Viðskipti innlent

Árni verður hægri hönd Decks

Árni Sæberg skrifar
Forstjóri sameinaðs félags verður Brian Deck, sem nú er forstjóri JBT, og Árni Sigurðsson, forstjóri Marels, verður framkvæmdastjóri sameinaðs félags.
Forstjóri sameinaðs félags verður Brian Deck, sem nú er forstjóri JBT, og Árni Sigurðsson, forstjóri Marels, verður framkvæmdastjóri sameinaðs félags. Vísir

Árni Sigurðsson, forstjóri Marels, verður næstráðandi í sameinuðu félagi JBT og Marels verði af sameiningu.

Í tilkynningu Marels til Kauphallar segir að JBT og Marel hafi að undanförnu unnið saman að undirbúningi fyrirhugaðrar sameiningar félaganna og í gær hafi JBT birt tillögu að skipulagi JBT Marel, sem sé aðgengileg hér

Skipulagsbreytingarnar sem lagðar eru til séu háðar því að af sameiningu félaganna verði, og myndu taka gildi eftir uppgjör viðskiptanna.

Árni verður „forseti“

Árni, sem varð forstjóri Marels í nóvember síðastliðnum eftir brotthvarf Árna Odds Þórðarsonar úr  forstjórastóli og rétt fyrir tilkynningu um mögulegt yfirtökutilboð, mun samkvæmt tillögunni verða „president“ eða „forseti“ sameinaðs félags. 

Hans eini yfirmaður verður framkvæmdastjóri JBT, Brian Deck, sem verður áfram framkvæmdastjóri í sameinuðu félagi.

Frestur til 11. nóvember

JBT tilkynnti í ágúst síðastliðnum að að Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefði samþykkt beiðni félagsins um framlengingu á gildistíma valfrjáls tilboðs til hluthafa Marels í allt útgefið og útistandandi hlutafé í félaginu.

Gildistíminn var til 2. september en í tilkynningu segir að hann hafi verið framlengdur til mánudagsins 11. nóvember næstkomandi klukkan 17, ellegar þess dags þegar þrjár vikur eru frá því að skilyrði tilboðsins sem snúa að samþykki eftirlitsyfirvalda hafa verið uppfyllt eða fallið hefur verið frá tilboðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×