Viðbúinn átökum á Alþingi í vetur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. september 2024 12:17 Birgir Ármannsson, forseti Alþingis á von á átökum í pólitíkinni framundan. Vísir/Vilhelm Það er viðbúið að átakavetur sé framundan í stjórnmálum að sögn forseta Alþingis, sem vonar þó að þingstörf fari fram með skikkanlegum hætti. Síðasti þingvetur fyrir alþingiskosningar hefst í dag þegar þing verður sett síðdegis. Yfir tvö hundruð mál eru á þingmálaskrá. Þingsetning hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö í dag og þá heldur dagskráin áfram í Alþingishúsinu upp úr klukkan tvö. „Þar flytur forseti íslands ávarp og síðan ég sem forseti þingsins. Að því búnu verður gert hlé fram til klukkan fjögur og í hléinu verður gestum athafnarinnar boðið til kaffisamsætis í nýja húsinu okkar Smiðju,“ segir Birgir Ármannsson, forseti Alþingis. Þetta verður fyrsta setningarathöfn Alþingis sem nýr forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, og nýr biskup, Guðrún Karls Helgudóttir, taka þátt í. „Það eru tímamót af mörgu tagi,“ segir Birgir. Hægt verður að fylgjast með þingsetningunni í beinu streymi á Vísi. Klukkan fjögur hefst þingfundur að nýju þar sem fjárlagafrumvarpi verður meðal annars dreift, og þingmönnum úthlutuð ný sæti í þingsal. „Þingmenn draga númer þar sem vísar til þess hvar þeir sitja þannig þingmenn skipta um sæti á hverju einasta hausti,“ segir Birgir. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli þegar þingfundur hefst að nýju klukkan fjögur. „Fólk hefur rétt á að mótmæla en við hins vegar látum það ekki trufla starf þingsins.“ Flokkarnir byrjaðir að hita upp fyrir kosningar Þá flytur forsætisráðherra stefnuræðu sína og fram fara umræður um hana annað kvöld. Yfir tvö hundruð mál eru á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar sem hefur verið dreift á Alþingi og á eftir að koma í ljós hve mörg þeirra mun takast að afgreiða. „Það er auðvitað þannig að síðasta þing fyrir kosningar er auðvitað oft átaka þing. Bæði er það þannig að ríkisstjórn leggur auðvitað kapp á að klára ákveðin mál sem að hún hefur á sinni stefnuskrá. Svo er það auðvitað þannig að stjórnmálaflokkarnir, hver fyrir sig, þeir eru byrjaðir að hita sig upp fyrir kosningar og ég á alveg von á því að það komi til með að koma fram í þingstörfunum. Ég vonast hins vegar til að við getum alla veganna lokið þeim málum sem nauðsynleg eru með skikkanlegum hætti,“ segir Birgir. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Þingsetning hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö í dag og þá heldur dagskráin áfram í Alþingishúsinu upp úr klukkan tvö. „Þar flytur forseti íslands ávarp og síðan ég sem forseti þingsins. Að því búnu verður gert hlé fram til klukkan fjögur og í hléinu verður gestum athafnarinnar boðið til kaffisamsætis í nýja húsinu okkar Smiðju,“ segir Birgir Ármannsson, forseti Alþingis. Þetta verður fyrsta setningarathöfn Alþingis sem nýr forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, og nýr biskup, Guðrún Karls Helgudóttir, taka þátt í. „Það eru tímamót af mörgu tagi,“ segir Birgir. Hægt verður að fylgjast með þingsetningunni í beinu streymi á Vísi. Klukkan fjögur hefst þingfundur að nýju þar sem fjárlagafrumvarpi verður meðal annars dreift, og þingmönnum úthlutuð ný sæti í þingsal. „Þingmenn draga númer þar sem vísar til þess hvar þeir sitja þannig þingmenn skipta um sæti á hverju einasta hausti,“ segir Birgir. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli þegar þingfundur hefst að nýju klukkan fjögur. „Fólk hefur rétt á að mótmæla en við hins vegar látum það ekki trufla starf þingsins.“ Flokkarnir byrjaðir að hita upp fyrir kosningar Þá flytur forsætisráðherra stefnuræðu sína og fram fara umræður um hana annað kvöld. Yfir tvö hundruð mál eru á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar sem hefur verið dreift á Alþingi og á eftir að koma í ljós hve mörg þeirra mun takast að afgreiða. „Það er auðvitað þannig að síðasta þing fyrir kosningar er auðvitað oft átaka þing. Bæði er það þannig að ríkisstjórn leggur auðvitað kapp á að klára ákveðin mál sem að hún hefur á sinni stefnuskrá. Svo er það auðvitað þannig að stjórnmálaflokkarnir, hver fyrir sig, þeir eru byrjaðir að hita sig upp fyrir kosningar og ég á alveg von á því að það komi til með að koma fram í þingstörfunum. Ég vonast hins vegar til að við getum alla veganna lokið þeim málum sem nauðsynleg eru með skikkanlegum hætti,“ segir Birgir.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira