Hæstiréttur tekur ummæli Páls ekki fyrir og sýknan stendur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. september 2024 14:31 Ummæli Páls voru ómerkt í héraði en hann sýknaður af kröfum Arnars og Þórðar í Landsrétti. Þar við situr. Vísir Hæstiréttur mun ekki taka fyrir meiðyrðamál tveggja blaðamanna gegn Páli Vilhjálmssyni, bloggara og kennara. Páll var sýknaður af öllum kröfum blaðamannanna í Landsrétti, og því standa ummæli hans. Þeir Þórður Snær Júlíusson, sem þá var ritstjóri Heimildarinnar, og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður sama miðils, stefndu Páli fyrir meiðyrði og kröfðust ómerkingar á tvennum ummælum á bloggsíðu hans á vefsvæði Mbl.is. Annars vegar voru það ummæli um að tvímenningarnir hefðu átt „aðild, beina eða óbeina“ að því að Páli Steingrímssyni, skipstjóra hjá Samherja, hefði verið byrlað og síma hans stolið. Hins vegar voru það ummæli Páls um að saksóknari gæfi út ákæru á hendur blaðamönnunum. Snúið við milli dómstiga Í Héraðsdómi Reykjavíkur var Páll dæmdur til að greiða blaðamönnunum 300 þúsund krónur, hvorum fyrir sig, auk málskostnaðar upp á 700 þúsund krónur. Landsréttur sýknaði Pál hins vegar af öllum kröfum blaðamannanna í maí síðastliðnum. Málskostnaður féll niður á báðum dómstigum. Í ákvörðun Hæstaréttar var saga málsins rakin lítillega, auk þess sem kom fram að Páll hefði lagst gegn málskotsbeiðni þeirra Þórðar og Arnars. Þá er fjallað um dóma sem gengið hafa í málinu, bæði í héraði og í Landsrétti, og tekið fram að Landsréttur hefði að endingu talið að tjáning Páls rúmaðist innan tjáningarfrelsisins í skilningi stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu. Hvorki almennt gildi né sérstaklega mikilvægir hagsmunir „Leyfisbeiðendur byggja á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi og vísa einkum til þess að Landsréttur hafi komist að þeirri niðurstöðu að ummæli gagnaðila hafi falið í sér staðhæfingar um staðreyndir en hins vegar beitt aðferðarfræði við mat á þeim sem eigi við um mat á gildisdómum. Sú aðferðarfræði sé í andstöðu við dómaframkvæmd og hafi niðurstaðan almenna þýðingu varðandi stjórnarskrárvarin mannréttindi, bæði með tilliti til tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs og æruverndar. Leyfisbeiðendur byggja jafnframt á því að úrslit málsins varði mikilvæga hagsmuni þeirra. Þá hafi málsmeðferð fyrir Landsrétti verið stórlega ábótavant og vísa leyfisbeiðendur meðal annars til þess að rökstuðningi í dómi Landsréttar sé mjög áfátt auk þess sem niðurstaðan sé reist á málsástæðu sem gagnaðili hafi ekki byggt á í málinu. Loks byggja leyfisbeiðendur á því að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi og efni,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar, sem taldi hvorki að úrslit málsins hefðu verulegt almennt gildi, né að það varðaði sérstaklega mikilvæga hagsmuni Þórðar og Arnars. Fjölmiðlar Dómsmál Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Páll sýknaður Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari og bloggari hefur verið sýknaður af öllum kröfum tveggja blaðamanna á Heimildinni í Landsrétti. 31. maí 2024 14:07 „Ég er orðinn ýmsu vanur en þetta sló mig verulega“ Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Heimildarinnar, áður Kjarnans, sagðist fyrir dómi í morgun aldrei hafa hitt Pál Steingrímsson skipsstjóra, aldrei stolið af honum síma, né hefði hann átt beinan eða óbeinan þátt í að byrla honum né nokkrum manni. Þá sagði hann skýrslu réttarmeinafræðings sýna fram á að Páli hefði í raun aldrei verið byrlað. Verjandi Páls Vilhjálmssonar sagði málið ekki flókið og að það snérist um tjáningarfrelsi. 27. febrúar 2023 14:36 Óþægilegt að sitja undir ásökunum um þjófnað og byrlun Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á Heimildinni, áður Kjarnanum, segist hafa verið mjög hissa þegar Páll Vilhjálmsson bloggari og kennari sakaði hann og kollega hans um að hafa byrlað skipstjóra Samherja og stolið af honum síma til að geta skrifað fréttir. Páll mætti ekki í dómsal í morgun. 27. febrúar 2023 11:16 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Þeir Þórður Snær Júlíusson, sem þá var ritstjóri Heimildarinnar, og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður sama miðils, stefndu Páli fyrir meiðyrði og kröfðust ómerkingar á tvennum ummælum á bloggsíðu hans á vefsvæði Mbl.is. Annars vegar voru það ummæli um að tvímenningarnir hefðu átt „aðild, beina eða óbeina“ að því að Páli Steingrímssyni, skipstjóra hjá Samherja, hefði verið byrlað og síma hans stolið. Hins vegar voru það ummæli Páls um að saksóknari gæfi út ákæru á hendur blaðamönnunum. Snúið við milli dómstiga Í Héraðsdómi Reykjavíkur var Páll dæmdur til að greiða blaðamönnunum 300 þúsund krónur, hvorum fyrir sig, auk málskostnaðar upp á 700 þúsund krónur. Landsréttur sýknaði Pál hins vegar af öllum kröfum blaðamannanna í maí síðastliðnum. Málskostnaður féll niður á báðum dómstigum. Í ákvörðun Hæstaréttar var saga málsins rakin lítillega, auk þess sem kom fram að Páll hefði lagst gegn málskotsbeiðni þeirra Þórðar og Arnars. Þá er fjallað um dóma sem gengið hafa í málinu, bæði í héraði og í Landsrétti, og tekið fram að Landsréttur hefði að endingu talið að tjáning Páls rúmaðist innan tjáningarfrelsisins í skilningi stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu. Hvorki almennt gildi né sérstaklega mikilvægir hagsmunir „Leyfisbeiðendur byggja á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi og vísa einkum til þess að Landsréttur hafi komist að þeirri niðurstöðu að ummæli gagnaðila hafi falið í sér staðhæfingar um staðreyndir en hins vegar beitt aðferðarfræði við mat á þeim sem eigi við um mat á gildisdómum. Sú aðferðarfræði sé í andstöðu við dómaframkvæmd og hafi niðurstaðan almenna þýðingu varðandi stjórnarskrárvarin mannréttindi, bæði með tilliti til tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs og æruverndar. Leyfisbeiðendur byggja jafnframt á því að úrslit málsins varði mikilvæga hagsmuni þeirra. Þá hafi málsmeðferð fyrir Landsrétti verið stórlega ábótavant og vísa leyfisbeiðendur meðal annars til þess að rökstuðningi í dómi Landsréttar sé mjög áfátt auk þess sem niðurstaðan sé reist á málsástæðu sem gagnaðili hafi ekki byggt á í málinu. Loks byggja leyfisbeiðendur á því að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi og efni,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar, sem taldi hvorki að úrslit málsins hefðu verulegt almennt gildi, né að það varðaði sérstaklega mikilvæga hagsmuni Þórðar og Arnars.
Fjölmiðlar Dómsmál Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Páll sýknaður Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari og bloggari hefur verið sýknaður af öllum kröfum tveggja blaðamanna á Heimildinni í Landsrétti. 31. maí 2024 14:07 „Ég er orðinn ýmsu vanur en þetta sló mig verulega“ Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Heimildarinnar, áður Kjarnans, sagðist fyrir dómi í morgun aldrei hafa hitt Pál Steingrímsson skipsstjóra, aldrei stolið af honum síma, né hefði hann átt beinan eða óbeinan þátt í að byrla honum né nokkrum manni. Þá sagði hann skýrslu réttarmeinafræðings sýna fram á að Páli hefði í raun aldrei verið byrlað. Verjandi Páls Vilhjálmssonar sagði málið ekki flókið og að það snérist um tjáningarfrelsi. 27. febrúar 2023 14:36 Óþægilegt að sitja undir ásökunum um þjófnað og byrlun Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á Heimildinni, áður Kjarnanum, segist hafa verið mjög hissa þegar Páll Vilhjálmsson bloggari og kennari sakaði hann og kollega hans um að hafa byrlað skipstjóra Samherja og stolið af honum síma til að geta skrifað fréttir. Páll mætti ekki í dómsal í morgun. 27. febrúar 2023 11:16 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Páll sýknaður Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari og bloggari hefur verið sýknaður af öllum kröfum tveggja blaðamanna á Heimildinni í Landsrétti. 31. maí 2024 14:07
„Ég er orðinn ýmsu vanur en þetta sló mig verulega“ Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Heimildarinnar, áður Kjarnans, sagðist fyrir dómi í morgun aldrei hafa hitt Pál Steingrímsson skipsstjóra, aldrei stolið af honum síma, né hefði hann átt beinan eða óbeinan þátt í að byrla honum né nokkrum manni. Þá sagði hann skýrslu réttarmeinafræðings sýna fram á að Páli hefði í raun aldrei verið byrlað. Verjandi Páls Vilhjálmssonar sagði málið ekki flókið og að það snérist um tjáningarfrelsi. 27. febrúar 2023 14:36
Óþægilegt að sitja undir ásökunum um þjófnað og byrlun Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á Heimildinni, áður Kjarnanum, segist hafa verið mjög hissa þegar Páll Vilhjálmsson bloggari og kennari sakaði hann og kollega hans um að hafa byrlað skipstjóra Samherja og stolið af honum síma til að geta skrifað fréttir. Páll mætti ekki í dómsal í morgun. 27. febrúar 2023 11:16