Húsið er hannað á heillandi máta þar sem sjónsteyptir veggir, stórir gluggar og náttúrulegur efniviður er í forgrunni.
Þegar gengið er inn í húsið tekur rúmgott andyri á móti manni. Þaðan er gengið inn í opið og bjart alrými með mikilli lofthæð sem samanstendur af eldhúsi, stofu og borðstofu.
Úr rýminu er útgengt út á fallega verönd með einstöku til sjávar og fjalla. Við veröndina er heitur pottur úr sedrusviði.
Í húsinu eru fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi.




Íbúðin enn til sölu
Kolbeinn setti 184 fermetra íbúð á Kársnesinu í kópavogi til sölu í lok júlí. Íbúðinni fylgir magnað útsýni yfir hafið og Nauthólsvíkina. Íbúðin er enn til sölu og er ásett verð fyrir eignina er 215 milljónir.