„Góði líttu þér nær!“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. september 2024 22:08 Andrés Ingi Jónsson (t.h.) baunaði allhressilega á formann síns gamla flokks, Guðmund Inga Guðbrandsson (t.v.). Vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sagði Guðmundi Inga Guðbrandssyni, formanni VG, að líta sér nær þegar kæmi að aðgerðum í loftslagsmálum. Guðmundur hafði skömmu fyrr sagt í pontu að brýna þyrfti allt samfélagið til aðgerða. Í ræðu sinni í kvöld lagði Andrés Ingi áherslu á annars vegar ungt fólk og hins vegar aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í húsnæðis- og loftslagsmálum. „Á undanförnum vikum höfum við verið óþyrmilega minnt á að unga fólkið okkar býr ekki í nógu öruggu samfélagi. Aukið ofbeldi, félagsleg einangrun og versnandi geðheilsa. Þetta ástand er afleiðing áralangrar vanrækslu á félagslegum innviðum, pólitísk ákvörðun vegna þess að lausnirnar hefur oft verið bent á,“ sagði Andrés meðal annars. Tryggja þyrfti öruggt húsnæði við hæfi, gera fólki auðveldara að komast út úr heimilisofbeldi, tryggja aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og uppræta fátækt. „Fjölskyldur þurfa tíma saman, við aðstæður sem styrkja þær. Sá jarðvegur mun skila varanlegum árangri.“ Baunaði á formann síns gamla flokks Andrés Ingi, sem var í Vinstri grænum en sagði sig úr flokknum árið 2019 og gekk þá til liðs við Pírata, talaði einnig sérstaklega um loftslagsmál sem „þrátt fyrir að vera ein helsta áskorun samtímans rötuðu ekki í stefnuræðu forsætisráðherra. “ Að sögn Andrésar væri baráttan gegn loftslagsbreytingum algjört aukaatriði hjá ríkisstjórninni þegar tölurnar væru skoðaðar. Framlög til umhverfis- og orkumála ykjust um 2,4 milljarða í fjárlagafrumvarpinu, en þar bæri hæst 1,1 milljarðs framlag vegna losunarheimilda sem ráðstafað yrði til flugfélaga. „Aðalaukningin í málaflokknum er sem sagt niðurgreiðsla á mengandi starfsemi.“ „Svo verð ég eiginlega að segja, vegna þess að formaður Vinstri grænna vildi áðan brýna allt samfélagið til aðgerða í loftslagsmálum: Góði líttu þér nær!“ sagði Andrés og brýndi raust sína. „En eins og spunadeilda fjármálaráðherra segir: Þetta er allt að koma. Við erum alveg að fara að losna við þessa vanstilltu ríkisstjórn sem allt of lengi hefur komist upp með að færa í stílinn gagnvart því sem vel gengur og kenna öðrum um eigin afglöp,“ sagði Andrés að lokum. Píratar Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Loftslagsmál Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira
Í ræðu sinni í kvöld lagði Andrés Ingi áherslu á annars vegar ungt fólk og hins vegar aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í húsnæðis- og loftslagsmálum. „Á undanförnum vikum höfum við verið óþyrmilega minnt á að unga fólkið okkar býr ekki í nógu öruggu samfélagi. Aukið ofbeldi, félagsleg einangrun og versnandi geðheilsa. Þetta ástand er afleiðing áralangrar vanrækslu á félagslegum innviðum, pólitísk ákvörðun vegna þess að lausnirnar hefur oft verið bent á,“ sagði Andrés meðal annars. Tryggja þyrfti öruggt húsnæði við hæfi, gera fólki auðveldara að komast út úr heimilisofbeldi, tryggja aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og uppræta fátækt. „Fjölskyldur þurfa tíma saman, við aðstæður sem styrkja þær. Sá jarðvegur mun skila varanlegum árangri.“ Baunaði á formann síns gamla flokks Andrés Ingi, sem var í Vinstri grænum en sagði sig úr flokknum árið 2019 og gekk þá til liðs við Pírata, talaði einnig sérstaklega um loftslagsmál sem „þrátt fyrir að vera ein helsta áskorun samtímans rötuðu ekki í stefnuræðu forsætisráðherra. “ Að sögn Andrésar væri baráttan gegn loftslagsbreytingum algjört aukaatriði hjá ríkisstjórninni þegar tölurnar væru skoðaðar. Framlög til umhverfis- og orkumála ykjust um 2,4 milljarða í fjárlagafrumvarpinu, en þar bæri hæst 1,1 milljarðs framlag vegna losunarheimilda sem ráðstafað yrði til flugfélaga. „Aðalaukningin í málaflokknum er sem sagt niðurgreiðsla á mengandi starfsemi.“ „Svo verð ég eiginlega að segja, vegna þess að formaður Vinstri grænna vildi áðan brýna allt samfélagið til aðgerða í loftslagsmálum: Góði líttu þér nær!“ sagði Andrés og brýndi raust sína. „En eins og spunadeilda fjármálaráðherra segir: Þetta er allt að koma. Við erum alveg að fara að losna við þessa vanstilltu ríkisstjórn sem allt of lengi hefur komist upp með að færa í stílinn gagnvart því sem vel gengur og kenna öðrum um eigin afglöp,“ sagði Andrés að lokum.
Píratar Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Loftslagsmál Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira