Vilja sýna hluttekningu með frestun á stóru balli Kolbeinn Tumi Daðason og Telma Tómasson skrifa 5. september 2024 15:49 Magnús tók við starfi skólameistara í Fjölbraut í Ármúla árið 2018. Vísir/Vilhelm Skólameistari Fjölbrautarskólans við Ármúla hefur ekki orðið var við hnífaburð nemenda í skólanum. Hann telur nemendur orðna það þroskaða að átta sig á afleiðingum sem slíkt gæti haft í för með sér. Stóru nýnemaballi hefur verið frestað um eina til tvær vikur. Skólameistarar allra framhaldsskólanna komu saman á Teams fundi í gær til að ræða starf í skólunum. Í framhaldi af þeim fundi sátu skólameistarar Fjölbrautarskólanna við Ármúla, Breiðholti og Mosfellsbæ auk Borgarholtsskóla og Tækniskólans áfram og ræddu fyrirhugað sameiginlegt nýnemaball skólanna. „Við áttum góða umræðu og vorum sammála um að þetta væri ekki alveg nógu gott að vera með skólaball, fólk að skemmta sér og gaman í ljósi þessa hörmulega atburðar,“ segir Magnús Ingvason skólameistari í FÁ. Atburðurinn sem Magnús vísar til er hnífsstunga við Skúlagötu í Reykjavík á Menningarnótt sem leiddi til andláts sautján ára stúlku, Bryndísar Klöru Birgisdóttur. Hún var nemandi við Verzlunarskóla Íslands. Hinn grunaði er sextán ára og sætir gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn málsins stendur yfir. Sýna hluttekningu Misjafnt sé eflaust eftir skólum hve mikið samráð hafi verið haft við nemendur en nemendur í FÁ sýni ákvörðuninni í það minnsta fullan skilning. Með ákvörðuninni sé fyrst og fremst verið að sýna hluttekningu frekar en að um öryggismál sé að ræða. „Það eru allir slegnir yfir þessu og mjög þungt hljóð í mörgum. Þetta er verulega sorglegur atburður,“ segir Magnús. Kennarar í skólanum ræði mikið við nemendur sína um atburðinn sorglega en sömuleiðis ofbeldi og hnífaburð í þjóðfélaginu. „Það hafa verið mjög góðar og gagnlegar umræður í mörgum tímum hjá okkur. Kennarar segja mér að nemendum sé brugðið og finnist þetta mál allt ömurlegt.“ Frestað um eina til tvær vikur Mikil áhersla sé lögð á forvarnarstarf í framhaldsskólum. Á skólafundi í október verði ofbeldi og hnífaburður til umræðu. Þar munu nemendur koma að umræðunni. „Það eru forvarnarfulltrúar í öllum skólum og stöðug brýning í félagslífinu annars vegar og áföngum og bekkjum hins vegar.“ Hann hefur ekki orðið var við hnífaburð innan veggja skólans. „Ég treysti að þau séu orðin það þroskuð að skilja að það gengur ekki að hafa með sér hnífa í skólann. Þau átta sig á afleiðingunum. Við höfum ekki orðið vör við að það sé einhver með hníf í skólanum.“ Stefnt sé á að halda nýnemaballið eftir eina til tvær vikur. Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Sjá meira
Skólameistarar allra framhaldsskólanna komu saman á Teams fundi í gær til að ræða starf í skólunum. Í framhaldi af þeim fundi sátu skólameistarar Fjölbrautarskólanna við Ármúla, Breiðholti og Mosfellsbæ auk Borgarholtsskóla og Tækniskólans áfram og ræddu fyrirhugað sameiginlegt nýnemaball skólanna. „Við áttum góða umræðu og vorum sammála um að þetta væri ekki alveg nógu gott að vera með skólaball, fólk að skemmta sér og gaman í ljósi þessa hörmulega atburðar,“ segir Magnús Ingvason skólameistari í FÁ. Atburðurinn sem Magnús vísar til er hnífsstunga við Skúlagötu í Reykjavík á Menningarnótt sem leiddi til andláts sautján ára stúlku, Bryndísar Klöru Birgisdóttur. Hún var nemandi við Verzlunarskóla Íslands. Hinn grunaði er sextán ára og sætir gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn málsins stendur yfir. Sýna hluttekningu Misjafnt sé eflaust eftir skólum hve mikið samráð hafi verið haft við nemendur en nemendur í FÁ sýni ákvörðuninni í það minnsta fullan skilning. Með ákvörðuninni sé fyrst og fremst verið að sýna hluttekningu frekar en að um öryggismál sé að ræða. „Það eru allir slegnir yfir þessu og mjög þungt hljóð í mörgum. Þetta er verulega sorglegur atburður,“ segir Magnús. Kennarar í skólanum ræði mikið við nemendur sína um atburðinn sorglega en sömuleiðis ofbeldi og hnífaburð í þjóðfélaginu. „Það hafa verið mjög góðar og gagnlegar umræður í mörgum tímum hjá okkur. Kennarar segja mér að nemendum sé brugðið og finnist þetta mál allt ömurlegt.“ Frestað um eina til tvær vikur Mikil áhersla sé lögð á forvarnarstarf í framhaldsskólum. Á skólafundi í október verði ofbeldi og hnífaburður til umræðu. Þar munu nemendur koma að umræðunni. „Það eru forvarnarfulltrúar í öllum skólum og stöðug brýning í félagslífinu annars vegar og áföngum og bekkjum hins vegar.“ Hann hefur ekki orðið var við hnífaburð innan veggja skólans. „Ég treysti að þau séu orðin það þroskuð að skilja að það gengur ekki að hafa með sér hnífa í skólann. Þau átta sig á afleiðingunum. Við höfum ekki orðið vör við að það sé einhver með hníf í skólanum.“ Stefnt sé á að halda nýnemaballið eftir eina til tvær vikur.
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Sjá meira