Gætu leyft Úkraínu að nota langdræg flugskeyti gegn Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2024 10:27 Antony Blinken (í forgrunni) og David Lammy (lengst til hægri) við komuna til Kænugarðs í dag. AP/Leon Neal Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Bretlands ræða nú við forseta Úkraínu um notkun langdrægra flugskeyta til þess að verjast árásum Rússa sem Úkraínumenn hafa kallað eftir. Biden Bandaríkjaforseti segir unnið að því að veita heimildina. Úkraínsk stjórnvöld hafa þrýst á bandaríska bandamenn sína að aflétta banni við að þeir skjóti bandarískum langdrægum flugskeytum inn í Rússland. Bandaríkjastjórn hefur verið treg til að heimila það af ótta við að átökin stigmagnist. Vladímír Pútín Rússlands hefur ítrekað haft í hótunum við vestræna bandamenn Úkraínu um að þeir skipti sér ekki af stríðinu. Sérstaklega vilja Úkraínumenn geta notað langdræg flugskeyti til þess að ráðast á flugvelli sem Rússar nota til þess að senda af stað svonefndar svifsprengjur sem er varpað úr flugvélum og hafa valdið miklum usla í Úkraínu. „Ef við fengjum að granda hernaðarskotmörkum eða vopnum sem óvinurinn undirbýr fyrir árásir á Úkraínu þá hjálpaði það okkur sannarlega að auka öryggi óbreyttra borgara, þjóðarinnar og barnanna okkar,“ sagði Denys Sjmjal, forsætisráðherra Úkraínu, í gær. Antony Blinken, utanríkisráðherra, er nú staddur til skraf og ráðagerða með Vlodýmýr Selenskíj Úkraínuforseta í Kænugarði. Með honum í för er David Lammy, breski utanríkisráðherrann. Blinken sagði að eitt af markmiðum ferðarinnar væri að heyra beint frá Úkraínumönnum hvert þeir stefndu og hvað Bandaríkin gætu gert til þess að styðja þá. Þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti var spurður af því hvort að hann ætlaði að aflétta takmörkunum á beitingu bandarískra langdrægra flugskeyta í gær svaraði hann því til að ríkisstjórn ynni nú að því, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á sama tíma sakar Bandaríkjastjórn klerkastjórnina í Íran um að sjá Rússum fyrir Fath-360, skammdrægum flugskeytum, sem þeir gætu tekið í notkun á allra næstu vikum. Lammy tók undir að það væri hættuleg stigmögnun átakanna. Íranir hafa ítrekað neitað því að þeir útvegi Rússum vopn til stríðsreksturs þeirra í Úkraínu. Rússar hafa beitt flugskeytum til þess að rústa orkuinnviðum Úkraínu. Þær árásir hafa færst í aukana á undanförnum vikum. Hernaður Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Úkraínsk stjórnvöld hafa þrýst á bandaríska bandamenn sína að aflétta banni við að þeir skjóti bandarískum langdrægum flugskeytum inn í Rússland. Bandaríkjastjórn hefur verið treg til að heimila það af ótta við að átökin stigmagnist. Vladímír Pútín Rússlands hefur ítrekað haft í hótunum við vestræna bandamenn Úkraínu um að þeir skipti sér ekki af stríðinu. Sérstaklega vilja Úkraínumenn geta notað langdræg flugskeyti til þess að ráðast á flugvelli sem Rússar nota til þess að senda af stað svonefndar svifsprengjur sem er varpað úr flugvélum og hafa valdið miklum usla í Úkraínu. „Ef við fengjum að granda hernaðarskotmörkum eða vopnum sem óvinurinn undirbýr fyrir árásir á Úkraínu þá hjálpaði það okkur sannarlega að auka öryggi óbreyttra borgara, þjóðarinnar og barnanna okkar,“ sagði Denys Sjmjal, forsætisráðherra Úkraínu, í gær. Antony Blinken, utanríkisráðherra, er nú staddur til skraf og ráðagerða með Vlodýmýr Selenskíj Úkraínuforseta í Kænugarði. Með honum í för er David Lammy, breski utanríkisráðherrann. Blinken sagði að eitt af markmiðum ferðarinnar væri að heyra beint frá Úkraínumönnum hvert þeir stefndu og hvað Bandaríkin gætu gert til þess að styðja þá. Þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti var spurður af því hvort að hann ætlaði að aflétta takmörkunum á beitingu bandarískra langdrægra flugskeyta í gær svaraði hann því til að ríkisstjórn ynni nú að því, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á sama tíma sakar Bandaríkjastjórn klerkastjórnina í Íran um að sjá Rússum fyrir Fath-360, skammdrægum flugskeytum, sem þeir gætu tekið í notkun á allra næstu vikum. Lammy tók undir að það væri hættuleg stigmögnun átakanna. Íranir hafa ítrekað neitað því að þeir útvegi Rússum vopn til stríðsreksturs þeirra í Úkraínu. Rússar hafa beitt flugskeytum til þess að rústa orkuinnviðum Úkraínu. Þær árásir hafa færst í aukana á undanförnum vikum.
Hernaður Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira