Heimamenn brutu ísinn á 10. mínútu. Gestirnir jöfnuðu og komust svo 2-1 yfir með marki Jóhanns. Þá áttu þrjú mörk eftir að vera skoruð í þessum mikla markaleik. Heimaliðinu tókst í tvígang að jafna eftir að hafa lent undir og því lauk leiknum með 3-3 jafntefli.
Mark Jóhanns kom upp úr skyndisókn, langur bolti fram sem flaug yfir varnarmenn og fann réttan mann. Jóhann gerði virkilega í að koma sér framhjá markverðinum og lagði boltann svo í netið.
Myndband af markinu var birt á miðlum félagsins og má sjá hér fyrir neðan. Birtist færslan ekki er ráð að endurhlaða síðuna.
Þetta var fyrsta stig Al-Orobah á tímabilinu, þrír leikir hafa verið spilaðir. Jóhann gaf stoðsendingu í síðasta leik og hefur verið mikill fengur fyrir liðið.
