Gætu þurft að taka fram fyrir hendur Seðlabankans Ólafur Björn Sverrisson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 9. september 2024 23:17 Ásthildur Lóa ræddi efnahagsástandið og fyrirhuguð mótmæli í kvöldfréttum Stöðvar 2. vísir/vilhelm Stjórnvöld verða að grípa inn í, hafi peningastefnunefnd Seðlabankans ekki hug á því að lækka vexti í bráð. Þetta segir þingmaður Flokks fólksins sem hvetur fólkið til þess að mótmæla við þingsetningu á morgun. Verkalýðshreyfingin hefur boðað til mótmælanna og segjast foringjar verkalýðsfélaga skynja mikla reiði vegna langvarandi verðbólgu og hárra vaxta og krefjast þess að stjórnvöld setji heimilin í landinu í forgang. Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins kveðst hafa mikinn skilning á því að fólk ætli sér að mótmæla við þingsetninguna á morgun. „Ég held að það sé bara verulega slæmt ástand á mörgum heimilum, þar sem afborganir lána hafa hækkað meira en hundrað prósent, á þessum síðustu tveimur árum. Jafnvel með einu höggi hjá þeim sem lentu í snjóhengjunni ef svo má segja,“ segir Ásthildur Lóa sem ræddi málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum. Hún hvetur fólk til að mæta. „Það skiptir máli að sýna samstöðu, að það sjáist hvað er að gerast,“ segir Ásthildur Lóa. „Ef það er ekki stjórnmálanna að lækka vexti þá veit ég ekki hverra það er, að verja heimilin,“ segir hún, spurð út í það hvað stjórnvöld þurfi að gera í efnahagsástandinu. „Ef að Seðlabankinn ætlar ekki að fara í þetta ferli, þá verða stjórnvöld að grípa inn í og setja í gang ferli.“ Temprun útgjaldavaxtarins Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir skýrt hvert markmiðið næstu vikurnar á þingi sé. „Það er sársaukafullt fyrir heimilin og fyrirtæki í landinu að borga svona háa vexti, þannig það er hægt að hafa skilning á því. En þess vegna er svo mikilvægt að við stöndum saman að því að ná niður verðbólgu, öðruvísi náum við ekki að lækka vextina,“ segir Hildur. Hildur Sverrisdóttir er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Fjárlög séu eitt tæki til þess að lækka verðbólgu. Þau verða lögð fram í vikunni. „Þau verða að vinna með Seðlabankanum í því að hægja á hagkerfinu. Þar skiptir mestu máli að forgangsraða útgjöldum. Þannig að það er mjög skýrt verkefni okkar hér næstu vikur.“ „Við erum að tempra útgjaldavöxtinn, þannig það eru vissulega jákvæð teikn. Ég finn allavega einhug um það í ríkisstjórninni og ég vona að allir verði með okkur í því. Þetta er bara lögmál sem verður að ganga eftir,“ segir Hildur að lokum. Alþingi Efnahagsmál Seðlabankinn Fjármál heimilisins Flokkur fólksins Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Verkalýðshreyfingin hefur boðað til mótmælanna og segjast foringjar verkalýðsfélaga skynja mikla reiði vegna langvarandi verðbólgu og hárra vaxta og krefjast þess að stjórnvöld setji heimilin í landinu í forgang. Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins kveðst hafa mikinn skilning á því að fólk ætli sér að mótmæla við þingsetninguna á morgun. „Ég held að það sé bara verulega slæmt ástand á mörgum heimilum, þar sem afborganir lána hafa hækkað meira en hundrað prósent, á þessum síðustu tveimur árum. Jafnvel með einu höggi hjá þeim sem lentu í snjóhengjunni ef svo má segja,“ segir Ásthildur Lóa sem ræddi málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum. Hún hvetur fólk til að mæta. „Það skiptir máli að sýna samstöðu, að það sjáist hvað er að gerast,“ segir Ásthildur Lóa. „Ef það er ekki stjórnmálanna að lækka vexti þá veit ég ekki hverra það er, að verja heimilin,“ segir hún, spurð út í það hvað stjórnvöld þurfi að gera í efnahagsástandinu. „Ef að Seðlabankinn ætlar ekki að fara í þetta ferli, þá verða stjórnvöld að grípa inn í og setja í gang ferli.“ Temprun útgjaldavaxtarins Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir skýrt hvert markmiðið næstu vikurnar á þingi sé. „Það er sársaukafullt fyrir heimilin og fyrirtæki í landinu að borga svona háa vexti, þannig það er hægt að hafa skilning á því. En þess vegna er svo mikilvægt að við stöndum saman að því að ná niður verðbólgu, öðruvísi náum við ekki að lækka vextina,“ segir Hildur. Hildur Sverrisdóttir er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Fjárlög séu eitt tæki til þess að lækka verðbólgu. Þau verða lögð fram í vikunni. „Þau verða að vinna með Seðlabankanum í því að hægja á hagkerfinu. Þar skiptir mestu máli að forgangsraða útgjöldum. Þannig að það er mjög skýrt verkefni okkar hér næstu vikur.“ „Við erum að tempra útgjaldavöxtinn, þannig það eru vissulega jákvæð teikn. Ég finn allavega einhug um það í ríkisstjórninni og ég vona að allir verði með okkur í því. Þetta er bara lögmál sem verður að ganga eftir,“ segir Hildur að lokum.
Alþingi Efnahagsmál Seðlabankinn Fjármál heimilisins Flokkur fólksins Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira