Grunaður tilræðismaður vildi berjast og deyja í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. september 2024 07:31 Heimili Routh á Hawaii. AP/Audrey McAvoy Ryan Wesley Routh, 58 ára, sem handtekinn var í gær grunaður um að hafa haft í hyggju að ráða Donald Trump af dögum, lýsti því yfir á samfélagsmiðlum árið 2022 að hann væri reiðubúinn til að ferðast til Úkraínu og gefa líf sitt til að berjast við Rússa. Þá greindi hann frá því í viðtali við New York Times árið 2023 að hann hefði farið til Úkraínu í kjölfar innrásar Rússa og freistað þess að fá afganska hermenn til að berjast í stríðinu. Hann hefði einnig fundað með stjórnmálamönnum í Washington til að afla stuðnings við Úkraínu. Ef marka má blaðamanninn sem tók viðtalið við Routh þá virðist hann hafa verið að slá um sig og í raun ekki haft neina getu til að láta fyrirætlanir sínar verða að raunveruleika. I am deeply disturbed by the possible assassination attempt of former President Trump today. As we gather the facts, I will be clear: I condemn political violence. We all must do our part to ensure that this incident does not lead to more to violence.Read my statement: pic.twitter.com/JcuKJPHYdA— Vice President Kamala Harris (@VP) September 16, 2024 Routh var handtekinn eftir að lífverðir Trump komu auga á mann í runnum á golfvelli Trump í West Palm Beach í Flórída og skutu í átt að honum. Maðurinn flúði en riffill, myndavél og tveir bakpokar fundust í runnunum. Trump, sem var á vellinum þegar atvikið átti sér stað, sendi frá sér yfirlýsingar skömmu síðar þar sem hann fullvissaði stuðningsmenn sína um að hann væri heill á húfi og þakkaði lífvörðunum og löggæsluyfirvöldum. Joe Biden Bandaríkjaforseti, Kamala Harris varaforseti og Tim Walz, varaforsetaefni Harris, hafa öll sent frá sér yfirlýsingar þess efnis að þau séu glöð með að Trump hafi sloppið og að ofbeldi af þessu tagi eigi ekki að eiga sér stað í Bandaríkjunum. Þá hefur Biden gefið til kynna að öryggisgæsla Trump verði aukin en aðeins um tveir mánuðir eru liðnir frá því að hann varð fyrir skoti á baráttufundi í Pennsylvaníu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Þá greindi hann frá því í viðtali við New York Times árið 2023 að hann hefði farið til Úkraínu í kjölfar innrásar Rússa og freistað þess að fá afganska hermenn til að berjast í stríðinu. Hann hefði einnig fundað með stjórnmálamönnum í Washington til að afla stuðnings við Úkraínu. Ef marka má blaðamanninn sem tók viðtalið við Routh þá virðist hann hafa verið að slá um sig og í raun ekki haft neina getu til að láta fyrirætlanir sínar verða að raunveruleika. I am deeply disturbed by the possible assassination attempt of former President Trump today. As we gather the facts, I will be clear: I condemn political violence. We all must do our part to ensure that this incident does not lead to more to violence.Read my statement: pic.twitter.com/JcuKJPHYdA— Vice President Kamala Harris (@VP) September 16, 2024 Routh var handtekinn eftir að lífverðir Trump komu auga á mann í runnum á golfvelli Trump í West Palm Beach í Flórída og skutu í átt að honum. Maðurinn flúði en riffill, myndavél og tveir bakpokar fundust í runnunum. Trump, sem var á vellinum þegar atvikið átti sér stað, sendi frá sér yfirlýsingar skömmu síðar þar sem hann fullvissaði stuðningsmenn sína um að hann væri heill á húfi og þakkaði lífvörðunum og löggæsluyfirvöldum. Joe Biden Bandaríkjaforseti, Kamala Harris varaforseti og Tim Walz, varaforsetaefni Harris, hafa öll sent frá sér yfirlýsingar þess efnis að þau séu glöð með að Trump hafi sloppið og að ofbeldi af þessu tagi eigi ekki að eiga sér stað í Bandaríkjunum. Þá hefur Biden gefið til kynna að öryggisgæsla Trump verði aukin en aðeins um tveir mánuðir eru liðnir frá því að hann varð fyrir skoti á baráttufundi í Pennsylvaníu.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira