Hugrenningar forstöðumanns Dögg Þrastardóttir skrifar 12. september 2024 14:00 Það hefur vafalaust ekki farið fram hjá neinum sem les fréttir eða skoðar samfélagsmiðla að hnífaburður meðal ungmenna hefur aukist og allir eru á tánum hvað við getum gert í þessum efnum. Við erum hrædd um ungmennin okkar en ég upplifi líka að fólk sé hrætt við þau. Hið minnsta er fólk hrætt við að hafa starfsemi sem hjálpar þeim í návígi við sig að því er virðist en vill samt að starfsemin sé til staðar. En hvar á hún þá að vera? Þar sem enginn er? Langt frá allri þjónustu? Afskekkt þar sem erfitt er að manna með fólki sem hefur þekkingu og eða reynslu á þessu sviði? Hvar viljum við hafa börnin? Þar sem þau eru ekki fyrir, því þau mega ekki taka pláss né tilheyra? Ég velti því fyrir mér hvernig fólk sér fyrir sér að starf á meðferðarheimili með unglingum sem flest hver hafa verið á mjög slæmum stað í lífinu og jafnvel gert hluti sem þau sjá eftir? Ætli starfið sé ekki barningur dag eftir dag? Þau að beita ofbeldi statt og stöðugt? Með hnífum? Mikil neysla? Brotið og bramlað? Stutta svarið við þessu er nei, þetta er ekki þannig. Heilt yfir gengur starfið og vinnan með ungmennunum vel. Starfið byggir á að koma inn rútínu s.s. að vakna á morgnana, borða á matmálstímum ásamt því að ýta undir virkni, hvort sem það er að mæta í skóla eða vinnu. Þá erum við að vinna með einstaklinginn í hópatímum og einstaklingstímum. Flesta daga er tómstundum sinnt og um helgar brjótum við upp starfið með minni eða stærri afþreyingu. Allt er þetta unnið út frá hverjum og einum. Við vinnum út frá hugmyndafræði um stöðustyrkjandi viðmót (e: status dynamic approach), áfallamiðaða nálgun (e: trauma informed care) og áhugahvetjandi samtal (e: motivational interviewing (MI)). Stöðustyrkjandi viðmót er aðferð notuð til að styrkja stöðu einstaklings. Áfallamiðuð nálgun byggir á þeirri forsendu að fjölmargir eigi sér sögu um áföll. Því sé mikilvægt að skapa ekki aðstæður sem ýta undir áfallaviðbrögð heldur stöðugt og öruggt umhverfi sem eflir jákvæðan þroska. Áhugahvetjandi samtal er einstaklingsmiðuð leið sem byggir á samvinnu og leiðbeiningu til að kalla fram og styrkja innri áhugahvöt einstaklinga til breytinga. Oftast nær gengur dagurinn mjög vel fyrir sig og hópurinn er virkur en stundum koma tímabil þar sem einhverjir eiga erfitt með að vakna á morgnana og koma sér í virkni og er það þá algengasta áskorunin. En auðvitað verða líka uppákomur, jafnvel mjög erfiðar uppákomur. Þær eru sem betur fer sjaldgæfar og er starfsfólkið þjálfað í að takast á við þær. Þegar annað gengur ekki þá fáum við aðstoð frá lögreglu. Nágrannar eða þeir sem keyra framhjá verða einskis varir nema þá að þeir sjái lögreglubíl. Allskonar getur vissulega gerst. Lang oftast fáum við að sjá góðu hliðarnar hjá krökkunum, hvers þau eru megn, hvaða hæfileikum þau eru gædd og reynum að ýta undir þá. Því trúið mér, þau hafa flest hver alveg fengið að kynnast því á ólíkum sviðum hvað þau eru ómöguleg. Þau þurfa að öðlast trú á sér, byggja sig upp, finna að þau tilheyri og fái pláss. Gefum þeim pláss og leyfum þeim að finna að þau tilheyri! Því þrátt fyrir allt þá eru þetta góðir krakkar með slæma reynslu á bakinu. Höfundur er forstöðumaður á Meðferðarheimilinu Lækjarbakka sem leitar að logandi ljósi að húsnæði undir starfsemina sína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vopnaburður barna