Embla og Theo kynntust í gegnum sameiginlega vini í London þar sem þau eru bæði búsett. Þau hafa meðal annars farið saman í frí til sólarlanda og fögnuðu saman afmæli Emblu á dögunum en hún varð 25 ára 1. september.

Embla hefur verið að gera öfluga hluti í samfélagsmiðlaheiminum úti og er með 2,5 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem hún er dugleg að deila listrænum og skemmtilegum förðunarmyndböndum.
Hún var í einlægu viðtali á Vísi í apríl síðastliðnum þar sem hún ræddi meðal annars um að elta draumana sína, velgengnina, samfélagsmiðlana og stefnumótamenninguna í London.
„Ég á erfitt með að hugsa langt fram í tímann. Ég er alveg með mína drauma en þessi samfélagsmiðlavinna er svo ný, þetta er allt svo nýtt og breytist svo hratt.
Ég vil bara geta gert þetta eins lengi og hægt er og vonandi get ég unnið við þetta um ókomna tíð,“ sagði Embla meðal annars um lífið úti í viðtalinu.