Vill ekki ræða verðmiðann Eiður Þór Árnason skrifar 15. september 2024 10:39 Geimfararnir fjórir um borð í hylkinu eftir að það lenti í Mexíkóflóa snemma á sunnudag. AP/SpaceX Bandarískur auðmaður sneri aftur til jarðar í dag ásamt áhöfn að lokinni fimm daga geimferð. Hann er fyrsti óbreytti borgarinn til að fara í geimgöngu en enginn hefur ferðast jafnt langt út í geim eftir að NASA sendi menn á tunglið. Hylki geimferðafyrirtækisins SpaceX lenti í Mexíkóflóa í Flórída fyrir dögun með tæknifrumkvöðulinn Jared Isaacman um borð, ásamt tveimur verkfræðingum SpaceX og fyrrverandi flugmanni bandaríska flughersins. Geimgangan átti sér stað á sporbaug nærri 740 kílómetrum yfir jörðu, sem er lengra frá jörðu en bæði Alþjóðlega geimstöðin og Hubble-geimsjónaukinn. pic.twitter.com/efEp2efpEN— SpaceX (@SpaceX) September 15, 2024 Spilaði á fiðluna Geimfarið náði hæst 1.408 kílómetrum eftir flugtak á þriðjudag. AP-fréttaveitan greinir frá þessu og segir Isaacman vera 264. manneskjuna til að fara í geimgöngu og Sarah Gillis, verkfræðingur hjá SpaceX sú 265. Fyrsta geimgangan var farin á vegum Sovétríkjanna árið 1965 en fram að þessu hafa einungis atvinnugeimfarar átt slíkt afrek. Dragon's hatch is open and the Polaris Dawn crew is getting ready to exit the spacecraft pic.twitter.com/KItVBSwJff— SpaceX (@SpaceX) September 15, 2024 Í geimgöngunni á fimmtudag var lúga SpaceX Crew Dragon-hylkisins opin í tæplega hálftíma. Isaacman kom einungis út að mitti til að prófa nýjan geimbúning SpaceX í stutta stund og Gillis fylgdi á eftir. Hún náði að hné og beygði handleggi og fætur í nokkrar mínútur. Gillis er lærður fiðluleikari og spilaði á fiðluna á sporbaug um jörðu fyrr í þessari viku. Anna Menon, verkfræðingur hjá SpaceX og Scott „Kidd“ Poteet, fyrrverandi flugmaður voru ekki losuð úr hylkinu. Geimgangan stóð yfir í minna en tvær klukkustundir, sem er talsvert styttra en þær sem fara fram við Alþjóðlegu geimstöðina. Nýta þurfti meirihlutann af tímanum til að draga úr þrýstingi í hylkinu og fylla klefann svo aftur með súrefni. Commander @rookisaacman has egressed Dragon and is going through the first of three suit mobility tests that will test overall hand body control, vertical movement with Skywalker, and foot restraint pic.twitter.com/XATJQhLuIZ— SpaceX (@SpaceX) September 12, 2024 Greiðir geimferðaáætlun úr eigin vasa Þetta var annað leiguflug Isaacman með SpaceX og eru tvö önnur fyrirhuguð sem hluti af geimkönnunaráætluninni Polaris sem hann fjármagnar sjálfur. Hann greiddi ótilgreinda upphæð fyrir fyrstu geimferð sína árið 2021 en nýtti hana til að safna 250 milljónum bandaríkjadala fyrir barnaspítala í Tennessee. Isaacman deilir kostnaðinum við þessa nýjustu geimferð með SpaceX en vill ekki gefa upp hversu mikið hann greiðir. SpaceX nýtti ferðina til að prófa geimbúninga og tækni sem vonast er til að nota í framtíðarferðum til Mars. Auðævi hins 41 árs gamla Jared Isaacman eru metin á um 1,9 milljarða bandaríkjadala. Hann hefur hagnast mest á greiðsluvinnslufyrirtækinu Shift4 Payments sem hann stofnaði árið 1999, þá einungis 16 ára gamall. Auðmaðurinn hefur lengi haft brennandi áhuga á flugi, fór fyrst í flugnám árið 2004 og setti síðar heimsmet fyrir lengstu hnattferðina um borð í léttri þotu. Geimurinn SpaceX Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrsta geimganga óbreyttra borgara Fjórir geimfarar, sem eru á allt að sjö hundruð kílómetra hárri sporbraut um jörðu, ætla í geimgöngu í dag. Þetta verður í fyrsta sinn sem óbreyttir borgarar fara í geimgöngu. 