sem hafa yfirgefið flokkinn síðustu ár undir núverandi forystu. Einungis þeir sem hafa áorkað eitthvað í lífinu fengju sæti á lista framboðsins. 4. september 2024 11:52
„Við erum búin að sitja í ríkisstjórn þar sem við höfum gefið ýmislegt eftir“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn þurfa að leita í ræturnar. Óánægju kjósenda megi meðal annars rekja til þess að flokkurinn hafi þurft að lúffa í ýmsum málaflokkum í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi. 3. september 2024 12:36
Sjálfstæðismenn óánægðir með það sem flokkurinn „hefur þurft að kyngja“ Diljá Mist Einarsdóttir og Jón Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segja stöðu Sjálfstæðisflokksins alvarlega og að það verði að bregðast við. Þau segja að á flokksráðsfundi hafi komið fram skýr krafa um að sjálfstæðisstefnan verði fyrirferðarmeiri. Samstarf við vinstriflokka sé fullreynt en þau gangi óbundin til kosninga. 2. september 2024 09:21
Vildarpunktarnir eru runnir út Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins var haldinn um helgina og er eitt sem stendur upp úr að fundi loknum. Vildarpunktar forystu Sjálfstæðisflokksins eru runnir út. Markmið fundarins var að ræða stöðu flokksins við forystuna. Ég spyr þá: Hvar átti sú umræða sér stað? 2. september 2024 08:03