Dæmi um að börn komi heim með vopn úr sólarlandaferðum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. september 2024 20:02 Um fátt annað hefur verið rætt undanfarnar vikur en aukinn vopnaburð ungmenna og skyldi engan undra því grafalvarleg atvik honum tengdum hafa komið upp nýlega. Vísir/Arnar Tollurinn lagði hald á átján skotvopn á fyrstu átta mánuðum ársins sem er mun meira en fyrir ári. Dæmi eru um að börn komi með vopn heim úr sólarlandaferðum með fjölskyldunni. Þegar fyrstu átta mánuðir ársins eru bornir saman við sama tímabil í fyrra kemur í ljós að tollurinn hefur lagt hald á fleiri skotvopn í ár. Á yfirstandandi ári lagði tollurinn hald á tólf skammbyssur og sex riffla. Skotvopnin sem tollurinn haldlagði á sama tímabili í fyrra voru tvö talsins. Á fyrstu átta mánuðum ársins 2023 lagði tollurinn hald á mun fleiri hnífa en í ár eða alls 89 en í ár voru þeir þrettán talsins. Haldlagðar kylfur voru fimm í fyrra en ein í ár. Páll Svansson er aðstoðaryfirtollvörður og hefur unnið við fagið í rúm tuttugu ár. Hann leiðbeindi okkur og fræddi um hin ýmsu vopn sem tollurinn haldleggur á landamærunum.Vísir/Arnar Fréttastofa fékk í dag að heimsækja tollinn til að sjá hvers konar vopn finnast við landamærin. Öll voru óhugnanleg og sum hreinlega stórfurðuleg og Páll Svansson aðstoðaryfirtollvörður, sem býr að rúmlega tuttugu ára reynslu í starfi vissi ekki heitin á þeim öllum, til dæmis einu vopninu sem líktist stærðarinnar tvöfaldri kló. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að hluti af þeim vopnum sem finnast við landamærin hafi tilheyrt börnum sem kaupi þau í sólarlandaferðum. Undanfarnar vikur hefur um fátt annað verið rætt en aukinn vopnaburð ungmenna. Páll var spurður hvort foreldrar hreinlega leyfðu börnum sínum að koma með vopnin til landsins en þá sagði hann að það þyrfti alls ekki að vera að foreldrarnir væru meðvitaðir um að börn væru með vopn í fórum sínum. Þá segir hann að sumir bæru fyrir sig að um skrautmuni væri að ræða en vopnalögin á Íslandi væru skýr þótt þau væru mögulega frjálslegri í einhverjum löndum. Páll sýndi okkur tvær loftbyssur sem litu alveg eins út og skammbyssur en hann bendir á að óttinn og hræðslan sem fólk upplifi þegar byssunum sé beint að því sé raunverulegur þrátt fyrir að byssan sé ekki alvöru. Vopnaburður barna og ungmenna Tollgæslan Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir „Ég ætla ekki að fara með þér niður í bæ ef þú ert með hníf Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir mikilvægt að skólasamfélag, heimilin og allt samfélagið komi að þjóðarátaki gegn vopnaburði og ofbeldi meðal ungmenna. Jafningjastuðningu sé einnig mikilvægur. Besta forvörnin fyrir ungmennin sé þó alltaf að ganga ekki með vopn á sér. Afleiðingarnar af því geti verið svo alvarlegar. 3. september 2024 15:01 Útskýrir hvers vegna hann mætti með hníf í skólann Landsliðsmarkvörður í handbolta lýsir því að hafa verið ungi strákurinn sem mætti með hníf í skólann á sínum tíma. Honum hafi liðið eins og allir í kringum sig gengju með hnífa og því gripið einn sjálfur. Þá líkt og nú hlusti enginn á börnin sem umfram allt þurfi að umvefja ást. 2. september 2024 14:36 Orðið vör við hnífaburð í grunnskólum Reykjavíkur Borið hefur á því undanfarna mánuði að börn hafi verið með hníf á sér í grunnskólum og frístundastarfi í Reykjavík. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur hvetur foreldra til að ræða við börnin sín um hve hættulegt það geti verið að ganga með hníf á sér. Koma verði í veg fyrir vopnaburð. 29. ágúst 2024 16:27 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Fleiri fréttir Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Sjá meira
Þegar fyrstu átta mánuðir ársins eru bornir saman við sama tímabil í fyrra kemur í ljós að tollurinn hefur lagt hald á fleiri skotvopn í ár. Á yfirstandandi ári lagði tollurinn hald á tólf skammbyssur og sex riffla. Skotvopnin sem tollurinn haldlagði á sama tímabili í fyrra voru tvö talsins. Á fyrstu átta mánuðum ársins 2023 lagði tollurinn hald á mun fleiri hnífa en í ár eða alls 89 en í ár voru þeir þrettán talsins. Haldlagðar kylfur voru fimm í fyrra en ein í ár. Páll Svansson er aðstoðaryfirtollvörður og hefur unnið við fagið í rúm tuttugu ár. Hann leiðbeindi okkur og fræddi um hin ýmsu vopn sem tollurinn haldleggur á landamærunum.Vísir/Arnar Fréttastofa fékk í dag að heimsækja tollinn til að sjá hvers konar vopn finnast við landamærin. Öll voru óhugnanleg og sum hreinlega stórfurðuleg og Páll Svansson aðstoðaryfirtollvörður, sem býr að rúmlega tuttugu ára reynslu í starfi vissi ekki heitin á þeim öllum, til dæmis einu vopninu sem líktist stærðarinnar tvöfaldri kló. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að hluti af þeim vopnum sem finnast við landamærin hafi tilheyrt börnum sem kaupi þau í sólarlandaferðum. Undanfarnar vikur hefur um fátt annað verið rætt en aukinn vopnaburð ungmenna. Páll var spurður hvort foreldrar hreinlega leyfðu börnum sínum að koma með vopnin til landsins en þá sagði hann að það þyrfti alls ekki að vera að foreldrarnir væru meðvitaðir um að börn væru með vopn í fórum sínum. Þá segir hann að sumir bæru fyrir sig að um skrautmuni væri að ræða en vopnalögin á Íslandi væru skýr þótt þau væru mögulega frjálslegri í einhverjum löndum. Páll sýndi okkur tvær loftbyssur sem litu alveg eins út og skammbyssur en hann bendir á að óttinn og hræðslan sem fólk upplifi þegar byssunum sé beint að því sé raunverulegur þrátt fyrir að byssan sé ekki alvöru.
Vopnaburður barna og ungmenna Tollgæslan Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir „Ég ætla ekki að fara með þér niður í bæ ef þú ert með hníf Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir mikilvægt að skólasamfélag, heimilin og allt samfélagið komi að þjóðarátaki gegn vopnaburði og ofbeldi meðal ungmenna. Jafningjastuðningu sé einnig mikilvægur. Besta forvörnin fyrir ungmennin sé þó alltaf að ganga ekki með vopn á sér. Afleiðingarnar af því geti verið svo alvarlegar. 3. september 2024 15:01 Útskýrir hvers vegna hann mætti með hníf í skólann Landsliðsmarkvörður í handbolta lýsir því að hafa verið ungi strákurinn sem mætti með hníf í skólann á sínum tíma. Honum hafi liðið eins og allir í kringum sig gengju með hnífa og því gripið einn sjálfur. Þá líkt og nú hlusti enginn á börnin sem umfram allt þurfi að umvefja ást. 2. september 2024 14:36 Orðið vör við hnífaburð í grunnskólum Reykjavíkur Borið hefur á því undanfarna mánuði að börn hafi verið með hníf á sér í grunnskólum og frístundastarfi í Reykjavík. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur hvetur foreldra til að ræða við börnin sín um hve hættulegt það geti verið að ganga með hníf á sér. Koma verði í veg fyrir vopnaburð. 29. ágúst 2024 16:27 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Fleiri fréttir Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Sjá meira
„Ég ætla ekki að fara með þér niður í bæ ef þú ert með hníf Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir mikilvægt að skólasamfélag, heimilin og allt samfélagið komi að þjóðarátaki gegn vopnaburði og ofbeldi meðal ungmenna. Jafningjastuðningu sé einnig mikilvægur. Besta forvörnin fyrir ungmennin sé þó alltaf að ganga ekki með vopn á sér. Afleiðingarnar af því geti verið svo alvarlegar. 3. september 2024 15:01
Útskýrir hvers vegna hann mætti með hníf í skólann Landsliðsmarkvörður í handbolta lýsir því að hafa verið ungi strákurinn sem mætti með hníf í skólann á sínum tíma. Honum hafi liðið eins og allir í kringum sig gengju með hnífa og því gripið einn sjálfur. Þá líkt og nú hlusti enginn á börnin sem umfram allt þurfi að umvefja ást. 2. september 2024 14:36
Orðið vör við hnífaburð í grunnskólum Reykjavíkur Borið hefur á því undanfarna mánuði að börn hafi verið með hníf á sér í grunnskólum og frístundastarfi í Reykjavík. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur hvetur foreldra til að ræða við börnin sín um hve hættulegt það geti verið að ganga með hníf á sér. Koma verði í veg fyrir vopnaburð. 29. ágúst 2024 16:27