Sjö ár frá síðustu stefnuræðu Bjarna sem forsætisráðherra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. september 2024 13:52 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína og fram fara umræður um hana á Alþingi í kvöld. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson flytur fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra síðan 2017 á Alþingi í kvöld. Meðal mála á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar í haust er frumvarp um verslun með áfengi á netinu, en málið var til umfjöllunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun. Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana hefjast klukkan 19:40 í kvöld og skiptast umræður í tvær umferðir. Forsætisráðherra hefur tólf mínútur til framsögu en ræðumenn annarra flokka hafa sex mínútur í hvorri umferð. Samkvæmt mælendaskrá flytja formenn flokkanna í flestum tilfellum fyrstu ræðu, að frátalinni Halldóru Mogensen í tilfelli Pírata sem ekki hafa formann. Síðast flutti Bjarni Benediktsson stefnuræðu sem forsætisráðherra í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í september 2017. Líkt og kunnugt er sprakk sú ríkisstjórn síðar sama ár. Nú í kvöld, sjö árum síðar flytur Bjarni aftur stefnuræðu sem forsætisráðherra. Eftir því sem fréttastofa kemst næst eru 216 mál á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar sem dreift hefur verið á Alþingi og verður gerð opinber í kvöld. „Það síðan verður að koma í ljós hvað af þessu kemur fram og hvað verður afgreitt. Það auðvitað ræðst af því hvernig málum háttar hér í þinginu,“ segir Birgir Ármannsson, forseti Alþingis. Netverslun með áfengi á dagskrá í haust Eitt þeirra mála sem boðað hefur verið á haustmánuðum samkvæmt heimildum fréttastofu er frumvarp dómsmálaráðherra um netverslun með áfengi. Málið hefur verið umdeilt, en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hóf frumkvæðisathugun í sumar vegna álitamála um netsölu með áfengi. „Við erum komin þangað í athuguninni að þrír ráðherrar hafa mætt til nefndarinnar. Dómsmála-, heilbrigðisráðherra og nú síðast í morgun fjármálaráðherra- og efnahagsráðherra Sigurð Inga Jóhannsson. Svo munum við halda áfram umfjöllun á næstu fundum,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Hún segir ekki tímabært að segja til um hvað að endingu komi út úr þeirri vinnu, enda sé frumkvæðisathuguninni ekki lokið. Þórunn kveðst ágætlega stemmd fyrir komandi þingvetri. „Við vitum öll að stærstu viðfangsefnin eru að ná niður verðbólgunni og vöxtunum sem að herja með ólíkum hætti þó á heimilin og fólkið í landinu. Það er stærsta verkefnið og við í Samfylkingunni óttumst að ríkisstjórnin hafi gefist upp á þessu verkefni,“ segir Þórunn, og vísar til þess sem lesa megi úr fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í gær. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Netverslun með áfengi Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana hefjast klukkan 19:40 í kvöld og skiptast umræður í tvær umferðir. Forsætisráðherra hefur tólf mínútur til framsögu en ræðumenn annarra flokka hafa sex mínútur í hvorri umferð. Samkvæmt mælendaskrá flytja formenn flokkanna í flestum tilfellum fyrstu ræðu, að frátalinni Halldóru Mogensen í tilfelli Pírata sem ekki hafa formann. Síðast flutti Bjarni Benediktsson stefnuræðu sem forsætisráðherra í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í september 2017. Líkt og kunnugt er sprakk sú ríkisstjórn síðar sama ár. Nú í kvöld, sjö árum síðar flytur Bjarni aftur stefnuræðu sem forsætisráðherra. Eftir því sem fréttastofa kemst næst eru 216 mál á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar sem dreift hefur verið á Alþingi og verður gerð opinber í kvöld. „Það síðan verður að koma í ljós hvað af þessu kemur fram og hvað verður afgreitt. Það auðvitað ræðst af því hvernig málum háttar hér í þinginu,“ segir Birgir Ármannsson, forseti Alþingis. Netverslun með áfengi á dagskrá í haust Eitt þeirra mála sem boðað hefur verið á haustmánuðum samkvæmt heimildum fréttastofu er frumvarp dómsmálaráðherra um netverslun með áfengi. Málið hefur verið umdeilt, en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hóf frumkvæðisathugun í sumar vegna álitamála um netsölu með áfengi. „Við erum komin þangað í athuguninni að þrír ráðherrar hafa mætt til nefndarinnar. Dómsmála-, heilbrigðisráðherra og nú síðast í morgun fjármálaráðherra- og efnahagsráðherra Sigurð Inga Jóhannsson. Svo munum við halda áfram umfjöllun á næstu fundum,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Hún segir ekki tímabært að segja til um hvað að endingu komi út úr þeirri vinnu, enda sé frumkvæðisathuguninni ekki lokið. Þórunn kveðst ágætlega stemmd fyrir komandi þingvetri. „Við vitum öll að stærstu viðfangsefnin eru að ná niður verðbólgunni og vöxtunum sem að herja með ólíkum hætti þó á heimilin og fólkið í landinu. Það er stærsta verkefnið og við í Samfylkingunni óttumst að ríkisstjórnin hafi gefist upp á þessu verkefni,“ segir Þórunn, og vísar til þess sem lesa megi úr fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í gær.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Netverslun með áfengi Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira