Tæplega ár er síðan Gylfi Þór spilaði síðast með landsliðinu en þá skoraði hann tvö mörk í 4-0 sigri á Liechtenstein og varð þar með markahæsti leikmaður í sögu A-landsliðs karla. Með Gylfa Þór á miðjunni eru fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson og Stefán Teitur Þórðarson.
Gylfi Þór er að spila sinn 81. A-landsleik en byrjunarlið Íslands má sjá hér að neðan. Logi Tómasson byrjar í vinstri bakverði í því sem er hans fjórði A-landsleikur. Þá er Orri Steinn Óskarsson í fremstu víglínu en hann gekk á dögunum í raðir Real Sociedad á Spáni.
👀 Byrjunarliðið gegn Svartfjallalandi.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 6, 2024
Our starting lineup against Montenegro.#viðerumísland pic.twitter.com/ZuHTJcvsEw