Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 4-4 | Keflavík fallið úr efstu deild Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. september 2024 13:17 Úr leik liðanna fyrr í sumar. Vísir/Diego Keflavík er fallið úr Bestu-deild kvenna í knattspyrnu eftir að liðið gerði 4-4 jafntefli gegn Stjörnunni í næstsíðustu umferð neðri hlutans í dag. Keflvíkingar léku með vindinn í bakið í fyrri hálfleik og sóttu þar af leiðandi stíft að marki Stjörnunnar. Það voru þó frekar Stjörnukonur sem voru sjálfum sér verstar frekar en að Keflvíkingar væru að skapa sér færi og Melanie Rendeiro kom heimakonum í forystu á tíundu mínútu eftir að gestirnir höfðu tapað boltanum á hættulegum stað. Rendeiro var svo aftur á ferðinni rétt rúmum tíu mínútum síðar þegar hún nýtti sér skelfileg mistök fyrirliða Stjörnunnar. Arna Dís ætlaði þá að skila boltanum heim á Erin McLeod í marki Stjörnunnar, en hitti boltann illa og gaf heimakonum mark á silfurfati. Þriðja mark Keflavíkur leit svo dagsins ljós á 32. mínútu þegar Simona Meijer fann Melanie Rendeiro inn fyrir vörn gestanna og Rendeiro fullkomnaði þrennuna. Gestunum tókst þó að klóra í bakkann með síðustu snertingu fyrri hálfleiks þegar Fanney Lísa Jóhannesdóttir skallaði boltann í netið og staðan í hálfleik því 3-1. Þrátt fyrir að leika gegn vindi eftir hlé voru það Keflvíkingar sem ógnuðu í upphafi síðari hálfleiks. Marín Rún Guðmundsdóttir átti til að mynda skot í slá, en inn vildi boltinn ekki. Eftir því sem leið á fóru Stjörnukonur að færa sig framar á völlinn og uppskáru loksins mark á 60. mínútu þegar Hulda Hrund Arnarsdóttir þrumaði fyrirgjöf Fanneyjar Lísu í fjærhornið. Sex mínútum síðar var svo allt orðið jafnt eftir að Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir keyrði inn á teig af vinstri kantinum og tróð skoti í stöngina og inn. Keflvíkingar náðu þó forystunni á ný þegar sending Melanie Rendeiro fann Marín Rún Guðmundsdóttur inni á teig á 71. mínútu. Erin McLeod varði skot Marínar, en missti boltann, kastaði sér á eftir honum og sló hann af marklínunni. Marín þakkaði pent fyrir sig og skilaði boltanum yfir línuna í annarri tilraun. Áttunda mark leiksins leit svo dagsins ljós þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma þegar Fanney Lísa færði boltann út til vinstri þar sem Úlfa Dís tók við honum og klíndi honum svo upp í samskeytin fjær. Snyrtilega gert. Fleiri urðu mörkin þó ekki og niðurstaðan varð 4-4 jafntefli, sem þýðir að Keflvíkingar eru fallnir úr Bestu-deild kvenna. Atvik leiksins Atvik leiksins átti sér ekki stað innan vallar, heldur á hliðarlínunni. Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar, ætlaði þá að taka við bolta sem var á leið út af, en flækti lappirnar í vatnsbrúsum liðsins og fékk að launum væna flugferð. Kannski ekki merkilegt atvik í samhengi við leikinn, en viðstaddir skemmtu sér konunglega yfir þessu. Stjörnur og skúrkar Melanie Rendeiro er stjarna dagsins. Þrenna í hús hjá hinni kanadísku og hún getur klárlega verið sátt við sitt. Í liði Stjörnunnar áttu Fanney Lísa Jóhannesdóttir og Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir góðan dag. Fanney Lísa skoraði fyrsta mark gestanna og lagði upp tvö til viðbótar og Úlfa Dís skoraði tvívegis fyrir Stjörnuna. Miðverðirnir Arna Dís Arnþórsdóttir og Eyrún Embla Hjartardóttir hafa hins vegar átt betri daga. Hannah Sharts og Anna María Baldursdóttir voru fjarverandi í dag og þær Arna og Eyrún þurftu að leysa þeirra stöður. Fyrsta mark Keflavíkur kom upp úr því að Eyrún Embla gaf boltann frá sér og annað markið kom eftir slæm mistök Örnu. Þá hlýtur Erin McLeod að naga sig í handabökin eftir að hafa ekki náð að halda boltanum í fjórða marki Keflvíkinga. Jafn reynslumikill markvörður og hún á einfaldlega að gera betur. Dómarinn Bríet Bragadóttir og hennar teymi komust nokkuð vel frá verkefni dagsins. Líklega hefði Bríet getað veifað gula spjaldinu oftar fyrir peysutog, en þess í stað fékk leikurinn að fljóta nokkuð vel. Stemning og umgjörð Það var heldur rólegt yfir öllu á HS Orku vellinum í dag. Heldur fámennt í stúkunni og lítið sem heyrðist frá áhorfendum. Sérstakt að ekki hafi verið gert meira úr þessum leik í ljósi þess hversu mikilvægur hann var fyrir Keflavík og að Ljósanótt stendur sem hæst í bænum. Annars er lítið hægt að setja út á umgjörð Keflvíkinga og vallaraðstæður voru til fyrirmyndar. Fótbolti Íslenski boltinn Keflavík ÍF Stjarnan Besta deild kvenna
Keflavík er fallið úr Bestu-deild kvenna í knattspyrnu eftir að liðið gerði 4-4 jafntefli gegn Stjörnunni í næstsíðustu umferð neðri hlutans í dag. Keflvíkingar léku með vindinn í bakið í fyrri hálfleik og sóttu þar af leiðandi stíft að marki Stjörnunnar. Það voru þó frekar Stjörnukonur sem voru sjálfum sér verstar frekar en að Keflvíkingar væru að skapa sér færi og Melanie Rendeiro kom heimakonum í forystu á tíundu mínútu eftir að gestirnir höfðu tapað boltanum á hættulegum stað. Rendeiro var svo aftur á ferðinni rétt rúmum tíu mínútum síðar þegar hún nýtti sér skelfileg mistök fyrirliða Stjörnunnar. Arna Dís ætlaði þá að skila boltanum heim á Erin McLeod í marki Stjörnunnar, en hitti boltann illa og gaf heimakonum mark á silfurfati. Þriðja mark Keflavíkur leit svo dagsins ljós á 32. mínútu þegar Simona Meijer fann Melanie Rendeiro inn fyrir vörn gestanna og Rendeiro fullkomnaði þrennuna. Gestunum tókst þó að klóra í bakkann með síðustu snertingu fyrri hálfleiks þegar Fanney Lísa Jóhannesdóttir skallaði boltann í netið og staðan í hálfleik því 3-1. Þrátt fyrir að leika gegn vindi eftir hlé voru það Keflvíkingar sem ógnuðu í upphafi síðari hálfleiks. Marín Rún Guðmundsdóttir átti til að mynda skot í slá, en inn vildi boltinn ekki. Eftir því sem leið á fóru Stjörnukonur að færa sig framar á völlinn og uppskáru loksins mark á 60. mínútu þegar Hulda Hrund Arnarsdóttir þrumaði fyrirgjöf Fanneyjar Lísu í fjærhornið. Sex mínútum síðar var svo allt orðið jafnt eftir að Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir keyrði inn á teig af vinstri kantinum og tróð skoti í stöngina og inn. Keflvíkingar náðu þó forystunni á ný þegar sending Melanie Rendeiro fann Marín Rún Guðmundsdóttur inni á teig á 71. mínútu. Erin McLeod varði skot Marínar, en missti boltann, kastaði sér á eftir honum og sló hann af marklínunni. Marín þakkaði pent fyrir sig og skilaði boltanum yfir línuna í annarri tilraun. Áttunda mark leiksins leit svo dagsins ljós þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma þegar Fanney Lísa færði boltann út til vinstri þar sem Úlfa Dís tók við honum og klíndi honum svo upp í samskeytin fjær. Snyrtilega gert. Fleiri urðu mörkin þó ekki og niðurstaðan varð 4-4 jafntefli, sem þýðir að Keflvíkingar eru fallnir úr Bestu-deild kvenna. Atvik leiksins Atvik leiksins átti sér ekki stað innan vallar, heldur á hliðarlínunni. Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar, ætlaði þá að taka við bolta sem var á leið út af, en flækti lappirnar í vatnsbrúsum liðsins og fékk að launum væna flugferð. Kannski ekki merkilegt atvik í samhengi við leikinn, en viðstaddir skemmtu sér konunglega yfir þessu. Stjörnur og skúrkar Melanie Rendeiro er stjarna dagsins. Þrenna í hús hjá hinni kanadísku og hún getur klárlega verið sátt við sitt. Í liði Stjörnunnar áttu Fanney Lísa Jóhannesdóttir og Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir góðan dag. Fanney Lísa skoraði fyrsta mark gestanna og lagði upp tvö til viðbótar og Úlfa Dís skoraði tvívegis fyrir Stjörnuna. Miðverðirnir Arna Dís Arnþórsdóttir og Eyrún Embla Hjartardóttir hafa hins vegar átt betri daga. Hannah Sharts og Anna María Baldursdóttir voru fjarverandi í dag og þær Arna og Eyrún þurftu að leysa þeirra stöður. Fyrsta mark Keflavíkur kom upp úr því að Eyrún Embla gaf boltann frá sér og annað markið kom eftir slæm mistök Örnu. Þá hlýtur Erin McLeod að naga sig í handabökin eftir að hafa ekki náð að halda boltanum í fjórða marki Keflvíkinga. Jafn reynslumikill markvörður og hún á einfaldlega að gera betur. Dómarinn Bríet Bragadóttir og hennar teymi komust nokkuð vel frá verkefni dagsins. Líklega hefði Bríet getað veifað gula spjaldinu oftar fyrir peysutog, en þess í stað fékk leikurinn að fljóta nokkuð vel. Stemning og umgjörð Það var heldur rólegt yfir öllu á HS Orku vellinum í dag. Heldur fámennt í stúkunni og lítið sem heyrðist frá áhorfendum. Sérstakt að ekki hafi verið gert meira úr þessum leik í ljósi þess hversu mikilvægur hann var fyrir Keflavík og að Ljósanótt stendur sem hæst í bænum. Annars er lítið hægt að setja út á umgjörð Keflvíkinga og vallaraðstæður voru til fyrirmyndar.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti