Á vef Alþingis segir að nauðsynlegt sé að skrá sig fyrirfram í leiðsögn um Alþingishúsið en að ekki þurfi að skrá sig í heimsókn í Smiðju þar sem verður opið milli klukkan 14 og 17.
„Til sýnis verða munir sem fundust við fornleifarannsóknir á Alþingisreit áður en húsið var byggt og fjölbreytt fræðslu- og kynningarefni verður sýnt á skjám. Forseti Alþingis og fleiri þingmenn verða á staðnum.
Gengið er inn um aðalinngang Smiðju á horni Tjarnargötu og Vonarstrætis. Ekki þarf að bóka sig sérstaklega í opna húsið.“
Leiðsögn verður í Alþingishúsinu killi klukkan níu og tólf annars vegar og 14 og 17 hins vegar.
„Hleypt er inn í leiðsögn um þinghúsið á 20 mínútna fresti, hámark 35 manns í senn, og tekur hver leiðsögn 30 mínútur.
Gengið er inn um aðalinnganginn í Skála, við hlið Alþingishússins. Nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram,“ segir í tilkynningunni.