12. september 2024 09:02 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Hylki geimferðafyrirtækisins SpaceX lenti í Mexíkóflóa í Flórída fyrir dögun með tæknifrumkvöðulinn Jared Isaacman um borð, ásamt tveimur verkfræðingum SpaceX og fyrrverandi flugmanni bandaríska flughersins. Geimgangan átti sér stað á sporbaug nærri 740 kílómetrum yfir jörðu, sem er lengra frá jörðu en bæði Alþjóðlega geimstöðin og Hubble-geimsjónaukinn. pic.twitter.com/efEp2efpEN— SpaceX (@SpaceX) September 15, 2024 Spilaði á fiðluna Geimfarið náði hæst 1.408 kílómetrum eftir flugtak á þriðjudag. AP-fréttaveitan greinir frá þessu og segir Isaacman vera 264. manneskjuna til að fara í geimgöngu og Sarah Gillis, verkfræðingur hjá SpaceX sú 265. Fyrsta geimgangan var farin á vegum Sovétríkjanna árið 1965 en fram að þessu hafa einungis atvinnugeimfarar átt slíkt afrek. Dragon's hatch is open and the Polaris Dawn crew is getting ready to exit the spacecraft pic.twitter.com/KItVBSwJff— SpaceX (@SpaceX) September 15, 2024 Í geimgöngunni á fimmtudag var lúga SpaceX Crew Dragon-hylkisins opin í tæplega hálftíma. Isaacman kom einungis út að mitti til að prófa nýjan geimbúning SpaceX í stutta stund og Gillis fylgdi á eftir. Hún náði að hné og beygði handleggi og fætur í nokkrar mínútur. Gillis er lærður fiðluleikari og spilaði á fiðluna á sporbaug um jörðu fyrr í þessari viku. Anna Menon, verkfræðingur hjá SpaceX og Scott „Kidd“ Poteet, fyrrverandi flugmaður voru ekki losuð úr hylkinu. Geimgangan stóð yfir í minna en tvær klukkustundir, sem er talsvert styttra en þær sem fara fram við Alþjóðlegu geimstöðina. Nýta þurfti meirihlutann af tímanum til að draga úr þrýstingi í hylkinu og fylla klefann svo aftur með súrefni. Commander @rookisaacman has egressed Dragon and is going through the first of three suit mobility tests that will test overall hand body control, vertical movement with Skywalker, and foot restraint pic.twitter.com/XATJQhLuIZ— SpaceX (@SpaceX) September 12, 2024 Greiðir geimferðaáætlun úr eigin vasa Þetta var annað leiguflug Isaacman með SpaceX og eru tvö önnur fyrirhuguð sem hluti af geimkönnunaráætluninni Polaris sem hann fjármagnar sjálfur. Hann greiddi ótilgreinda upphæð fyrir fyrstu geimferð sína árið 2021 en nýtti hana til að safna 250 milljónum bandaríkjadala fyrir barnaspítala í Tennessee. Isaacman deilir kostnaðinum við þessa nýjustu geimferð með SpaceX en vill ekki gefa upp hversu mikið hann greiðir. SpaceX nýtti ferðina til að prófa geimbúninga og tækni sem vonast er til að nota í framtíðarferðum til Mars. Auðævi hins 41 árs gamla Jared Isaacman eru metin á um 1,9 milljarða bandaríkjadala. Hann hefur hagnast mest á greiðsluvinnslufyrirtækinu Shift4 Payments sem hann stofnaði árið 1999, þá einungis 16 ára gamall. Auðmaðurinn hefur lengi haft brennandi áhuga á flugi, fór fyrst í flugnám árið 2004 og setti síðar heimsmet fyrir lengstu hnattferðina um borð í léttri þotu.
Geimurinn SpaceX Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrsta geimganga óbreyttra borgara Fjórir geimfarar, sem eru á allt að sjö hundruð kílómetra hárri sporbraut um jörðu, ætla í geimgöngu í dag. Þetta verður í fyrsta sinn sem óbreyttir borgarar fara í geimgöngu. 12. september 2024 09:02 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Fyrsta geimganga óbreyttra borgara Fjórir geimfarar, sem eru á allt að sjö hundruð kílómetra hárri sporbraut um jörðu, ætla í geimgöngu í dag. Þetta verður í fyrsta sinn sem óbreyttir borgarar fara í geimgöngu. 12. september 2024 09:02