og ungmenna Meðferðarheimili Rangárþing ytra Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Það hefur vafalaust ekki farið fram hjá neinum sem les fréttir eða skoðar samfélagsmiðla að hnífaburður meðal ungmenna hefur aukist og allir eru á tánum hvað við getum gert í þessum efnum. Við erum hrædd um ungmennin okkar en ég upplifi líka að fólk sé hrætt við þau. Hið minnsta er fólk hrætt við að hafa starfsemi sem hjálpar þeim í návígi við sig að því er virðist en vill samt að starfsemin sé til staðar. En hvar á hún þá að vera? Þar sem enginn er? Langt frá allri þjónustu? Afskekkt þar sem erfitt er að manna með fólki sem hefur þekkingu og eða reynslu á þessu sviði? Hvar viljum við hafa börnin? Þar sem þau eru ekki fyrir, því þau mega ekki taka pláss né tilheyra? Ég velti því fyrir mér hvernig fólk sér fyrir sér að starf á meðferðarheimili með unglingum sem flest hver hafa verið á mjög slæmum stað í lífinu og jafnvel gert hluti sem þau sjá eftir? Ætli starfið sé ekki barningur dag eftir dag? Þau að beita ofbeldi statt og stöðugt? Með hnífum? Mikil neysla? Brotið og bramlað? Stutta svarið við þessu er nei, þetta er ekki þannig. Heilt yfir gengur starfið og vinnan með ungmennunum vel. Starfið byggir á að koma inn rútínu s.s. að vakna á morgnana, borða á matmálstímum ásamt því að ýta undir virkni, hvort sem það er að mæta í skóla eða vinnu. Þá erum við að vinna með einstaklinginn í hópatímum og einstaklingstímum. Flesta daga er tómstundum sinnt og um helgar brjótum við upp starfið með minni eða stærri afþreyingu. Allt er þetta unnið út frá hverjum og einum. Við vinnum út frá hugmyndafræði um stöðustyrkjandi viðmót (e: status dynamic approach), áfallamiðaða nálgun (e: trauma informed care) og áhugahvetjandi samtal (e: motivational interviewing (MI)). Stöðustyrkjandi viðmót er aðferð notuð til að styrkja stöðu einstaklings. Áfallamiðuð nálgun byggir á þeirri forsendu að fjölmargir eigi sér sögu um áföll. Því sé mikilvægt að skapa ekki aðstæður sem ýta undir áfallaviðbrögð heldur stöðugt og öruggt umhverfi sem eflir jákvæðan þroska. Áhugahvetjandi samtal er einstaklingsmiðuð leið sem byggir á samvinnu og leiðbeiningu til að kalla fram og styrkja innri áhugahvöt einstaklinga til breytinga. Oftast nær gengur dagurinn mjög vel fyrir sig og hópurinn er virkur en stundum koma tímabil þar sem einhverjir eiga erfitt með að vakna á morgnana og koma sér í virkni og er það þá algengasta áskorunin. En auðvitað verða líka uppákomur, jafnvel mjög erfiðar uppákomur. Þær eru sem betur fer sjaldgæfar og er starfsfólkið þjálfað í að takast á við þær. Þegar annað gengur ekki þá fáum við aðstoð frá lögreglu. Nágrannar eða þeir sem keyra framhjá verða einskis varir nema þá að þeir sjái lögreglubíl. Allskonar getur vissulega gerst. Lang oftast fáum við að sjá góðu hliðarnar hjá krökkunum, hvers þau eru megn, hvaða hæfileikum þau eru gædd og reynum að ýta undir þá. Því trúið mér, þau hafa flest hver alveg fengið að kynnast því á ólíkum sviðum hvað þau eru ómöguleg. Þau þurfa að öðlast trú á sér, byggja sig upp, finna að þau tilheyri og fái pláss. Gefum þeim pláss og leyfum þeim að finna að þau tilheyri! Því þrátt fyrir allt þá eru þetta góðir krakkar með slæma reynslu á bakinu. Höfundur er forstöðumaður á Meðferðarheimilinu Lækjarbakka sem leitar að logandi ljósi að húsnæði undir starfsemina sína.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun