„Fannst Eyjamennirnir bara furðugóðir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. september 2024 21:02 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals. Vísir/Diego Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, segist vera nokkuð sáttur með að hans menn hafi náð í eitt stig gegn ÍBV á heimavelli í opnunarleik Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Liðin skiptu stigunum á milli sín er þau mættust í N1-höllinni í fyrsta leik Olís-deildarinnar í kvöld. Lokatölur urðu 31-31, en Valsmenn voru aðeins einu sinni yfir í leiknum. „Ef maður lítur yfir allan leikinn þá vorum við eiginlega alltaf að elta og vorum bara ekki góðir,“ sagði Óskar í leikslok. „Við náðum aldrei neinu frumkvæði í varnaleik, en hraðaupphlaupin voru allt í lagi. Við erum að skora 17 mörk í fyrri hálfleik, en samt að fara með einhver dauðafæri þar. Við náðum aldrei neinum þéttleika eða góðum varnarleik fannst mér til að eiga eitthvað skilið. En það var karakter í okkur, við lentum þremur undir þegar einhverjar sjö mínútur eru eftir og erum svo í þeirri stöðu að við erum eiginlega fúlir að vinna ekki. En ég held að við getum eiginlega verið bara þakklátir með eitt stig.“ Þá bætir hann einnig við að sínir menn hafi sýnt úr hverju þeir eru gerðir. „Við lendum þarna fjórum mörkum undir og það er enginn taktur í okkar liði. Þeir fengu allt sem þeir vildu, fengu að spila upp línumanninn og það voru allir að koma sér vel í gegnum okkur og við vorum ekki að finna taktinn í þessu.“ „En mér fannst síðustu sjö mínúturnar það besta í okkur og það sýnir bara ákveðna seiglu í okkur. Það er eiginlega furðuleg tilfinning að vera fúll yfir að hafa ekki unnið. Það er allt í lagi að vera undir, en þegar við förum á skrið þá eigum við að klára þetta.“ „Þakklátur fyrir stigið að svo stöddu“ Óskar bætir einnig við að haustbragurinn frægi hafi gert vart við sig í leik kvöldsins. „Já, kannski bara á báðum liðum. Inn á milli kemur eitthvað þar sem menn eru að finna taktinn í skiptingum og þess háttar. Við erum auðvitað búnir að fá tvo alvöru leiki, en mér fannst Eyjamennirnir bara furðugóðir með sinn takt. Frekar að við værum eins og við værum í æfingaleik. Ég er eiginlega bara þakklátur fyrir stigið að svo stöddu.“ „Fannst hann ekki hjálpa okkur nógu mikið í dag“ Þeir Bjarni Selvindi og Miodrag Corsovic eru að stíga sín fyrstu skref með Valsmönnum og líklega hefði Óskar viljað fá meira út úr þeim báðum. Corsovic fékk að líta beint rautt spjald í seinni hálfleik og Bjarni þurfti 16 skot til að skora sjö mörk, en á tímabili hafði hann aðeins skorað tvö mörk úr tíu skotum. „Ég sá þetta ekki nógu vel,“ sagði Óskar um rauða spjaldið. „Mér fannst hann sitja eftir og hvort að einhver ýti eða hvort að hann krækir veit ég ekki. Ég treysti bara Antoni og Jónasi fyrir þessu.“ „En mér finnst Bjarni frábær leikmaður. Hann þarf oft svolítinn tíma til að koma sér í gang og misnotar aðeins til að byrja með. Hann er eiginlega furðugóður miðað við að hann sé nýkominn. Við erum náttúrulega með nýja vörn og margt nýtt frá því í fyrra þannig ég er ánægður með margt.“ „Bjarni er flottur, en ég var miklu ánægðari með Miodrag í síðasta leik. Mér fannst hann hægur og ekki nógu góður og ekki hjálpa okkur nógu mikið í dag,“ sagði Óskar að lokum. Olís-deild karla Valur ÍBV Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira
Liðin skiptu stigunum á milli sín er þau mættust í N1-höllinni í fyrsta leik Olís-deildarinnar í kvöld. Lokatölur urðu 31-31, en Valsmenn voru aðeins einu sinni yfir í leiknum. „Ef maður lítur yfir allan leikinn þá vorum við eiginlega alltaf að elta og vorum bara ekki góðir,“ sagði Óskar í leikslok. „Við náðum aldrei neinu frumkvæði í varnaleik, en hraðaupphlaupin voru allt í lagi. Við erum að skora 17 mörk í fyrri hálfleik, en samt að fara með einhver dauðafæri þar. Við náðum aldrei neinum þéttleika eða góðum varnarleik fannst mér til að eiga eitthvað skilið. En það var karakter í okkur, við lentum þremur undir þegar einhverjar sjö mínútur eru eftir og erum svo í þeirri stöðu að við erum eiginlega fúlir að vinna ekki. En ég held að við getum eiginlega verið bara þakklátir með eitt stig.“ Þá bætir hann einnig við að sínir menn hafi sýnt úr hverju þeir eru gerðir. „Við lendum þarna fjórum mörkum undir og það er enginn taktur í okkar liði. Þeir fengu allt sem þeir vildu, fengu að spila upp línumanninn og það voru allir að koma sér vel í gegnum okkur og við vorum ekki að finna taktinn í þessu.“ „En mér fannst síðustu sjö mínúturnar það besta í okkur og það sýnir bara ákveðna seiglu í okkur. Það er eiginlega furðuleg tilfinning að vera fúll yfir að hafa ekki unnið. Það er allt í lagi að vera undir, en þegar við förum á skrið þá eigum við að klára þetta.“ „Þakklátur fyrir stigið að svo stöddu“ Óskar bætir einnig við að haustbragurinn frægi hafi gert vart við sig í leik kvöldsins. „Já, kannski bara á báðum liðum. Inn á milli kemur eitthvað þar sem menn eru að finna taktinn í skiptingum og þess háttar. Við erum auðvitað búnir að fá tvo alvöru leiki, en mér fannst Eyjamennirnir bara furðugóðir með sinn takt. Frekar að við værum eins og við værum í æfingaleik. Ég er eiginlega bara þakklátur fyrir stigið að svo stöddu.“ „Fannst hann ekki hjálpa okkur nógu mikið í dag“ Þeir Bjarni Selvindi og Miodrag Corsovic eru að stíga sín fyrstu skref með Valsmönnum og líklega hefði Óskar viljað fá meira út úr þeim báðum. Corsovic fékk að líta beint rautt spjald í seinni hálfleik og Bjarni þurfti 16 skot til að skora sjö mörk, en á tímabili hafði hann aðeins skorað tvö mörk úr tíu skotum. „Ég sá þetta ekki nógu vel,“ sagði Óskar um rauða spjaldið. „Mér fannst hann sitja eftir og hvort að einhver ýti eða hvort að hann krækir veit ég ekki. Ég treysti bara Antoni og Jónasi fyrir þessu.“ „En mér finnst Bjarni frábær leikmaður. Hann þarf oft svolítinn tíma til að koma sér í gang og misnotar aðeins til að byrja með. Hann er eiginlega furðugóður miðað við að hann sé nýkominn. Við erum náttúrulega með nýja vörn og margt nýtt frá því í fyrra þannig ég er ánægður með margt.“ „Bjarni er flottur, en ég var miklu ánægðari með Miodrag í síðasta leik. Mér fannst hann hægur og ekki nógu góður og ekki hjálpa okkur nógu mikið í dag,“ sagði Óskar að lokum.
Olís-deild karla Valur ÍBV Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn