Kópavogsmódelið: Kvenréttindafélagið og BSRB á villigötum Sigrún Hulda Jónsdóttir skrifar 5. september 2024 20:02 Kvenréttindafélag Íslands og BSRB hafa stigið fram og gagnrýnt Kópavogsmódelið undir þeim formerkjum að breytingarnar séu bakslag í jafnréttisbaráttunni. Slíkar yfirlýsingar standast ekki skoðun. Kópavogsmódelið er skref í þá átt að gera leikskólana að eftirsóknarverðum vinnustað þar sem börnum, kennurum og foreldrum líði vel. Þá talar árangur sínu máli en aldrei hefur þurft að loka á leikskólum sökum manneklu, flestir leikskólar Kópavogs eru fullmannaðir og fleiri börn geta því fengið leikskólapláss. Miður er að hagsmunasamtök og séttarfélög sem standa fyrir hagsmunum kvenna og réttindum félagsmanna sinna skuli ráðast á breytingar á leikskólaumhverfi sem var ekki aðeins mikilvægt heldur nauðsynlegt. Þá vill svo til að yfir 90% starfsfólks á leikskólum eru konur. Hlutverk leikskóla er að tryggja barni gæða menntun og umönnun eins og lög gera ráð fyrir. Í lögum um leikskóla kemur hvergi fram að leikskóli hafi það að markmiði að tryggja kynjajafnrétti á atvinnumarkaði né að dagvistunarúrræði eigi að vera eins ódýrt og hægt er. Lög um leikskóla snúa að því að veita börnum gæða menntun og nám í gegnum sjálfssprottinn leik og þar með að tryggja börnum jöfn tækifæri til náms. Á árum áður var leikskólinn jöfnunartæki til að jafna rétt barna og var partur af velferðarkerfinu en árið 1994 var leikskólinn viðurkenndur sem fyrsta skólastigið og varð partur af menntakerfinu. Rétt er að atvinnuþátttaka kvenna á íslandi er há og er það að þakka jafnréttisbaráttu okkar Íslendinga og jöfnum tækifærum kynja til náms. Þar gegna leikskólar lykilhlutverki í þeirri baráttu. Við eigum hámenntað fólk af öllum kynjum sem stunda atvinnu utan heimilis. Reynsla okkar í Kópavogi hefur sýnt að þátttaka beggja foreldra er nokkuð jöfn og hefur ekki orðið breyting á því hvort faðir eða móðir komi með eða sækja barnið eftir breytingar. Leikskólastjórar í Kópavogi hafa frekar upplifað að meira samtal foreldra og fjölskyldunnar í að auka samveru með börnum sínum með því að annað foreldrið byrjar fyrr að vinna og hitt seinna til að geta verið meira með barni sínu. Leikskólinn er ekki lögbundið hlutverk sveitarfélaga þó öll sveitarfélög leggi sitt að mörkum að veita sem bestu menntun og umönnun fyrir ung börn. Mörg sveitarfélög hafa spennt bogann með fögrum loforðum um að veita öllum börnum 12 mánaða og eldri leikskólarými án þess að tryggja mannskap og tilskylda fagmenntun til kennslu og umönnunar á þessu viðkvæmasta þroskastigi. Það er staðreynd að á Íslandi er of lítið rými, börn dvöldu langa daga í of miklu álagi þar sem vantaði fagfólk og mannskap til starfa. Leikskólakerfið var komið í þrot. Án starfsfólks er ekki hægt að veita þá þjónustu sem foreldrar treysta á. Aðstæður voru ekki boðlegar lengur án aðgerða og eftir víðtækt samráð við starfsfólk, stjórnendur, foreldra og stéttarfélög varð Kópavogsmódelið til. Aðstæður skipta höfuð máli fyrir líðan og þroska barns og geta þær hreinlega verið skaðlegar ef ekki er tryggður stöðuleiki og fagmenntun starfsmanna í leikskólastarfi. Kópavogsmódelið stendur vörð um það kerfi sem gegnir lykilhlutverki í jafnrétti kynja. Rétt eins og bæjarstjóri Kópavogs heimsótti alla leikskóla Kópavogs til að kynna sér aðstæður á leikskólum væri óskandi ef Kvenréttindafélagið og BSRB myndu gera slíkt hið sama. Höfundur er leikskólastjóri heilsuleikskólans Urðarhóls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kópavogur Jafnréttismál Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Kvenréttindafélag Íslands og BSRB hafa stigið fram og gagnrýnt Kópavogsmódelið undir þeim formerkjum að breytingarnar séu bakslag í jafnréttisbaráttunni. Slíkar yfirlýsingar standast ekki skoðun. Kópavogsmódelið er skref í þá átt að gera leikskólana að eftirsóknarverðum vinnustað þar sem börnum, kennurum og foreldrum líði vel. Þá talar árangur sínu máli en aldrei hefur þurft að loka á leikskólum sökum manneklu, flestir leikskólar Kópavogs eru fullmannaðir og fleiri börn geta því fengið leikskólapláss. Miður er að hagsmunasamtök og séttarfélög sem standa fyrir hagsmunum kvenna og réttindum félagsmanna sinna skuli ráðast á breytingar á leikskólaumhverfi sem var ekki aðeins mikilvægt heldur nauðsynlegt. Þá vill svo til að yfir 90% starfsfólks á leikskólum eru konur. Hlutverk leikskóla er að tryggja barni gæða menntun og umönnun eins og lög gera ráð fyrir. Í lögum um leikskóla kemur hvergi fram að leikskóli hafi það að markmiði að tryggja kynjajafnrétti á atvinnumarkaði né að dagvistunarúrræði eigi að vera eins ódýrt og hægt er. Lög um leikskóla snúa að því að veita börnum gæða menntun og nám í gegnum sjálfssprottinn leik og þar með að tryggja börnum jöfn tækifæri til náms. Á árum áður var leikskólinn jöfnunartæki til að jafna rétt barna og var partur af velferðarkerfinu en árið 1994 var leikskólinn viðurkenndur sem fyrsta skólastigið og varð partur af menntakerfinu. Rétt er að atvinnuþátttaka kvenna á íslandi er há og er það að þakka jafnréttisbaráttu okkar Íslendinga og jöfnum tækifærum kynja til náms. Þar gegna leikskólar lykilhlutverki í þeirri baráttu. Við eigum hámenntað fólk af öllum kynjum sem stunda atvinnu utan heimilis. Reynsla okkar í Kópavogi hefur sýnt að þátttaka beggja foreldra er nokkuð jöfn og hefur ekki orðið breyting á því hvort faðir eða móðir komi með eða sækja barnið eftir breytingar. Leikskólastjórar í Kópavogi hafa frekar upplifað að meira samtal foreldra og fjölskyldunnar í að auka samveru með börnum sínum með því að annað foreldrið byrjar fyrr að vinna og hitt seinna til að geta verið meira með barni sínu. Leikskólinn er ekki lögbundið hlutverk sveitarfélaga þó öll sveitarfélög leggi sitt að mörkum að veita sem bestu menntun og umönnun fyrir ung börn. Mörg sveitarfélög hafa spennt bogann með fögrum loforðum um að veita öllum börnum 12 mánaða og eldri leikskólarými án þess að tryggja mannskap og tilskylda fagmenntun til kennslu og umönnunar á þessu viðkvæmasta þroskastigi. Það er staðreynd að á Íslandi er of lítið rými, börn dvöldu langa daga í of miklu álagi þar sem vantaði fagfólk og mannskap til starfa. Leikskólakerfið var komið í þrot. Án starfsfólks er ekki hægt að veita þá þjónustu sem foreldrar treysta á. Aðstæður voru ekki boðlegar lengur án aðgerða og eftir víðtækt samráð við starfsfólk, stjórnendur, foreldra og stéttarfélög varð Kópavogsmódelið til. Aðstæður skipta höfuð máli fyrir líðan og þroska barns og geta þær hreinlega verið skaðlegar ef ekki er tryggður stöðuleiki og fagmenntun starfsmanna í leikskólastarfi. Kópavogsmódelið stendur vörð um það kerfi sem gegnir lykilhlutverki í jafnrétti kynja. Rétt eins og bæjarstjóri Kópavogs heimsótti alla leikskóla Kópavogs til að kynna sér aðstæður á leikskólum væri óskandi ef Kvenréttindafélagið og BSRB myndu gera slíkt hið sama. Höfundur er leikskólastjóri heilsuleikskólans Urðarhóls.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun