Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Heimir Már Pétursson skrifar 12. september 2024 20:52 Sigurður Ingi Jóhannsson segir engar kollsteypur að finna í fjárlagafrumvarpinu. Ríkisútgjöld aukist áfram en það dragi út aukningu þeirra miðað við fyrri ár. Vísir/HMP Stjórnarandstaðan telur fátt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Þá gagnrýna margir að afnema eigi heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða niður húsnæðislán. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í dag. Hann segir frumvarpið styðja við hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta án þess að stjórnvöld boði kollsteypur í ríkisfjármálunum með miklum niðurskurði eða skattahækkunum. „Í fjárlagafrumvarpi er áhersla lögð á að skapa svigrúm til að forgangsraða verkefnum. Þannig verður dregið úr ríkisumsvifum. Staða ríkissjóðs styrkt og unnið gegn þenslu og verðbólgu í hagkerfinu. Það er forðast að grípa til aðgerða sem leitt geta til þjónustuskerðingar eða verri lífskjara ákveðinna hópa,“ segir Sigurður Ingi. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina koma sér undan því að taka á málunum. Það væri auðvelt að fría sig ábyrgð þegar komi að því að fjármagna hlutina. „Því það er bara vinsælt að tala um hvað þú ætlar að gefa öðru fólki en ekki hvað það kostar. Það er ástæðan fyrir því að við erum í þessu ástandi í dag með verðbólgu og vexti. Vegna þess að fólk treystir sér ekki til að vera hreinskilið við fólk þarna úti um að það kostar að ráðast í ákveðnar aðgerðir,“ sagði formaður Samfylkingarinnar meðal annars við umræðuna í dag. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata tók í svipaðan streng og rifjaði upp umsögn BSRB við síðasta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. „Þá var tekið saman að ófjármagnaðar skattalækkanir núverandi ríkisstjórnar væru komnar upp í 54 milljarða á ári. Það eru ekki skattalækkanir sem renna beint í vasa fátækasta fólksins í landinu okkar,“ sagði Andrés Ingi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar gagnrýnir að á næsta ári eigi að afnema almenna heimild fólks til að nýta séreignarsparnað til að greiða niður höfuðstól húsnæðislána. Aðgerðin sé sérstök í einu lengsta verðbólgutímabili sem sést hafi og þegar vextir séu eins og þekkist í stríðshrjáðum ríkjum. „Mér finnst þetta bara skrýtin skilaboð til heimilanna akkúrat núna því það munar um minna og mér finnst þetta bara óskynsamleg aðgerð sem stendur að vera að kippa þessu úr sambandi núna þegar virkilega verðbólgin er farin að bíta,“ sagði hún í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar, segist telja mikilvægt að halda úrræðinu opnu fyrir alla áfram. „Ég held að það sé full þörf á að viðhalda þessu,“ sagði Njáll í fréttatímanum. Hvað aðgerðir gegn verðbólgu og háum vöxtum snertir sagði Þorbjörg að hallarekstur ríksins knúði meðal annars verðbólguna áfram. „Við viljum auðvitað sjá ríki taka sér stærra hlutverk í því að ná henni niður,“ sagði hún. Njáll sagði fjárlagafrumvarpið gera ráð fyrir minni aukningu ríkisútgjalda en undanfarin ár. Hann teldi að verðbólgan næðist niður með aðgerðum ríkisins, vinnumarkaðarins og Seðlabankans. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Efnahagsmál Alþingi Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Almennt launafólk finni ekki fyrir auknum kaupmætti Formaður Samfylkingarinnar segir almennt launafólk ekki verða vart við aukinn kaupmátt, enda ekki tekið tillit til mikillar vaxtabyrði heimilanna. Fjármálaráðherra segir fjárlagafrumvarpið hins vegar styðja við heimilin í landinu á sama tíma og verðbólga fari minnkandi. 12. september 2024 12:06 Ríkið verði af milljörðum og óhóflegur kostnaður af heilbrigðisþjónustu Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina ætla að láta fjárlögin malla á sjálfstýringu án þess að grípa til aðgerða sem stuðli að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Fleiri en áður fara ekki til læknis vegna langra biðlista. ASÍ segir grafalvarlega stöðu í heilbrigðiskerfinu. 12. september 2024 11:31 „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ekki ýkja hrifin af fjárlagafrumvarpinu sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í dag undir yfirskriftinni „Þetta er allt að koma“. „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. 10. september 2024 23:16 Ríkisútgjöld aukast um tugi milljarða á næsta ári Útgjöld ríkisins aukast um 55 milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. 10. september 2024 19:21 Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Samkvæmt greiningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins gæti greiðslubyrði þrjátíu milljóna króna óverðtryggðs íbúðaláns á breytilegum vöxtum lækkað um fimmtíu þúsund króna á mánuði á næsta ári. 10. september 2024 10:32 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í dag. Hann segir frumvarpið styðja við hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta án þess að stjórnvöld boði kollsteypur í ríkisfjármálunum með miklum niðurskurði eða skattahækkunum. „Í fjárlagafrumvarpi er áhersla lögð á að skapa svigrúm til að forgangsraða verkefnum. Þannig verður dregið úr ríkisumsvifum. Staða ríkissjóðs styrkt og unnið gegn þenslu og verðbólgu í hagkerfinu. Það er forðast að grípa til aðgerða sem leitt geta til þjónustuskerðingar eða verri lífskjara ákveðinna hópa,“ segir Sigurður Ingi. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina koma sér undan því að taka á málunum. Það væri auðvelt að fría sig ábyrgð þegar komi að því að fjármagna hlutina. „Því það er bara vinsælt að tala um hvað þú ætlar að gefa öðru fólki en ekki hvað það kostar. Það er ástæðan fyrir því að við erum í þessu ástandi í dag með verðbólgu og vexti. Vegna þess að fólk treystir sér ekki til að vera hreinskilið við fólk þarna úti um að það kostar að ráðast í ákveðnar aðgerðir,“ sagði formaður Samfylkingarinnar meðal annars við umræðuna í dag. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata tók í svipaðan streng og rifjaði upp umsögn BSRB við síðasta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. „Þá var tekið saman að ófjármagnaðar skattalækkanir núverandi ríkisstjórnar væru komnar upp í 54 milljarða á ári. Það eru ekki skattalækkanir sem renna beint í vasa fátækasta fólksins í landinu okkar,“ sagði Andrés Ingi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar gagnrýnir að á næsta ári eigi að afnema almenna heimild fólks til að nýta séreignarsparnað til að greiða niður höfuðstól húsnæðislána. Aðgerðin sé sérstök í einu lengsta verðbólgutímabili sem sést hafi og þegar vextir séu eins og þekkist í stríðshrjáðum ríkjum. „Mér finnst þetta bara skrýtin skilaboð til heimilanna akkúrat núna því það munar um minna og mér finnst þetta bara óskynsamleg aðgerð sem stendur að vera að kippa þessu úr sambandi núna þegar virkilega verðbólgin er farin að bíta,“ sagði hún í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar, segist telja mikilvægt að halda úrræðinu opnu fyrir alla áfram. „Ég held að það sé full þörf á að viðhalda þessu,“ sagði Njáll í fréttatímanum. Hvað aðgerðir gegn verðbólgu og háum vöxtum snertir sagði Þorbjörg að hallarekstur ríksins knúði meðal annars verðbólguna áfram. „Við viljum auðvitað sjá ríki taka sér stærra hlutverk í því að ná henni niður,“ sagði hún. Njáll sagði fjárlagafrumvarpið gera ráð fyrir minni aukningu ríkisútgjalda en undanfarin ár. Hann teldi að verðbólgan næðist niður með aðgerðum ríkisins, vinnumarkaðarins og Seðlabankans.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Efnahagsmál Alþingi Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Almennt launafólk finni ekki fyrir auknum kaupmætti Formaður Samfylkingarinnar segir almennt launafólk ekki verða vart við aukinn kaupmátt, enda ekki tekið tillit til mikillar vaxtabyrði heimilanna. Fjármálaráðherra segir fjárlagafrumvarpið hins vegar styðja við heimilin í landinu á sama tíma og verðbólga fari minnkandi. 12. september 2024 12:06 Ríkið verði af milljörðum og óhóflegur kostnaður af heilbrigðisþjónustu Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina ætla að láta fjárlögin malla á sjálfstýringu án þess að grípa til aðgerða sem stuðli að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Fleiri en áður fara ekki til læknis vegna langra biðlista. ASÍ segir grafalvarlega stöðu í heilbrigðiskerfinu. 12. september 2024 11:31 „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ekki ýkja hrifin af fjárlagafrumvarpinu sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í dag undir yfirskriftinni „Þetta er allt að koma“. „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. 10. september 2024 23:16 Ríkisútgjöld aukast um tugi milljarða á næsta ári Útgjöld ríkisins aukast um 55 milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. 10. september 2024 19:21 Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Samkvæmt greiningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins gæti greiðslubyrði þrjátíu milljóna króna óverðtryggðs íbúðaláns á breytilegum vöxtum lækkað um fimmtíu þúsund króna á mánuði á næsta ári. 10. september 2024 10:32 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Almennt launafólk finni ekki fyrir auknum kaupmætti Formaður Samfylkingarinnar segir almennt launafólk ekki verða vart við aukinn kaupmátt, enda ekki tekið tillit til mikillar vaxtabyrði heimilanna. Fjármálaráðherra segir fjárlagafrumvarpið hins vegar styðja við heimilin í landinu á sama tíma og verðbólga fari minnkandi. 12. september 2024 12:06
Ríkið verði af milljörðum og óhóflegur kostnaður af heilbrigðisþjónustu Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina ætla að láta fjárlögin malla á sjálfstýringu án þess að grípa til aðgerða sem stuðli að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Fleiri en áður fara ekki til læknis vegna langra biðlista. ASÍ segir grafalvarlega stöðu í heilbrigðiskerfinu. 12. september 2024 11:31
„Þetta er allt að koma...eftir sjö ár“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ekki ýkja hrifin af fjárlagafrumvarpinu sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í dag undir yfirskriftinni „Þetta er allt að koma“. „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. 10. september 2024 23:16
Ríkisútgjöld aukast um tugi milljarða á næsta ári Útgjöld ríkisins aukast um 55 milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. 10. september 2024 19:21
Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Samkvæmt greiningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins gæti greiðslubyrði þrjátíu milljóna króna óverðtryggðs íbúðaláns á breytilegum vöxtum lækkað um fimmtíu þúsund króna á mánuði á næsta ári. 10. september 2024 10:32
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent