Franska blaðið France Football gaf þá út hvaða leikmenn eru tilnefndir í ár. Glódís Perla er ein af þrjátíu leikmönnum sem koma til greina sem besta knattspyrnukona heims á árinu 2024.
Þetta er einn mesti heiður sem íslenskri knattspyrnukonu hefur verið sýndur en svo á eftir að koma í ljós í hvaða sæti íslenski miðvörðurinn endar í sjálfri kosningunni.
Glódís hefur átt magnað ár sem lykilmaður hjá þýsku meisturunum og íslenska landsliðinu sem var eitt það fyrsta sem tryggði sér sæti á EM í Sviss og vann 3-0 stórsigur á Þýskalandi á Laugardalsvellinum í sumar.
Bayern vann þýsku deildina og varð í öðru sæti í bikarkeppninni þar sem að Glódís missti ekki úr leik.
Nominated for the 2024 Women’s Ballon d’Or@glodisperla@FCBfrauen@footballiceland#ballondor pic.twitter.com/luL84vRYgc
— Ballon d'Or (@ballondor) September 4, 2024
- Tilnefndir leikmenn:
- Aitana Bonmati (Barcelona)
- Ada Hegerberg (Lyon)
- Lauren Hemp (Man City)
- Trinity Rodman (Washington Spirit)
- Barbra Banda (Shanghai RCB, Orlando Pride)
- Tarciane Lime (Houston Dash)
- Manuela Giugliano (Roma)
- Mallory Swanson (Chicago Red Stars)
- Glódís Perla Viggoódóttir (Bayern München)
- Mariona Caldentey (Barca, Arsenal)
- Lauren James (Chelsea)
- Patricia Guijarro (Barca)
- Lea Schuller (Bayern)
- Gabi Portilho (Corinthians)
- Tabitha Chawinga (PSG)
- Caroline Graham Hansen (Barca)
- Lindsey Horan (Lyon)
- Lucy Bronze (Barca, Chelsea)
- Sjoeke Nusken (Chelsea)
- Yui Hasegawa (Man City)