Innherji

Blanda af reiðu­fé og hluta­bréfum í JBT „hentar Eyri Invest vel“

Hörður Ægisson skrifar
Friðrik Jóhannsson, stjórnarformaður Eyris Invest,  segir að stjórnin telji samruna Marel og JBT vera „farsælt skref“ fyrir Marel og hluthafa þess en fyrir utan Eyri eru lífeyrissjóðir umsvifamiklir í eigendahópi Marels og áttu samanlagt um þriðjungshlut í byrjun þessa árs.
Friðrik Jóhannsson, stjórnarformaður Eyris Invest,  segir að stjórnin telji samruna Marel og JBT vera „farsælt skref“ fyrir Marel og hluthafa þess en fyrir utan Eyri eru lífeyrissjóðir umsvifamiklir í eigendahópi Marels og áttu samanlagt um þriðjungshlut í byrjun þessa árs.

Það er mat stjórnar Eyris Invest, langsamlega stærsti eigandi Marels, að væntanlegur samruni við bandaríska fyrirtækið JBT sé „afar jákvætt skref“ fyrir Marel og að blönduð greiðsla í formi hlutabréfa og reiðufjár henti fjárfestingafélaginu vel, meðal annars með hliðsjón af skuldsetningu þess. Stjórnendateymi sprotafjárfestinga Eyris, sem hafa verið færðar talsvert niður í virði vegna erfiðra aðstæðna á mörkuðum, forgangsraðar núna verkefnum og mun halda áfram að styðja við völd félög í eignasafninu.


Tengdar fréttir

Marel lækkar enn af­komu­spána vegna ó­vissu og krefjandi rekstrar­um­hverfis

Þótt rekstrarframlegðin hafi batnað nokkuð á milli ársfjórðunga hjá Marel þá eru markaðsaðstæður enn erfiðar og litast af óvissu, sem endurspeglast í minni mótteknum pöntunum, og félagið hefur því – í annað sinn á þessu ári – lækkað afkomuspá sína til skamms tíma. Uppgjör Marels, sem stefnir að sameiningu við JBT undir lok ársins, var lítillega yfir væntingum greinenda en skuldahlutfall félagsins hélt hins vegar áfram að hækka á öðrum fjórðungi samtímis því að sjóðstreymið versnaði milli ára.

Telur JBT vera eitt þeirra fé­laga sem „passar best“ til að sam­einast Marel

Markaðirnir sem Marel starfar á eru enn afar skiptir og því „nauðsynlegt“ fyrir  félagið að taka þátt í þeirri samrunaþróun sem er fyrirsjáanleg, að sögn stjórnarformanns Eyris Invest, sem er langsamlega stærsti hluthafinn í Marel og hefur stutt áform JBT um sameiningu fyrirtækjanna. Fjárfestingafélagið veitti óafturkallanlegt samþykki sitt við fyrsta tilboði JBT síðasta haust, sem er sagt hafa verið „mun hagfelldara“ en aðrir kostir í stöðunni fyrir Eyri, enda hafi þá verið óvissa um vilja og getu allra hluthafa til þátttöku í stórri hlutafjáraukningu á miklum afslætti af innra virði.

Skúli Hrafn kemur nýr inn í stjórn Eyris Invest fyrir LSR

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, einn stærsti hluthafi Eyris Invest, hefur ákveðið að tilnefna einn af sjóðstjórum sínum í stjórn fjárfestingafélagsins. Eyrir er langsamlega stærsti hluthafinn í Marel með um fjórðungshlut og hefur veitt óafturkallanlegt samþykki sitt um að samþykkja yfirtökutilboð sem JBT áformar að leggja formlega fram síðar í þessum mánuði.

Líf­eyris­sjóðir stækkuðu stöðuna í Marel og fara með um 40 prósenta hlut

Íslensku lífeyrissjóðirnir, einkum þeir stærstu, juku lítillega við hlutabréfastöðu sína í Marel í fyrra á afar sveiflukenndum og krefjandi tímum á markaði en að teknu tilliti til óbeins eignarhlutar í Eyri Invest fara sjóðirnir núna með samanlagt um fjörutíu prósenta hlut í félaginu. Bandaríska fyrirtækið JBT áformar að gera formlegt yfirtökutilboð í Marel í næsta mánuði en það er meðal annars háð skilyrði um samþykki að lágmarki 90 prósent hluthafa.

Þegar „ó­ró­lega deildin“ gerði byltingu í stærsta fjár­festinga­fé­lagi landsins

Eftir að feðgarnir Árni Oddur og Þórður Magnússon hafa farið með tögl og hagldir í Eyri Invest, kjölfestufjárfesti í Marel sem hefur löngum verið verðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni, allt frá stofnun um síðustu aldamót er fjárfestingafélagið nú á tímamótum með uppstokkun í stjórn og brotthvarfi Þórðar sem stjórnarformanns til meira en tuttugu ára. Umdeild fjármögnun Eyris undir lok síðasta árs þegar styrkja þurfti fjárhagsstöðuna reyndist afdrifarík og jók mjög stuðning hluthafa við sjónarmið minni fjárfesta í eigendahópnum, stundum nefndir „órólega deildin“, um að tímabært væri að gera gagngerar breytingar á starfsemi stærsta fjárfestingafélags landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×