Fólk sem líti aldrei glaðan dag reyti hár sitt yfir saklausri auglýsingu Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. september 2024 15:37 Brynjar Níelsson furðar sig á viðbrögðum fólks við „saklausri auglýsingu“ Play sem olli fjaðrafoki í vikunni. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson segir kynþokka og gleði vera eitur í beinum þeirra sem kenni sig við kvenfrelsi og jafnrétti og vísar þar í þau hörðu viðbrögð sem umdeild auglýsingaherferð Play vakti í vikunni. Herferð Play hefur verið á milli tannanna á fólki frá því á föstudag vegna þess að í þeim birtast stór skoppandi kvenmannsbrjóst og stinnur karlmannskroppur. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt auglýsingarnar eru Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi Blush, sem sagði herferðina taktlausa og Drífa Snædal, talskona Stígamóta, sem sagði hana hlutgera og afmennska konur. Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play, svaraði gagnrýnisröddum og sagði auglýsingarnar gerðar til að vekja athygli á skemmtilegan hátt og þær sýndu ekki neinn í neikvæðu ljósi. Nú þegar gagnrýni á auglýsinguna hefur komið fram í umræðunni og jafnframt svar við þeirri gagnrýni er næsti kafli í sögunni gagnrýni á gagnrýnina. Brynjar Níelsson kveður sér þar hljóðs. Nú eigi að láta menn hörfa undan ofstækinu „Fólk sem er með samanbitnar varir og lítur aldrei glaðan dag yfir óréttlæti heimsins froðufellir og reytir hár sitt yfir saklausri auglýsingu flugfélagsins Play,“ skrifar Brynjar á Facebook-síðu sinni. „Nú á að láta menn hörfa undan ofstækinu og ekki verður gefið eftir fyrr en beðist verður afsökunar og auglýsingin tekin úr birtingu. Gömlu fangaverjurnar úr Gulaginu ná alltaf sínu fram,“ bætir hann við. Þá segist hann vera farinn að skilja hvers vegna íslenskir femínistar séu svona skilningsríkir á búrkuskyldu, sem viðgangist víða í heiminum og telji kvenfrelsi vera meira í Íran en á Íslandi. Búrkan sé hluti af baráttunni gegn kvenfyrirlitningu. „Mikið er ég glaður yfir því að vera orðinn gamall maður og sennilega dauður þegar Semur og Drífur þessa lands verða allsráðandi,“ segir hann að lokum. Play Jafnréttismál Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Af og frá að einhver sé sýndur í neikvæðu ljósi Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play segir umdeilda auglýsingu flugfélagsins gerða til að vekja athygli á skemmtilegan hátt. Ekki sé hægt að segja að hún sýni neinn í neikvæðu ljósi 7. september 2024 12:50 Gerður í Blush orðlaus yfir auglýsingum Play Eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush segist orðlaus yfir auglýsingum flugfélagsins Play þar sem stór kvenmannsbrjóst og stinnur karlmannskroppur koma við sögu. Margir gagnrýna auglýsingarnar en aðrir segja fólki að anda með nefinu og kunna vel að meta. 6. september 2024 23:32 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Herferð Play hefur verið á milli tannanna á fólki frá því á föstudag vegna þess að í þeim birtast stór skoppandi kvenmannsbrjóst og stinnur karlmannskroppur. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt auglýsingarnar eru Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi Blush, sem sagði herferðina taktlausa og Drífa Snædal, talskona Stígamóta, sem sagði hana hlutgera og afmennska konur. Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play, svaraði gagnrýnisröddum og sagði auglýsingarnar gerðar til að vekja athygli á skemmtilegan hátt og þær sýndu ekki neinn í neikvæðu ljósi. Nú þegar gagnrýni á auglýsinguna hefur komið fram í umræðunni og jafnframt svar við þeirri gagnrýni er næsti kafli í sögunni gagnrýni á gagnrýnina. Brynjar Níelsson kveður sér þar hljóðs. Nú eigi að láta menn hörfa undan ofstækinu „Fólk sem er með samanbitnar varir og lítur aldrei glaðan dag yfir óréttlæti heimsins froðufellir og reytir hár sitt yfir saklausri auglýsingu flugfélagsins Play,“ skrifar Brynjar á Facebook-síðu sinni. „Nú á að láta menn hörfa undan ofstækinu og ekki verður gefið eftir fyrr en beðist verður afsökunar og auglýsingin tekin úr birtingu. Gömlu fangaverjurnar úr Gulaginu ná alltaf sínu fram,“ bætir hann við. Þá segist hann vera farinn að skilja hvers vegna íslenskir femínistar séu svona skilningsríkir á búrkuskyldu, sem viðgangist víða í heiminum og telji kvenfrelsi vera meira í Íran en á Íslandi. Búrkan sé hluti af baráttunni gegn kvenfyrirlitningu. „Mikið er ég glaður yfir því að vera orðinn gamall maður og sennilega dauður þegar Semur og Drífur þessa lands verða allsráðandi,“ segir hann að lokum.
Play Jafnréttismál Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Af og frá að einhver sé sýndur í neikvæðu ljósi Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play segir umdeilda auglýsingu flugfélagsins gerða til að vekja athygli á skemmtilegan hátt. Ekki sé hægt að segja að hún sýni neinn í neikvæðu ljósi 7. september 2024 12:50 Gerður í Blush orðlaus yfir auglýsingum Play Eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush segist orðlaus yfir auglýsingum flugfélagsins Play þar sem stór kvenmannsbrjóst og stinnur karlmannskroppur koma við sögu. Margir gagnrýna auglýsingarnar en aðrir segja fólki að anda með nefinu og kunna vel að meta. 6. september 2024 23:32 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Af og frá að einhver sé sýndur í neikvæðu ljósi Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play segir umdeilda auglýsingu flugfélagsins gerða til að vekja athygli á skemmtilegan hátt. Ekki sé hægt að segja að hún sýni neinn í neikvæðu ljósi 7. september 2024 12:50
Gerður í Blush orðlaus yfir auglýsingum Play Eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush segist orðlaus yfir auglýsingum flugfélagsins Play þar sem stór kvenmannsbrjóst og stinnur karlmannskroppur koma við sögu. Margir gagnrýna auglýsingarnar en aðrir segja fólki að anda með nefinu og kunna vel að meta. 6. september 2024 23:32