Stefnan er skýr - höldum ótrauð áfram Bragi Bjarnason skrifar 6. september 2024 12:31 Í stóru samfélagi er að mörgu að hyggja. Það veldur óneitanlega áhyggjum þegar fréttir af auknum vopnaburði og ofbeldi barna koma í fjölmiðlum. Við þurfum öll að bregðast við með yfirveguðum hætti með það að markmiði að gera samfélagið okkar öruggara. Við foreldrar erum í lykilhlutverki í að fræða börnin okkar um alvarleika ofbeldis og afleiðingar þess. Fagfólk sveitarfélagsins vinnur nú að fræðslu og vitundarvakningu um málefnið með samstarfsaðilum “Öruggara Suðurlands” og innan forvarnarteymis Árborgar. Áfram er það samvinna heimila, skóla og frístundastofnana sem skiptir höfuðmáli í að tryggja velferð barnanna okkar í Árborg. Á góðri leið en ekki komin í mark Rekstur Svf. Árborgar hefur tekið framförum og jákvæðum breytingum á undanförnum mánuðum. Bæjaryfirvöld hafa með einbeittum vilja snúið við neikvæðri rekstrarstöðu sveitarfélagsins, sem hefur verið ríkjandi frá árinu 2019. Þessi árangur er ekki síst merkjanlegur í bættum rekstrarniðurstöðum bæði A- og B hluta. Það sem af er ári er rekstur bæjarsjóðs og stofnana sveitarfélagsins jákvæður um 1300 milljónir króna. Skuldir fara jafnframt lækkandi. Þrátt fyrir að vera enn ekki komin í mark, eru þessar tölur vitnisburður um að við séum á réttri leið. Stefna meirihluta D- og Á lista er skýr, að leggja áfram áherslu á endurskipulagningu og rekstrarúrbætur sem leiða til enn frekari árangurs. Tekjur af sölu byggingarréttar hafa lagt sitt af mörkum til að styrkja lausafjárstöðuna. Má sem dæmi nefna einskiptistekjur upp á 1200 milljónir króna sem hafa góð áhrif á rekstrarniðurstöðu. Viðbótartekjur sem þessar draga úr þörf fyrir lántöku og aukinni skuldsetningu. Slíkt er mjög mikilvægt skref í átt að sjálfbærni og uppbyggingu innviða. Það er ljóst að með þessum árangri og áframhaldandi áherslu á rekstrarhagkvæmni mun Árborg halda áfram að blómstra sem lifandi og fjölbreytt samfélag. Mynd 1. Rekstrarniðurstaða A- og B hluta hjá Árborg og samþykkt fjárhagsáætlun Sveitarfélagið Árborg hefur því miður, líkt og mynd 1 sýnir, verið rekið með talsverðum halla frá árinu 2019. Slíkt gengur auðvitað ekki við núverandi aðstæður og skýrir áherslur núverandi bæjarstjórnar á endurskipulagningu reksturs. Þetta er vissulega krefjandi verkefni, en er að skila árangri og búast má við að niðurstaða í lok árs verði betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. En betur má ef duga skal. Við höfum ásamt frábæru starfsfólki viðhaldið góðri þjónustu við íbúa sveitarfélagsins en margir finna eðlilega fyrir aðgerðunum í formi hærri gjalda. Mér finnst rétt og heiðarlegt að benda hér á að framundan er umframálag á útsvar, sem kemur til greiðslu með uppgjöri skattsins 1.júní 2025. Mikilvægt er að íbúar séu meðvitaðir um þessar álögur vegna stöðunnar og geti gert ráð fyrir þeim í sínum áætlunum. Við leggjum áherslu á gagnsæi í okkar starfi og upplýsingum til íbúanna, svo sem með þessum pistli. Fjölbreytt lóðaframboð Sveitarfélagið okkar heldur áfram að vaxa og mikilvægt er að lóðaframboð fyrir íbúðir og atvinnustarfsemi sé fjölbreytt. Slíkt næst fram með samstarfi sveitarfélagsins við öfluga einkaaðila. Frá sveitarfélaginu eru í auglýsingu lóðir undir einbýlishús í grónum hverfum. Í Víkurheiði eru tilbúnar lóðir undir atvinnustarfsemi. Við sem störfum fyrir bæjarfélagið finnum fyrir áframhaldandi áhuga á uppbyggingu víðsvegar í Árborg. Á næstunni verða því áfram auglýstar íbúðalóðir á Stokkseyri, Eyrarbakka og Selfossi ásamt atvinnulóð við Norðurhóla á Selfossi. Jafnframt hefur lóðaframboð á vegum einkaaðila haldist stöðugt. Tökum vel á móti hausti Margt jákvætt er að gerast sem styður við samfélagið okkar og eykur lífsgæði. Nú styttist í opnun matvöru- og lyfjaverslunar við Eyraveg, golfvöllurinn hefur stækkað í 14 holur, nýtt verslunar- og þjónustuhúsnæði rís og fleiri íbúar bætast í hópinn. Við skulum taka vel á móti þeim. Sumarið er víst á enda, mörgum sem fannst það líklega aldrei byrja. Ég vona að sem flestir hafi náð góðri samveru með sínum nánustu, sem eru verðmætustu stundirnar þegar horft er til baka. Sumarið var viðburðaríkt í Árborg. Bæjarhátíðir, íþróttamót, leikir og aðrir viðburðir í hverri viku og fjöldi gesta nýtti tækifærið til að heimsækja lifandi samfélag Árborgar. Gamla góða rútínan hefur þó sína kosti núna þegar skóla-, frístunda- og annað vetrarstarf er hafið. Njótum haustsins. Höfundur er bæjarstjóri og foreldri í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Bjarnason Árborg Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í stóru samfélagi er að mörgu að hyggja. Það veldur óneitanlega áhyggjum þegar fréttir af auknum vopnaburði og ofbeldi barna koma í fjölmiðlum. Við þurfum öll að bregðast við með yfirveguðum hætti með það að markmiði að gera samfélagið okkar öruggara. Við foreldrar erum í lykilhlutverki í að fræða börnin okkar um alvarleika ofbeldis og afleiðingar þess. Fagfólk sveitarfélagsins vinnur nú að fræðslu og vitundarvakningu um málefnið með samstarfsaðilum “Öruggara Suðurlands” og innan forvarnarteymis Árborgar. Áfram er það samvinna heimila, skóla og frístundastofnana sem skiptir höfuðmáli í að tryggja velferð barnanna okkar í Árborg. Á góðri leið en ekki komin í mark Rekstur Svf. Árborgar hefur tekið framförum og jákvæðum breytingum á undanförnum mánuðum. Bæjaryfirvöld hafa með einbeittum vilja snúið við neikvæðri rekstrarstöðu sveitarfélagsins, sem hefur verið ríkjandi frá árinu 2019. Þessi árangur er ekki síst merkjanlegur í bættum rekstrarniðurstöðum bæði A- og B hluta. Það sem af er ári er rekstur bæjarsjóðs og stofnana sveitarfélagsins jákvæður um 1300 milljónir króna. Skuldir fara jafnframt lækkandi. Þrátt fyrir að vera enn ekki komin í mark, eru þessar tölur vitnisburður um að við séum á réttri leið. Stefna meirihluta D- og Á lista er skýr, að leggja áfram áherslu á endurskipulagningu og rekstrarúrbætur sem leiða til enn frekari árangurs. Tekjur af sölu byggingarréttar hafa lagt sitt af mörkum til að styrkja lausafjárstöðuna. Má sem dæmi nefna einskiptistekjur upp á 1200 milljónir króna sem hafa góð áhrif á rekstrarniðurstöðu. Viðbótartekjur sem þessar draga úr þörf fyrir lántöku og aukinni skuldsetningu. Slíkt er mjög mikilvægt skref í átt að sjálfbærni og uppbyggingu innviða. Það er ljóst að með þessum árangri og áframhaldandi áherslu á rekstrarhagkvæmni mun Árborg halda áfram að blómstra sem lifandi og fjölbreytt samfélag. Mynd 1. Rekstrarniðurstaða A- og B hluta hjá Árborg og samþykkt fjárhagsáætlun Sveitarfélagið Árborg hefur því miður, líkt og mynd 1 sýnir, verið rekið með talsverðum halla frá árinu 2019. Slíkt gengur auðvitað ekki við núverandi aðstæður og skýrir áherslur núverandi bæjarstjórnar á endurskipulagningu reksturs. Þetta er vissulega krefjandi verkefni, en er að skila árangri og búast má við að niðurstaða í lok árs verði betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. En betur má ef duga skal. Við höfum ásamt frábæru starfsfólki viðhaldið góðri þjónustu við íbúa sveitarfélagsins en margir finna eðlilega fyrir aðgerðunum í formi hærri gjalda. Mér finnst rétt og heiðarlegt að benda hér á að framundan er umframálag á útsvar, sem kemur til greiðslu með uppgjöri skattsins 1.júní 2025. Mikilvægt er að íbúar séu meðvitaðir um þessar álögur vegna stöðunnar og geti gert ráð fyrir þeim í sínum áætlunum. Við leggjum áherslu á gagnsæi í okkar starfi og upplýsingum til íbúanna, svo sem með þessum pistli. Fjölbreytt lóðaframboð Sveitarfélagið okkar heldur áfram að vaxa og mikilvægt er að lóðaframboð fyrir íbúðir og atvinnustarfsemi sé fjölbreytt. Slíkt næst fram með samstarfi sveitarfélagsins við öfluga einkaaðila. Frá sveitarfélaginu eru í auglýsingu lóðir undir einbýlishús í grónum hverfum. Í Víkurheiði eru tilbúnar lóðir undir atvinnustarfsemi. Við sem störfum fyrir bæjarfélagið finnum fyrir áframhaldandi áhuga á uppbyggingu víðsvegar í Árborg. Á næstunni verða því áfram auglýstar íbúðalóðir á Stokkseyri, Eyrarbakka og Selfossi ásamt atvinnulóð við Norðurhóla á Selfossi. Jafnframt hefur lóðaframboð á vegum einkaaðila haldist stöðugt. Tökum vel á móti hausti Margt jákvætt er að gerast sem styður við samfélagið okkar og eykur lífsgæði. Nú styttist í opnun matvöru- og lyfjaverslunar við Eyraveg, golfvöllurinn hefur stækkað í 14 holur, nýtt verslunar- og þjónustuhúsnæði rís og fleiri íbúar bætast í hópinn. Við skulum taka vel á móti þeim. Sumarið er víst á enda, mörgum sem fannst það líklega aldrei byrja. Ég vona að sem flestir hafi náð góðri samveru með sínum nánustu, sem eru verðmætustu stundirnar þegar horft er til baka. Sumarið var viðburðaríkt í Árborg. Bæjarhátíðir, íþróttamót, leikir og aðrir viðburðir í hverri viku og fjöldi gesta nýtti tækifærið til að heimsækja lifandi samfélag Árborgar. Gamla góða rútínan hefur þó sína kosti núna þegar skóla-, frístunda- og annað vetrarstarf er hafið. Njótum haustsins. Höfundur er bæjarstjóri og foreldri í Árborg.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun