Að loknum flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins Ragnar Sigurðsson skrifar 14. september 2024 20:31 Nýafstaðinn flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins var afar vel heppnaður. Með metþátttöku 370 fulltrúa varð fundurinn sá fjölmennasta frá upphafi. Kraftmikill og uppbyggilegur, þar sem fundarmenn fengu tækifæri til að ræða forgangsmál Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórninni, auk þess sem horft var til komandi kosninga. Á fundinum var skerpt á mikilvægustu málefnum sem flokkurinn mun leggja áherslu á, bæði innan ríkisstjórnar og í kosningabaráttunni. Forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar væri að stuðla að lægri verðbólgu og lækkun vaxta. Það yrði einungis gert með aðhaldi í opinberum fjármálum, hóflegum kjarasamningum á vinnumarkaði og meira jafnvægi á húsnæðismarkaði. Sjálfstæðisstefnan sameinar Auðvitað tókust menn hart á um menn og málefni. Slakt fylgi í könnunum ýtti þar undir. En það vakti sérstaka athygli mína er sú eining sem ríkir um grunnstefnu flokksins. Þrátt fyrir margvíslegan málefnaágreining var enginn að draga í efa grunnstef sjálfstæðisstefnunnar um mikilvægi einstaklingsfrelsi, eignarréttar, jafnra tækifæra og velferðar fyrir alla. Flokkurinn stendur enn sem öflug máttarstoð fyrir kjósendur með skýra stefnu og staðfestu um virðingu fyrir lögum og rétti, bæði innanlands og í samskiptum við önnur ríki. Árið 2024 markar 80 ára afmæli lýðveldisins, og Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá stofnun þess verið leiðandi afl í íslensku samfélagi. Við höfum verið leiðandi í að byggja eitt mesta velferðarsamfélag jarðar. Við höfum verið lykilþáttur í mótun gróskumikils samfélags þar sem atvinnulíf, nýsköpun, menntun og menning blómstra. Efnahagslegur stöðugleiki hefur verið tryggður, heilbrigðisþjónustan efld og félagslegt öryggi borgara verið eitt af megináherslumálum okkar. Þéttum raðirnar Stefna flokksins er skýr og á sér hljómgrunn meðal þjóðarinnar. Við sjáum mikilvægi þess að nýta síðasta ár kjörtímabilsins vel, þétta raðirnar og tryggja að hægri stjórn verði áfram leiðandi í stjórnmálum landsins. Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins sýndi að hann stendur enn sterkur og reiðubúinn til að leiða áfram. Við eigum enn sterkt erindi við kjósendur með skýra stefnu um frelsi, ábyrgð og velferð. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og formaður sveitarstjórnarráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Sigurðsson Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Nýafstaðinn flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins var afar vel heppnaður. Með metþátttöku 370 fulltrúa varð fundurinn sá fjölmennasta frá upphafi. Kraftmikill og uppbyggilegur, þar sem fundarmenn fengu tækifæri til að ræða forgangsmál Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórninni, auk þess sem horft var til komandi kosninga. Á fundinum var skerpt á mikilvægustu málefnum sem flokkurinn mun leggja áherslu á, bæði innan ríkisstjórnar og í kosningabaráttunni. Forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar væri að stuðla að lægri verðbólgu og lækkun vaxta. Það yrði einungis gert með aðhaldi í opinberum fjármálum, hóflegum kjarasamningum á vinnumarkaði og meira jafnvægi á húsnæðismarkaði. Sjálfstæðisstefnan sameinar Auðvitað tókust menn hart á um menn og málefni. Slakt fylgi í könnunum ýtti þar undir. En það vakti sérstaka athygli mína er sú eining sem ríkir um grunnstefnu flokksins. Þrátt fyrir margvíslegan málefnaágreining var enginn að draga í efa grunnstef sjálfstæðisstefnunnar um mikilvægi einstaklingsfrelsi, eignarréttar, jafnra tækifæra og velferðar fyrir alla. Flokkurinn stendur enn sem öflug máttarstoð fyrir kjósendur með skýra stefnu og staðfestu um virðingu fyrir lögum og rétti, bæði innanlands og í samskiptum við önnur ríki. Árið 2024 markar 80 ára afmæli lýðveldisins, og Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá stofnun þess verið leiðandi afl í íslensku samfélagi. Við höfum verið leiðandi í að byggja eitt mesta velferðarsamfélag jarðar. Við höfum verið lykilþáttur í mótun gróskumikils samfélags þar sem atvinnulíf, nýsköpun, menntun og menning blómstra. Efnahagslegur stöðugleiki hefur verið tryggður, heilbrigðisþjónustan efld og félagslegt öryggi borgara verið eitt af megináherslumálum okkar. Þéttum raðirnar Stefna flokksins er skýr og á sér hljómgrunn meðal þjóðarinnar. Við sjáum mikilvægi þess að nýta síðasta ár kjörtímabilsins vel, þétta raðirnar og tryggja að hægri stjórn verði áfram leiðandi í stjórnmálum landsins. Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins sýndi að hann stendur enn sterkur og reiðubúinn til að leiða áfram. Við eigum enn sterkt erindi við kjósendur með skýra stefnu um frelsi, ábyrgð og velferð. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og formaður sveitarstjórnarráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar