„Fengu frítt að borða í hádeginu þannig þeir geta ekki kvartað“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. september 2024 20:44 Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV. Vísir/Hulda Margrét Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, segir að aðeins eitt stig gegn bikarmeisturum Vals á útivelli í opnunarleik Olís-deildar karla í kvöld hafi verið vonbrigði. „Já, ég get alveg tekið undir það. Þetta eru vonbrigði. Við vorum í bílstjórasætinu í sextíu mínútur og með leikinn svolítið í okkar höndum,“ sagði Magnús í viðtali við Vísi í leikslok. „Við vorum með góða stjórn á leiknum og strákarnir gerðu þetta vel. Þeir höfðu góða stjórn á leiknum en svo kemur þarna augnablik í seinni hálfleik þar sem við dettum aðeins úr því sem við viljum gera og hleypum þeim þannig inn í leikinn aftur. En ég er mjög sáttur með drengina og kraftinn sem þeir komu með. Ég er mjög ánægður með mína drengi.“ Eyjamenn náðu mest fjögurra marka forskoti í seinni hálfleik, en Magnús segist hreinlega ekki vita hvað vantaði upp á til að klára leikinn. „Það er góð spurning, í fljótu bragði hef ég engin svör hvað það varðar. Það sem mér dettur fyrs í hug er kaflinn sem við förum úr okkar skipulagi í seinni hálfleik og hleypum þeim bara inn í leikinn.“ „Við fáum líka tvær óþarfa brottvísanir og það er erfitt og dýrt að vera manni færri á móti liði eins og Val. Þeir eru mjög vel skipulagðir og það er erfitt. Ég hefði kannski viljað sjá okkur gera aðeins betur varnarlega varðandi þessar brottvísanir. Það er eiginlega bara það.“ „Hræðilegt víti hjá Kára“ Alls fóru fimm víti í súginn í leiknum, en Valsmenn misnotuðu þrjú vítaköst og Eyjamenn tvö. Magnús segir að mögulega hafi verið smá haustbragur á liðunum og bætir við að Kári Kristján viti vel upp á sig sökina. „Þetta var náttúrulega bara hræðilegt víti hjá Kára. Hann veit það manna best að hann á að skila þessu í netið á þessum tímapunkti í leiknum. Ég þarf ekkert að segja honum það.“ „Haustbragur og ekki haustbragur. Ég veit það ekki. Mér fannst bæði lið koma bara nokkuð vel spilandi til leiks og ég myndi segja að bæði lið mæti bara nokkuð klár til leiks eftir sumarfrí.“ Að lokum var Magnús svo spurður út í það klúður að þeir Petar Jokanovic og Marino Gabrieri hafi ekki getað tekið þátt í leiknum sökum þess að það gleymdist einfaldlega að staðfesta félagsskiptin á heimasíðu HSÍ. „Þú verður eiginlega bara að taka símtalið upp á skrifstofu ÍBV og fá þetta á hreint. Þú lætur mig svo vita hvað kemur út úr því.“ „Þeir fengu að fljóta frítt með og frítt að borða í hádeginu þannig þeir geta ekki kvartað neitt,“ sagði Magnús að lokum. Olís-deild karla ÍBV Valur Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
„Já, ég get alveg tekið undir það. Þetta eru vonbrigði. Við vorum í bílstjórasætinu í sextíu mínútur og með leikinn svolítið í okkar höndum,“ sagði Magnús í viðtali við Vísi í leikslok. „Við vorum með góða stjórn á leiknum og strákarnir gerðu þetta vel. Þeir höfðu góða stjórn á leiknum en svo kemur þarna augnablik í seinni hálfleik þar sem við dettum aðeins úr því sem við viljum gera og hleypum þeim þannig inn í leikinn aftur. En ég er mjög sáttur með drengina og kraftinn sem þeir komu með. Ég er mjög ánægður með mína drengi.“ Eyjamenn náðu mest fjögurra marka forskoti í seinni hálfleik, en Magnús segist hreinlega ekki vita hvað vantaði upp á til að klára leikinn. „Það er góð spurning, í fljótu bragði hef ég engin svör hvað það varðar. Það sem mér dettur fyrs í hug er kaflinn sem við förum úr okkar skipulagi í seinni hálfleik og hleypum þeim bara inn í leikinn.“ „Við fáum líka tvær óþarfa brottvísanir og það er erfitt og dýrt að vera manni færri á móti liði eins og Val. Þeir eru mjög vel skipulagðir og það er erfitt. Ég hefði kannski viljað sjá okkur gera aðeins betur varnarlega varðandi þessar brottvísanir. Það er eiginlega bara það.“ „Hræðilegt víti hjá Kára“ Alls fóru fimm víti í súginn í leiknum, en Valsmenn misnotuðu þrjú vítaköst og Eyjamenn tvö. Magnús segir að mögulega hafi verið smá haustbragur á liðunum og bætir við að Kári Kristján viti vel upp á sig sökina. „Þetta var náttúrulega bara hræðilegt víti hjá Kára. Hann veit það manna best að hann á að skila þessu í netið á þessum tímapunkti í leiknum. Ég þarf ekkert að segja honum það.“ „Haustbragur og ekki haustbragur. Ég veit það ekki. Mér fannst bæði lið koma bara nokkuð vel spilandi til leiks og ég myndi segja að bæði lið mæti bara nokkuð klár til leiks eftir sumarfrí.“ Að lokum var Magnús svo spurður út í það klúður að þeir Petar Jokanovic og Marino Gabrieri hafi ekki getað tekið þátt í leiknum sökum þess að það gleymdist einfaldlega að staðfesta félagsskiptin á heimasíðu HSÍ. „Þú verður eiginlega bara að taka símtalið upp á skrifstofu ÍBV og fá þetta á hreint. Þú lætur mig svo vita hvað kemur út úr því.“ „Þeir fengu að fljóta frítt með og frítt að borða í hádeginu þannig þeir geta ekki kvartað neitt,“ sagði Magnús að lokum.
Olís-deild karla ÍBV Valur Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti