Hafi ekki verið að gera lítið úr öryrkjum og bölvar gallaðri reiknivél Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. september 2024 19:18 Kristófer Már Maronsson, hagfræðingur, bölvar gallaðri reiknivél TR og birtir leiðréttingar á útreikningum sínum. Getty Kristófer Már Maronsson, hagfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir galla í reiknivél TR hafa valdið því að útreikningar hans á ráðstöfunartekjum einstæðrar móður á örorkubótum voru kolrangir. Hann hafi ekki verið að gera lítið úr öryrkjum með greininni. Kristófer birti skoðanagreinina „Þið mótmælið… afleiðingum eigin gjörða“ á Vísi í gær sem svar við greininni „Við mótmælum..“ eftir Ragnar Þór, formann VR og Ásthildi Lóu, þingmanns Flokks fólksins, þar sem þau hvöttu fólk til mótmæla háu vaxtastigi. Þar tók hann dæmi um einstæða móður á örorkubótum í erfiðri stöðu og notaði til þess reiknivél á vef TR til að áætla ráðstöfunartekjur hennar. Greinin vakti mikla athygli og kom á daginn að hún var uppfull af rangfærslum vegna galla í reiknivélinni sem Kristófer notaði. Meðal þeirra sem vöktu athygli á rangfærslunum var Ragnar Þór. Hann sagði að ekki nóg með að greinin væri uppfull af rangfærslum heldur vildi Kristófer gefa til kynna að helsti drifkraftur verðbólgu væru launahækkanir og að lönd sem hafi haft jákvæða raunvexti og lágar launahækkanir hafi gengið betur í baráttunni við verðbólgu. Þegar lönd eins og Svíþjóð og Þýskaland væru skoðuð sæist að það væri ekki rétt. Vísaði í gögnin í góðri trú Kristófer hefur gengist við vitlausum útreikningum sínum í nýrri grein á Vísi í kvöld. Honum þykir miður að hafa gert slík mistök en hann hafi treyst á reiknivél TR sem hafi síðan reynst gölluð. „Margir hafa sagt mér, misfallega, að ég hefði nú átt að vita að þessi niðurstaða gæti ekki verið rétt,“ skrifar Kristófer um ráðstöfunartekjur einstæðrar móður sem hann reiknaði út að væru 688 þúsund á mánuði eftir skatt. Hann segist hafa í einfeldni sinni haldið að hann væri með réttar tölur í höndunum þegar hann skoðaði reiknivél opinberrar stofnunar. „Mér hefur verið gert ljóst að þessi opinberu gögn eru röng sem ég vísaði í - í góðri trú. Reiknivélin hefur nú verið tekin úr umferð, sem er vel og rétt hjá TR á meðan unnið er að viðgerð á henni,“ skrifar Kristófer. Nýir útreikningar Kristófer birtir í greininni uppfærða útreikninga sem hann segist hafa fengið eftir að hafa ráðfært sig við fólk sem væri vel að sér í örorkulífeyriskerfinu. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að séu bætur frá TR eftir skatt lagðar saman við barna- og vaxtabætur fái einstæða móðirin 598 þúsund krónur á mánuði. Því til viðbótar fái hún 16.667 krónur í vaxtastuðning í ár sem hún geti notað til að lækka afborgun húsnæðislánsins. Þetta sé þó allt saman eftir að hann gefi sér ákveðnar forsendur, t.d. um eignastöðu, en hann birtir niðurstöðurnar á Google Sheets og segir að talan gæti verið einhvers staðar á þessu bili séu ekki fleiri villur í reiknivél eða á vefsíðu TR. „Ég var ekki að gera lítið úr öryrkjum“ Þá segir Kristófer að meiningin með greininni hafi ekki verið að gera lítið úr öryrkjum eða segja að einstæða móðirin hefði það bara sæmilegt. Hann hafi verið að biðja fólk um að dæma hvort ráðstöfunartekjurnar væru glæpsamlegt ofbeldi. „Miðað við uppfærðar ráðstöfunartekjur og þær forsendur sem gefnar voru upp um afborganir þá væri afborgun af verðtryggðu láni um 26% af ráðstöfunartekjum (155 þús. kr. á mánuði) og af óverðtryggðu láni um 45% af ráðstöfunartekjum (270 þús. kr. á mánuði) án sérstaks vaxtastuðnings,“ skrifar hann. Þá segir hann að kerfi þjóðarinnar séu flókin hvort sem það sé örorkulífeyris-, barnabóta- eða skattkerfið. Hans persónulega skoðun sé sú að þessi einstæða móðir sem vitnað er í geti ráðið við afborgun á verðtryggðu láni miðað við þær forsendur sem séu gefnar. Loks segist Kristófer munu svara Ragnari Þór sérstaklega í grein. Efnahagsmál Verðlag Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjármál heimilisins Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Sjá meira
Kristófer birti skoðanagreinina „Þið mótmælið… afleiðingum eigin gjörða“ á Vísi í gær sem svar við greininni „Við mótmælum..“ eftir Ragnar Þór, formann VR og Ásthildi Lóu, þingmanns Flokks fólksins, þar sem þau hvöttu fólk til mótmæla háu vaxtastigi. Þar tók hann dæmi um einstæða móður á örorkubótum í erfiðri stöðu og notaði til þess reiknivél á vef TR til að áætla ráðstöfunartekjur hennar. Greinin vakti mikla athygli og kom á daginn að hún var uppfull af rangfærslum vegna galla í reiknivélinni sem Kristófer notaði. Meðal þeirra sem vöktu athygli á rangfærslunum var Ragnar Þór. Hann sagði að ekki nóg með að greinin væri uppfull af rangfærslum heldur vildi Kristófer gefa til kynna að helsti drifkraftur verðbólgu væru launahækkanir og að lönd sem hafi haft jákvæða raunvexti og lágar launahækkanir hafi gengið betur í baráttunni við verðbólgu. Þegar lönd eins og Svíþjóð og Þýskaland væru skoðuð sæist að það væri ekki rétt. Vísaði í gögnin í góðri trú Kristófer hefur gengist við vitlausum útreikningum sínum í nýrri grein á Vísi í kvöld. Honum þykir miður að hafa gert slík mistök en hann hafi treyst á reiknivél TR sem hafi síðan reynst gölluð. „Margir hafa sagt mér, misfallega, að ég hefði nú átt að vita að þessi niðurstaða gæti ekki verið rétt,“ skrifar Kristófer um ráðstöfunartekjur einstæðrar móður sem hann reiknaði út að væru 688 þúsund á mánuði eftir skatt. Hann segist hafa í einfeldni sinni haldið að hann væri með réttar tölur í höndunum þegar hann skoðaði reiknivél opinberrar stofnunar. „Mér hefur verið gert ljóst að þessi opinberu gögn eru röng sem ég vísaði í - í góðri trú. Reiknivélin hefur nú verið tekin úr umferð, sem er vel og rétt hjá TR á meðan unnið er að viðgerð á henni,“ skrifar Kristófer. Nýir útreikningar Kristófer birtir í greininni uppfærða útreikninga sem hann segist hafa fengið eftir að hafa ráðfært sig við fólk sem væri vel að sér í örorkulífeyriskerfinu. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að séu bætur frá TR eftir skatt lagðar saman við barna- og vaxtabætur fái einstæða móðirin 598 þúsund krónur á mánuði. Því til viðbótar fái hún 16.667 krónur í vaxtastuðning í ár sem hún geti notað til að lækka afborgun húsnæðislánsins. Þetta sé þó allt saman eftir að hann gefi sér ákveðnar forsendur, t.d. um eignastöðu, en hann birtir niðurstöðurnar á Google Sheets og segir að talan gæti verið einhvers staðar á þessu bili séu ekki fleiri villur í reiknivél eða á vefsíðu TR. „Ég var ekki að gera lítið úr öryrkjum“ Þá segir Kristófer að meiningin með greininni hafi ekki verið að gera lítið úr öryrkjum eða segja að einstæða móðirin hefði það bara sæmilegt. Hann hafi verið að biðja fólk um að dæma hvort ráðstöfunartekjurnar væru glæpsamlegt ofbeldi. „Miðað við uppfærðar ráðstöfunartekjur og þær forsendur sem gefnar voru upp um afborganir þá væri afborgun af verðtryggðu láni um 26% af ráðstöfunartekjum (155 þús. kr. á mánuði) og af óverðtryggðu láni um 45% af ráðstöfunartekjum (270 þús. kr. á mánuði) án sérstaks vaxtastuðnings,“ skrifar hann. Þá segir hann að kerfi þjóðarinnar séu flókin hvort sem það sé örorkulífeyris-, barnabóta- eða skattkerfið. Hans persónulega skoðun sé sú að þessi einstæða móðir sem vitnað er í geti ráðið við afborgun á verðtryggðu láni miðað við þær forsendur sem séu gefnar. Loks segist Kristófer munu svara Ragnari Þór sérstaklega í grein.
Efnahagsmál Verðlag Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjármál heimilisins Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?