Fótbolti

Gengur til liðs við Dubai United þrátt fyrir fangelsis­dóm í heima­landinu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Er ekki á förum frá Dubai í bráð.
Er ekki á förum frá Dubai í bráð. Dubai United

Quincy Promes, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur verið dæmdur vegna eiturlyfjasmygls í heimalandi sínu Hollandi. Hann lætur það ekki á sig fá og hefur nú samið við Dubai United sem spilar í B-deildinni í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum. 

Hinn 32 ára gamli Promes hefur verið reglulegt fréttaefni á Vísi og víðar vegna athæfa sinna utan vallar. Hann hefur spilað í Rússlandi síðan 2021 og ekki látið sjá sig í heimalandinu en hann hefur að sama skapi farið reglulega til Dubai og landanna þar í kring.

Promes var handtekinn þegar hann var í æfingaferð þar í landi með Spartak Moskvu fyrir að halda áfram að keyra eftir að hafa lent í bílslysi og ekki verið með ökuréttindi.

Hann var því áfram í landinu sem hefur ekki virt samkomulag Hollands og Sameinuðu Arabísku Furstadæmanna um framsal landsliðsmannsins fyrrverandi. Hann er ekki á leið til Rússlands í bráð og nú hefur ESPN greint frá því að framherjinn hafi skrifað undir eins árs samning við B-deildarlið Dubai United.

Promes spilaði á sínum tíma 50 A-landsleiki og spilaði fyrir lið á borð við Ajax, Twente og Go Ahead Eagles.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×