„Umferð einkaflugvéla hefur aldrei verið jafn mikil“ Lovísa Arnardóttir skrifar 11. september 2024 13:29 Samtökin Aldin hafa mótmælt við flugvöllinn með því að setja upp borða til að vekja athygli á mengun. Mynd/Aldin gegn loftslagsvá Samtökin Landvernd og Aldin gegn loftslagsvá krefjast þess að flugi með einkaþotum og þyrluflugi um Reykjavíkurflugvöll verði settar skorður og fellt undir mengunarbótareglu Ríó-sáttmálans. „Við viljum að stjórnvöld framfylgi loftslagsmarkmiðum í allra þágu og að þeir sem losa mest axli ábyrgð á sinni mengun,“ segir í sameiginlegri tilkynningu frá samtökunum. Þar kemur einnig fram að samtökin lýsi yfir stuðningi við Hljóðmörk, nýstofnuð íbúasamtök gegn hljóðmengandi flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Krafa Hljóðmarka er að óþarfa umferð einkaþota og þyrlna hverfi frá Reykjavíkurflugvelli. Í samtökunum er fólk sem býr í Vesturbæ Reykjavíkur, miðbæ og á Kársnesi. Í sameiginlegri tilkynningu frá Landvernd og Aldin kemur fram að þau vilji, eins og Hljóðmörk, að íbúar fái beina aðild að opinberum nefndum og samráðshópum um stefnumótun um notkun Reykjavíkurflugvallar í ljósi vaxandi mengunar af flugi. „Umferð einkaflugvéla hefur aldrei verið jafn mikil, hvort heldur hér á landi eða í veröldinni allri, á kostnað andrúmsloftsins, líffræðilegs fjölbreytileika og þar með lífsskilyrða núlifandi og komandi kynslóða,“ segir í tilkynningunni. Fimmtán einkaþotur á dag Þá er bent á að Aldin hafi mótmælt umferð einkaþota á flugvellinum með því að hengja upp borða við flughlaðið þar sem flugvélarnar standa. Í tilkynningu samtakanna segir að um flugvöllinn fari á hverjum degi allt að fimmtán einkaþotur og að þær greiði ekkert fyrir hávaðamengun og koltvísýringslosun. Í því samhengi er bent á að hver farþegi í einkaþotu vald tí- til fimmtánfaldri koltvísýringsmengun samanborið við farþega í áætlunarflugi. Þá kemur einnig fram að í júlí í fyrra hafi sautján þúsund farþegar farið um flugvöllinn sem sé fjölgun frá árinu á undan. Þá sé ótalin vaxandi þyrluumferð og annað útsýnisflug um flugvöllinn. Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Kópavogur Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll. Undanfarin ár hefur hávaðamengun frá flugvellinum keyrt um þverbak. Þyrlur með ferðamenn fara í röðum frá vellinum, hanga yfir heita pottinum í Vesturbæjarlaug, yfirgnæfa söng í jarðarförum í Öskjuhlíð, vekja sofandi smábörn á Kársnesi og trufla fögnuð brúðhjóna fyrir utan Fríkirkjuna. 11. september 2024 08:02 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Við viljum að stjórnvöld framfylgi loftslagsmarkmiðum í allra þágu og að þeir sem losa mest axli ábyrgð á sinni mengun,“ segir í sameiginlegri tilkynningu frá samtökunum. Þar kemur einnig fram að samtökin lýsi yfir stuðningi við Hljóðmörk, nýstofnuð íbúasamtök gegn hljóðmengandi flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Krafa Hljóðmarka er að óþarfa umferð einkaþota og þyrlna hverfi frá Reykjavíkurflugvelli. Í samtökunum er fólk sem býr í Vesturbæ Reykjavíkur, miðbæ og á Kársnesi. Í sameiginlegri tilkynningu frá Landvernd og Aldin kemur fram að þau vilji, eins og Hljóðmörk, að íbúar fái beina aðild að opinberum nefndum og samráðshópum um stefnumótun um notkun Reykjavíkurflugvallar í ljósi vaxandi mengunar af flugi. „Umferð einkaflugvéla hefur aldrei verið jafn mikil, hvort heldur hér á landi eða í veröldinni allri, á kostnað andrúmsloftsins, líffræðilegs fjölbreytileika og þar með lífsskilyrða núlifandi og komandi kynslóða,“ segir í tilkynningunni. Fimmtán einkaþotur á dag Þá er bent á að Aldin hafi mótmælt umferð einkaþota á flugvellinum með því að hengja upp borða við flughlaðið þar sem flugvélarnar standa. Í tilkynningu samtakanna segir að um flugvöllinn fari á hverjum degi allt að fimmtán einkaþotur og að þær greiði ekkert fyrir hávaðamengun og koltvísýringslosun. Í því samhengi er bent á að hver farþegi í einkaþotu vald tí- til fimmtánfaldri koltvísýringsmengun samanborið við farþega í áætlunarflugi. Þá kemur einnig fram að í júlí í fyrra hafi sautján þúsund farþegar farið um flugvöllinn sem sé fjölgun frá árinu á undan. Þá sé ótalin vaxandi þyrluumferð og annað útsýnisflug um flugvöllinn.
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Kópavogur Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll. Undanfarin ár hefur hávaðamengun frá flugvellinum keyrt um þverbak. Þyrlur með ferðamenn fara í röðum frá vellinum, hanga yfir heita pottinum í Vesturbæjarlaug, yfirgnæfa söng í jarðarförum í Öskjuhlíð, vekja sofandi smábörn á Kársnesi og trufla fögnuð brúðhjóna fyrir utan Fríkirkjuna. 11. september 2024 08:02 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll. Undanfarin ár hefur hávaðamengun frá flugvellinum keyrt um þverbak. Þyrlur með ferðamenn fara í röðum frá vellinum, hanga yfir heita pottinum í Vesturbæjarlaug, yfirgnæfa söng í jarðarförum í Öskjuhlíð, vekja sofandi smábörn á Kársnesi og trufla fögnuð brúðhjóna fyrir utan Fríkirkjuna. 11. september 2024 08:02